Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi stjórn- málamaður og ráðherra, er látinn. Hann lést á heimili sínu sl. föstudag, 13. nóvember. Kjartan fæddist 19. desember 1939 í Reykja- vík en ólst upp í Hafn- arfirði. Foreldrar Kjart- ans voru hjónin Jóhann Þorsteinsson (1899- 1976), kennari og for- stjóri á Sólvangi í Hafn- arfirði, og Astrid Alva Maria Dahl (1908-2000) hjúkrunar- fræðingur. Kjartan lauk stúdents- prófi frá MR 1959 og prófi í bygging- arverkfræði í Stokkhólmi 1963. Aflaði sér síðan framhaldsmenntunar í rekstrarverkfræði og lauk doktors- prófi frá háskóla í Chicago 1969. Kjartan rak ráðgjafarþjónustu í rekstri og áætlanagerð 1966-1978 og var skipaður dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands í ársbyrjun 1974. Kjartan varð snemma félagslega sinnaður. Var kjörinn til trúnaðar- starfa strax á námsárunum sínum í MS og í Svíþjóð var hann tvívegis for- maður Íslendingafélagsins. Var bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978, varaformaður Alþýðuflokksins 1974- 1980 og formaður flokksins 1980- 1984. Kjartan var alþingismaður 1978-1989, sjávar- útvegsráðherra 1978- 1979 og aukinheldur viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins frá hausti 1979 fram í febrúar 1980. Kjartan var skipaður sendiherra 1. ágúst 1989 og tók við starfi sem fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ og öðrum alþjóðstofnunum í Genf 1989. Því starfi gegndi Kjartan til 1994. Utanríkisvið- skiptaráðherrar EFTA-landanna völdu svo sumarið 1993 Kjartan í stöðu aðalframkvæmdastjóra samtak- anna sem hann var frá 1994-2000. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur var ráðinn framkvæmdastjóri alþjóð- legrar stofnunar. Síðar var Kjartan fastafulltrúi Íslands í Brussel til Evr- ópusambandsins 2002-2005. Hann var þá aðalsamningamaður Íslands við ESB um breytingar á EES-samningi vegna inngöngu Austur-Evrópuþjóða í sambandið. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi fædd 1943. Dóttir þeirra er María Eva Kristína, f. 22. mars 1963, viðskipta- fræðingur frá HÍ og hagfræðingur, búsett í Bandaríkjunum. Andlát Kjartan Jóhannsson fv. ráðherra INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is „Þörfin fyrir nýja og stærri Breiða- fjarðarferju er mikil og brýn. Með núverandi skipi er á engan hátt ger- legt að mæta kröfum samfélagsins,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Bæjarráð Stykkishólms- bæjar tekur í ályktun sem sam- þykkt var á dög- unum undir þá kröfu sem nú er komin fram, með- al annars frá fulltrúum at- vinnulífs á sunn- anverðum Vest- fjörðum, að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju. Sömuleiðis að styrkja þurfi samninga við Vegagerðina um útgerð skipsins. Núverjandi ferja, Baldur, er 1.677 brúttótonn að stærð, gengur 14 sjómílur og tekur sex flutningabíla. Á háönn dugar slíkt ekki sem getur skapað vandræði við að koma afurð- um frá fiskeldinu á svæðinu á mark- að. „Fiskeldi er orðið stór atvinnu- grein á Vestfjörðum og afurðir þaðan eru fluttar yfir Breiðafjörðinn með Baldri. Samgöngur eiga ekki að vera flöskuháls í þeirri starfsemi,“ segir Jakob og bendir á að í þessu efni haldist miklir hagsmunir Vestfirð- inga og Stykkshólms í hendur. Ferju- leið yfir Breiðafjörð, með viðkomu í Flatey, sé ein af undirstöðum ferða- þjónustu í Hólminum. „Í Baldri er ekki varavél og Vega- gerðin gerir ekki kröfu um slíkt. Ferjan bilaði í sumar og tilviljunin réð að ekki fór verr. Nú þarf stærra tveggja véla skip sem fyrst,“ segir bæjarstjórinn. sbs@mbl.is Þörf á nýj- um Baldri  Miklir hagsmunir Ferjan Baldur við bryggju í Flatey í siglingu yfir Breiðafjörðinn. Jakob Björgvin Jakobsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir bókajólunum í ár,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaút- gefenda, í ljósi þess hve lestur meðal landsmanna hefur aukist í faraldr- inum. Íslendingar, sem svöruðu könnun Miðstöðvar íslenskra bók- mennta á tímabilinu 6.-11. nóvem- ber, höfðu lesið 2,5 bækur síðastliðna 30 daga miðað við 2,3 bækur á sama tíma í fyrra. „Það eru jákvæð skilaboð fyrir okkur, að lestur hafi aukist, bæði á hljóðbækur og prentaðar bækur. Ég held að þessi könnun staðfesti okkar tilfinningu fyrir því að bækur standa upp úr á þessum tímum,“ segir hann, enda feli bóklestur og bókhlustun í sér ákveðna hugleiðslu, sem sé ekki verra á tímum sem þessum. Einnig var spurt út í lestrarvenjur í faraldrinum og kom þar fram að 36% þeirra sem hlusta á hljóðbækur, sögðust hafa gert það í auknum mæli í faraldrinum. Þá voru flestir svarendur mjög sammála eða sammála því að mik- ilvægt væri að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. „Það er auðvitað mjög merkilegt þegar það er litið til þess, þrátt fyrir smæð markaðarins, hversu margar bækur eru gefnar út í íslenskri þýð- ingu,“ segir Heiðar. Höfundar hafi verið hugmyndaríkir þrátt fyrir erf- itt árferði. „Það sem ég upplifi er að útgef- endur og höfundar sakni samskipt- anna við lesendur, allra upplestr- anna, viðburðanna, útgáfuhófa og annars. Mér sýnist höfundar hafa verið mjög hugmyndaríkir, þar sem mikið er um upplestra á netinu, við- töl og fleiri viðburði,“ segir hann að lokum. Útlit fyrir góð bókajól í ár  Meira lesið í ár heldur en í fyrra  Hlustun á rafbækur aukist á sama tíma  Meiri bókalestur landsmanna í faraldrinum bendir til betri sölu jólabóka í ár Nú er unnið af fullum krafti við endurgerð sjóvarnargarðs á Eiðsgranda í Reykjavík, frá dælustöð í Eiðsvík á móts við Boðagranda að hringtorginu fyrir framan JL-húsið. Það eru starfsmenn Suðurverks sem vinna verkið, en fyrirtækið átti lægsta tilboðið, tæpar 145 milljónir króna. Við vissar veðuraðstæður og háa sjávarstöðu hefur sjór gengið yfir garðinn með til- heyrandi tjóni og röskun á umferð. Verklok eru áætluð 31. desember 2020. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verjast brimi með endurbættum varnargarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.