Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 pinnamatur Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið Fagnaðir Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is anir í kennslunni um stundarsakir, þó ekkert hafi verið gefið eftir varðandi meginmarkmið. Alls eru í dag 14.992 nem- endur við Háskóla Íslands, sem er fjölgun frá sama tíma í fyrra tæp 15%. Miðað við fjölgun umsókna fyrir vormisserið lítur út fyrir að um 16.000 nemendur muni verða við skólann eftir áramót. Veruleg fjölgun hefur t.d. orðið í mennta- vísindum- og heilbrigðisvísindum, svo sem í kennaranámi og hjúkr- unarfræðinámi, það er fögum þar sem vantað hefur fólk með sér- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í baráttu við kórónaveiruna hef- ur þeim þjóðum vegnað best sem hafa byggt aðgerðir sínar á ráð- um færustu vísindamanna,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Há- skóla Íslands. „Í því sem öðru hafa háskólarannsóknir skipt sköpum og nú má vænta að bóluefni verði komið eftir aðeins nokkra mán- uði. Slíkt er ótvíræður vitnis- burður um hvers skipulegt vís- indastarf er megnugt. Þó verða samt alltaf til öfl sem sjá sér hag í því að vinna gegn skynsemi og slæva dómgreind fólks vegna hagsmuna sem geta verið pólitísk- ir, fjárhagslegir eða aðrir. Vís- indin munu aldrei sigra endan- lega, þó sagan segi að allar helstu framfarir mannkyns byggist á upplýstri hugsun.“ Mikil fjölgun nemenda Starf Háskóla Íslands um þessar mundir er með talsvert öðrum brag en venjan er. Nánast allir fyrirlestrar við skólann eru nú yfir netið og hefur svo verið að miklu leyti frá því 16. mars sl. Þegar þar var komið sögu hafði undirbúningur rafrænnar kennslu við skólann staðið yfir um nokkurt skeið og tæknin sem þurfti var tiltæk. Þegar á reyndi var starfsfólk tilbúið í slaginn, þó undirbúningstími væri skammur. Því varð að gera ákveðnar tilslak- menntun. Átak til að fjölga nem- endum þykir hafa skilað sér. Halda akademískum kröfum „Okkar leiðarljós er að halda uppi akademískum kröfum, ekki síst með langtímahagsmuni nem- enda í huga. Fjölmargar kannanir meðal nemenda og kennara hafa gefið vísbendingar um að aðlögun að þessum nýju aðstæðum hafi að mörgu leyti gengið vel. Hinu er þó ekki að leyna að þegar kennsla á staðnum er í lágmarki reynir slíkt á og það verður gleðidagur þegar hana má auka aftur. Þá er HÍ mjög stór vinnustaður og með því að halda upp eðlilegri starfsemi eins og kostur er höfum við getað stuðlað að stöðugleika í öllu sam- félaginu. Það tryggir einnig að við verðum fljót að ná okkur á strik þegar landið tekur að rísa.“ Árangur í starfi Háskóla Ís- lands á undanförnum árum er góð- ur, að mati Jóns Atla, sé horft til þess að skólinn er yfirleitt á lista yfir þá 300 bestu í heiminum. Er þar horft til rannsókna, kennslu og áhrifa í alþjóðlegu vísinda- starfi. „Auðvitað erum við fremst í öllum rannsóknum sem gerðar eru á íslenskum aðstæðum og veru- leika,“ segir Jón Atli og brosir. „Þá stöndum við líka sterkt í lífvís- indum, verkfræði og raunvís- indum og hjúkrunarfræði svo ég nefni dæmi. Allt byggist þetta á áherslum sem hér voru lagðar fyr- ir um 15 árum um eflingu dokt- orsnáms. Hér fjölgar í framhalds- námi og fræðin þróast í stöðugri framvindu.“ Hlúi að vaxtarsprota Að undanförnu hefur Jón Atli átt fundi meðal annars með stjórn- málamönnum þar sem farið hefur verið yfir stöðu og stefnu HÍ. „Stjórnmálamenn bera mikið traust til Háskóla Íslands og gera sér skýra grein fyrir mikilvægi þekkingarsköpunar, traustrar menntunar og nýsköpunar fyrir framtíð Íslands. Harðna mun á dalnum í ríkisfjármálum á næstu árum, en ég er bjartsýnn á að stjórnmálamenn hlúi að mikilvæg- asta vaxtarsprota; þekkingu og hagnýting hennar,“ segir háskóla- rektor og að síðustu. „Alltaf þegar stór áföll verða í samfélaginu og atvinnuleysi eykst, fjölgar í háskólanámi. Það gerðist eftir hrun og sama er nú. Á næsta ári fær HÍ samkvæmt fjárlaga- frumvarpi um 24 milljarða króna og við gerum okkur vonir um að tekið verði tillit til mikillar fjölg- unar nemenda í fjárframlögum.“ Stöðug fjölgun nemenda við Háskóla Íslands og vísindastarfið stendur sterkt Rektor Árangur í baráttu við kórónuveiruna er ótvíræður vitnisburður um hvers skipulegt vísindastarf er megnugt, segir Jón Atli Benediktsson. Framfarir byggjast á upplýstri hugsun  Jón Atli Benediktsson er fæddur árið 1960 og er pró- fessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknasvið Jóns Atla eru fjarkönnun, mynd- og mynstur- greining, vélrænt nám, gagna- bræðsla og fleira. Hann er meðal áhrifamestu vísinda- manna heims á sínu sviði.  Við HÍ hefur Jón Atli starfað frá 1991; sem lektor frá 1994 og prófessor frá 1996. Var þró- unarstjóri og aðstoðarmaður rektors 2006-2009, þá aðstoð- arrektor vísinda og kennslu til 2015 en tók þá við embætti rektors. Er jafnframt nýkjörinn forseti Aurora-nets evrópskra háskóla. Hver er hann? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.