Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 FÓTBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hefur átt erfiða viku. Eftir agalega svekkjandi tap í umspilinu gegn Ungverjum í Búdapest á fimmtudaginn mátti liðið þola annað svekkjandi tap í gærkvöldi, að þessu sinni gegn gömlu herraþjóðinni sem neitar að sleppa ógnartakinu; Ísland tapaði gegn Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn, 2:1, og kom sig- urmarkið auðvitað í blálokin. Ísland var þegar fallið úr A- deildinni í annarri útgáfu Þjóða- deildar UEFA en að loknum fimm umferðum er Ísland á botninum án stiga. Ísland hefur svo sem aldrei sýnt sitt rétta andlit í þessari keppni og á því eru eflaust einhverjar skýr- ingar en leikurinn í gær var spilaður við ólíkar kringumstæður en oft áð- ur. Enn eitt tapið Erik Hamrén landsliðsþjálfari gerði átta breytingar á byrjunarlið- inu í sínum næstsíðasta leik með ís- lenska liðið. Aðeins þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon héldu sæti sínu en annars fengu aðrir að spreyta sig. Margir telja kyn- slóðaskipti hjá landsliðinu í aðsigi og spiluðu margir í gærkvöldi sem ætl- að er að taka við kyndlinum. Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu og stóð sig vel, hann þurfti að taka á sínum stóra sínum nokkrum sinnum og er að auki snöggur að koma bolt- anum í leik. Sverrir Ingi Ingason hefur mátt bíða þolinmóður fyrir aft- an þá Kára Árnason og Ragnar Sig- urðsson í goggunarröðinni en hann er tilbúinn að verða lykilmaður í ís- lensku vörninni. Þá voru Arnór Sig- urðsson og Albert Guðmundsson einnig í liðinu en þeirra kvöld var erfiðara er íslenska liðið komst lítið í boltann framan af leik. Þetta byrjaði ekkert sérstaklega vel er Ari Freyr Skúlason sparkaði niður Daniel Wass inn í vítateig. Christian Eriksen skoraði örugg- lega úr vítaspyrnunni og ef eitthvað lið var líklegt til að skora næsta mark í fyrri hálfleik þá voru það heimamenn. Eftir því sem leið á seinni hálfleikinn gerði Hamrén hins vegar breytingar sem sneru taflinu við. Fyrirliðinn Aron Einar Gunn- arsson og Guðlaugur Victor Pálsson komu inn á miðjuna og skyndilega gekk mikið betur að halda boltanum. Viðar Örn Kjartansson kom svo inn í framlínuna og hann jafnaði metin á 85. mínútu. Ari Freyr bætti upp fyr- ir mistökin í byrjun kvölds með frá- bærri stungusendingu á Viðar sem skoraði milli fóta Frederik Rønnow í danska markinu. Með markinu glæddist aukin trú í liðið sem færði sig upp á skaftið og reyndi að kreista fram sögulegt sigurmark. Auðvitað varð sú ekki raunin gegn erfiðasta andstæðingi okkar í sögunni. Hörð- ur Björgvin fékk boltann í höndina innan eigin vítateigs í uppbótartíma og Eriksen skoraði sigurmark úr annarri vítaspyrnu sinni. Enn einn ósigurinn gegn Dönum sem hafa nú unnið 21 af 25 leikjum sínum gegn Íslendingum frá því þjóðirnar mætt- ust fyrst árið 1946. Nýtt upphaf Íslenska liðið heldur nú til Eng- lands og spilar þar á Wembley í síð- asta leiknum í A-deildinni í bili. Nú þegar er ljóst að þó nokkrir leik- menn úr U21-árs liðinu koma inn í hópinn fyrir þann leik: Alfons Sam- psted, Andri Fannar Baldursson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen. Þá er Gylfi Þór Sig- urðsson á meðal þeirra sem hefur leikið undir stjórn Hamréns í síðasta sinn. Það er því ekki ólíklegt að fleiri ungir leikmenn fái tækifæri til að sýna sig á Wembley. Þá verður einn- ig fróðlegt að sjá hvort leikmenn eins og Hannes Þór Halldórsson, Kári og Ragnar komi aftur inn í liðið og hvort þetta gæti orðið þeirra síð- asta verkefni. Því næst tekur við að finna nýjan landsliðsþjálfara sem mun stýra okkur í undankeppni HM á nýju ári. Danir halda ógnartakinu  Ísland grátlega nálægt stigi í Kaupmannahöfn  Annar leikurinn í röð tapast með marki í uppbótartíma  Breytingar í aðsigi fyrir lokaleikinn á Wembley AFP Parken Sverrir Ingi Ingason eltir danska framherjann Yussuf Poulsen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Íslenski varnarmaðurinn var öflugur í leiknum. „Ég er stoltur af öllum leiknum, sérstaklega miðað við að við lentum undir eftir tíu mínútur úr ódýrri víta- spyrnu. Við lögðum mikið á okkur í varnarleiknum í fyrri hálfleiknum þar sem Danir voru mikið með bolt- ann. Í seinni hálfleik sköpuðum við mikið fram á við, svo ég er stoltur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Ham- rén við Stöð 2 sport eftir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Hann hafði einföld skilaboð fyrir Viðar Örn Kjart- ansson áður en Selfyssingurinn kom inn á og skoraði jöfnunarmarkið. „Ég sagði honum að koma inn á og skora og það er augljóst að hann hlustar,“ sagði Svíinn, en hann hættir með liðið eftir leikinn við England á miðvikudagskvöldið. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að við vor- um ekkert slakir, en í seinni hálfleik fannst mér við með yfirhöndina. Við áttum að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir refsa ef þú gerir ein mistök en í heildina var þetta frábær seinni hálfleikur,“ sagði Viðar Örn Kjartansson við sama miðil. Viðar jafnaði metin í 1:1 á 85. mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður en það dugði ekki til. „Ég átti að berjast og reyna að skora og vera líflegur. Mér fannst við gera það. Við vorum að pressa á þá og vorum flottir sem er góð viðurkenning á móti svona góðu liði eins og Danmörku. Þegar maður kemur inn á sem varamaður er ekki alltaf öruggt að maður skori. Ég fékk frábæran bolta frá Ara, ég hefði líka getað sent boltann en ég skoraði. Ég hefði viljað fá jafntefli í stað- inn,“ sagði Viðar. Ég sagði Viðari að koma inn og skora AFP Mark Viðar Örn Kjartansson fagnar markinu sínu á Parken í gær. Þýskaland RN Löwen – Lemgo .............................26:18  Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen en Alexander Petersson er frá vegna meiðsla.  Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. Stuttgart – Hannover-Burgdorf ........31:26  Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk fyr- ir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert. Bergischer – Kiel .................................27:32  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Neckarsulmer – Leverkusen ............. 30:26  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Leverkusen. B-deild Aue – Bietigheim..................................28:27  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark fyrir Aue. Gummersbach – Hamburg..................26:25  Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið.  Undankeppni EM 2021 A-riðill: Búlgaría – Ísland ................................. 74:53 Grikkland – Slóvenía............................ 70:77  Slóvenía 8, Grikkland 6, Búlgaría 6, Ís- land 4. Spánn Fuenlabrada – Zaragoza.................... 82:81  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig og tók 5 fráköst hjá Zaragoza. Þýskaland Fraport – Bayern München ............... 52:75  Jón Axel Guðmundsson skoraði 11 stig og tók 3 fráköst hjá Fraport.  DANMÖRK – ÍSLAND 2:1 1:0 Christian Eriksen 12. úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Daniel Wass. 1:1 Viðar Örn Kjartansson 85. eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar í gegn- um vörn Dana. 2:1 Christian Eriksen 90. úr vítaspyrnu eftir að Hörður handlék knöttinn í teignum. M Ari Freyr Skúlason Aron Einar Gunnarsson Hólmar Örn Eyjólfsson Rúnar Alex Rúnarsson Sverrir Ingi Ingason Viðar Örn Kjartansson Dómari: Halil Meler, Tyrklandi Áhorfendur: Engir  Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fjórða mark fyrir landslið Íslands í sín- um 28. landsleik. Hann skoraði síðast gegn Andorra í undankeppni EM 2019.  Ísland bíður enn eftir sigri gegn Dan- mörku. Liðin hafa nú mæst 25 sinnum en Danir hafa unnið 21 leik og jafnteflin eru fjögur.  Ísland mætir Englandi á Wembley á miðvikudaginn í síðasta leik sínum und- ir stjórn Erik Hamréns og þeim síðasta í A-deild Þjóðadeildarinnar að sinni.  Viktor Gísli Hallgrímsson reyndist hetja GOG gegn Skanderborg í efstu deild danska handboltans á laugardag er lið hans vann 29:28. GOG var marki yfir þegar Mads Kalstrup fékk boltann aleinn á línunni er átta sekúndur voru eftir. Viktor Gísli æddi út af línunni og gerði sig breiðan og varði skotið glæsilega.  Bandaríkjamaðurinn Dustin John- son stóð uppi sem sigurvegari á Mast- ers-mótinu í golfi á Augusta National- vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Hann lauk keppni á alls 20 högg- um undir pari sem er mótsmet.  Anton Sveinn McKee synti 200 metra bringusund í gær á tímanum 2:02,61 mínútum og varð annar í und- anúrslitum ISL-mótaraðarinnar í Búdapest. Anton keppir fyrir Toronto Titans.  GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús náði sínum besta árangri í Áskorendamótaröðinni er hann keppti á Challenge Tour-mótinu í Cadiz á Spáni. Haraldur lék alls á þremur höggum undir pari og hafnaði því í 14. sæti  Barcelona hafði betur gegn Puente Genil á útivelli í spænsku 1. deild- inni í handbolta á laugardag, 29:20. Var sigurinn sá 52. í röð hjá Barcelona í öllum keppnum. Ar- on Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum hjá Barcelona. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.