Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 „Ég trúi að útgáfa þessarar bókar boði upphaf að öðru og meira,“ seg- ir Þórdís Kolbrún Reykfjörð, iðn- aðar-og nýsköpunarráðherra. Fyrir helgina veitti hún viðtöku fyrsta eintakinu af bókinni Gæðafjalir, sem er handbók um hvernig flokka skal timbur úr barrtrjám úr ís- lenskum skógum. Ritið, sem Eirík- ur Þorsteinsson trétæknir þýddi, er sænskt, en í Svíþjóð er löng reynsla af nýtingu skóga og við- arvinnslu. Skógræktin, Landbúnaðarhá- skóli Íslands og fleiri stofnuðu á síðasta ári til samstarfs í gæða- málum viðarnytja. Markmiðið með starfinu var meðal annars að kynna staðla fyrir þær trjátegundir sem nýtast í timburafurðir. Kynning og fræðsla eru hluti af þessu starfi. „Við Íslendingar höfum ekki sömu aldareynslu sem aðrar þjóðar hafa í hvernig nýta megi þá sjálf- bært. Þessi bók er því gott innlegg í eflingu nýsköpunar í skógrækt og landbúnaði þar sem eru mörg tæki- færi,“ segir Þórdís Kolbrún ráð- herra. Björn Bj. Jónsson skógfræðingur hefur verið leiðandi í starfi síðustu ára sem miðar að aukinni nýtingu skógarafurða á Íslandi, auk- inheldur sem hann kynnti útgáfu bókarinnar nýju. Hann segir mik- ilvægt að þekking á skógarvinnslu á Íslandi verði efld, því nú séu þeir tímar runnir upp að grænir lundir landsins séu farnir að skila afurð- um sem muni vel um. Í Kanada séu skilgreindir yfir 500 vöruflokkar skógarafurða. Sú staðreynd segi að eftir miklu sé að slægjast þegar kemur að nýtingu. Mikið sé undir og því sé mikilvægt að huga að markaðsmálum og því hvernig koma megi í verð timbri og öðru því sem skógarnir gefa. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarfólk Frá formlegri útgáfuathöfn á Mógilsá. Kjörviðurinn í öndvegi. Gæðafjalir marki upphaf tækifæra  Timburafurðir að aukast á Íslandi Ætla má að hárskerar verði um þrjár til fjórar vikur að vinna nið- ur kúfinn sem safnast hefur upp á síðastliðnum einum og hálfum mánuði sem stofur þeirra hafa ver- ið lokaðar í sóttvarnaskyni vegna kórónuveirunnar. Þetta segir Þor- berg Ólafsson rakari í Reykjavík. Hann þurfti þann 6. október að loka stofu sinni sem er efst við Laugaveginn. Opnað verður aftur á miðvikudag, 17. nóvember, sam- kvæmt þeim ákvörðunum stjórn- valda sem kynntar voru á föstu- daginn. Margir í Bítlastíl „Við höfum reynsluna frá í vor. Þá þurftum við að loka í nokkrar vikur vegna sóttvarna en þegar því tímabili sleppti tók við mikil vinna á stofunni. Hér vinnum við fjögur og byrjuðum stundum klukkan hálfátta á morgnana og unnum kannski tólf til þrettán tíma á dag. Þetta var mesta törn sem ég hef tekið og þó er ég búinn að vera í faginu í samtals 55 ár,“ segir Þor- berg. Hann telur að eftir langa lokun að undanförnu verði anna- samt á stofunni og tímapantanir gilda. „Við munum leggja okkur öll fram um að fólk fái jólaklipp- inguna, en núna sýnist mér að ansi margir séu komnir með hár í Bítla- stíl. Að jafnaði koma viðskiptavinir til okkar í hársnyrtingu á sex vikna fresti, svo nú er fólk komið á tíma,“ segir Þorberg sem telur þær reglur sem gilt hafa um lok- anir hársnyrtistofa orka tvímælis í samanburði við aðrar stéttir „Tannlæknar hafa fengið að þjóna sjúklingum við opið munn- hol. Það er í svipaðri nánd og við hársnyrtar erum í við fólk, sem í stólnum snýr frá okkur. Okkur er treystandi til að gæta sóttvarna hér eftir sem hingað til og smit ekki verið rakin á rakarastofur,“ segir Þorberg. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Smitvörn Okkur er treystandi, segir Þorberg Ólafsson, rakari í 55 ár. Klippa kúfinn á fjórum vikum  Annir fram undan hjá hárskerum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Samninganefnd ríkisins hefur staðið til boða öll umræða um hagræðingu eins og öðrum viðsemjendum Flug- virkjafélagsins. Þeir hafa einfaldlega ekki viljað nýta sér þær umræður,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flug- virkjafélags Ís- lands. Vísar hann í málinu sínu til greinar Morgun- blaðsins, sem birt- ist á laugardag. Þar var greint frá því að flugvirkjar Landhelgisgæsl- unnar krefðust sömu kjara og flug- virkjar Icelandair fengu þegar samið var við þá síðasta sumar, en að und- anskildum atriðum er snúa að hag- ræðingunni sem Icelandair fékk vegna breytinga á kjarasamningnum. Aðspurður segir Guðmundur málið mjög einfalt. „Málin eru ekki flóknari en svo að ef það eru hagræðingar í að- alkjarasamningi Flugvirkjafélagsins þá eru þær hagræðingar fyrir alla við- semjendur vegna þess að Landhelg- isgæslan hefur verið með beina teng- ingu í allar greinar í aðalkjara- samningi Flugvirkjafélagsins.“ Munu ekki gera nýjan samning Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Gæslan vilji gera sérstakan samning við flugvirkja sem ekki verð- ur tengdur Icelandair-samningnum. Í nýjum samningi yrði jafnframt tekið mið af þeirri launaþróun sem er hjá flugvirkjum á almennum vinnumark- aði, eða hjá þeim hópum sem þeir vilja bera sig saman við. Í boði eru sömu hækkanir og eru í lífskjarasamningn- um, sem aðrar stéttir ríkisins hafa samið um. Guðmundur segir að ekki komi til greina að semja um nýjan samning sem ekki byggir á aðalkjara- samningi Flugvirkjafélagsins. „Aðal- kjarasamningur byggir á því hvernig störf flugvirkja og atvinnuumhverfi er. Viðaukar eru síðan fyrir hvern stað, en þeir taka til hagræðingar og aðstæðna hverju sinni. Við munum ekki kollvarpa aðalkjarasamningnum fyrir eitthvað annað.“ Saga Class-sæti verði rædd Í umfjöllun Morgunblaðsins um helgina var greint frá því að í samn- ingi flugvirkja Gæslunnar séu ýmis sérstök ákvæði. Til dæmis er þar kveðið á um að Gæslan borgi Saga Class-sæti undir flugvirkja sem starfs síns vegna þurfa að fara utan. Hjá Icelandair fær sama starfstétt ein- ungis sæti á Saga Class ef slíkt sæti er laust og óselt. Að sögn Guðmundar kemur til greina að ræða umrætt ákvæði. „Ef þeim er illa við hvernig flugvirkjar ferðast til og frá vinnu þá er hægt að ræða það.“ Flugvirkjar segjast tilbúnir til viðræðna  Saga Class-sæti til umræðu  Vilja ekki nýjan samning Morgunblaðið/Ásdís Þyrla á flugi Flugvirkjar eru ósáttir við framkomu Landhelgisgæslunnar. Guðmundur Úlfar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.