Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tæpast verðurof mikið gertúr hópsmit-
inu sem hófst á
Landakoti fyrir um
mánuði og var til-
kynnt um viku síð-
ar. Tíu dauðsföll hafa orðið af
völdum þess og nálægt eitt
hundrað og fimmtíu hafa smit-
ast. Þetta er gríðarlegt áfall
fyrir þjóðina, en ekki síst spít-
alann og lýsingin í skýrslu hans
um atvikið, sem birt var fyrir
helgi, er ófögur. Með þessu er
ekki verið að varpa sök á spít-
alann eða nokkurn sem þar
starfar, en augljóst er að um al-
varlegt atvik var að ræða, eins
og það er kallað. Slys er ef til
vill réttasta lýsingin á atvikinu,
en hvað sem það er kallað eru
afleiðingarnar vissulega
hörmulegar.
Sú skýrsla sem nú liggur fyr-
ir segir sína sögu og af henni
má draga mikinn lærdóm og
stjórnendur spítalans segja að
lærdómur hafi þegar verið
dreginn af málinu og margt ver-
ið lagað. Þetta er vissulega já-
kvætt en breytir því ekki að
skoða þarf málið nánar og fyrir
liggur að það verður gert. Í
skýrslunni er til að mynda ekki
tekið á því að smitaðir sjúkling-
ar voru fluttir annað og dreifðu
smiti þangað með þeim afleið-
ingum og þeirri hættu sem slíku
fylgir.
Í skýrslu Landspítalans er
mjög rætt um húsnæði og að-
búnað og af lýsingunni að dæma
er ekki að efast um að þar er
margt sem betur má fara.
Þrengsli við þær aðstæður far-
sóttar sem nú ríkja
eru til að mynda
nánast ávísun á út-
breiðslu smits, sem
sagt á slys af því
tagi sem spítalinn
lenti í. En þessi
þrengsli voru þekkt og sömu-
leiðis var þekkt að grímuskylda
getur hjálpað til við að hefta út-
breiðslu smita. Þó kemur fram í
skýslunni að pottur hafi verið
brotinn í þeim efnum einnig, í
það minnsta að því er aðstand-
endur varðar. Þeir hafi farið um
grímulausir og komist upp með
það. Erfitt er að skilja hvers
vegna það var látið viðgangast
þegar þeir sem á Landakoti
dvöldu eru í hópi hinna við-
kvæmustu í samfélaginu.
Smitið virðist þó fremur hafa
borist með öðrum hætti inn á
spítalann og um hann þó að lík-
lega verði aldrei hægt að slá
föstu með fullri vissu hvaða leið
það nákvæmlega fór.
Miðað við þá áherslu sem
lögð er á vankanta á húsnæði og
þrengsli þess kemur á óvart að
ekki skuli leitað allra leiða til að
fjölga hjúkrunarrýmum. Fyrir
liggur að hægt er að finna hús-
næði þar sem unnt væri að
skapa rýmri aðstæður með
minni hættu á smiti vegna mik-
illar nálægðar vistfólks, gesta
og starfsmanna. Tregða virðist
hafa verið í heilbrigðiskerfinu
til að nýta öll þau tækifæri sem
bjóðast í þessum efnum. Þetta
er eitt af því sem þarf að bæta
og eitt af því sem hlýtur að
koma til skoðunar við frekari
yfirferð á þessu hörmulega
máli.
Draga þarf lærdóm
af hópsmitinu
afdrifaríka á
Landakoti}
Hörmulegar afleiðingar
alvarlegs atviks
Kórónuveiru-faraldurinn
og það áfall sem
hann var fyrir
ferðaþjónustu, ekki
síst flugfélög, um
allan heim, bættist
ofan á áfallið vegna Boeing 737
MAX-vélanna fyrir þá sem
höfðu reitt sig á þær. Flug-
félagið Icelandair var meðal
þeirra sem tóku á sig bæði
þessi högg og þurfti í framhaldi
af því á endurfjármögnun að
halda. Hún tókst vel og raun-
sætt þótti að ætla að þetta mik-
ilvæga flugfélag kæmist í gegn-
um óveðrið, en óvissan um
hvenær það yrði var mikil.
Fyrir skömmu var tilkynnt
um bóluefni sem þykir gefa
góðar vonir um að skila miklum
árangri. Talið er að hafist verði
handa við að bólusetja á þessu
ári og mikið verði bólusett á því
næsta. Talað hefur verið um að
ástandið eigi að
geta verið orðið
mjög breytt í okkar
heimshluta um
miðbik næsta árs
eða næsta haust.
Á undanförnum
vikum hefur einnig verið að
birta til í kringum MAX-
vélarnar og nú er talið að
bandarísk flugmálayfirvöld
muni í þessari viku aflétta
banni af notkun þeirra. Gangi
það eftir verður þar um annan
mikilvægan áfanga að ræða fyr-
ir Icelandair og fjölda annarra
flugfélaga.
Jákvæðar fregnir hafa verið
strjálar og lítilfjörlegar það
sem af er þessu ári, ekki síst í
flugi og ferðaþjónustu. Öll él
birtir þó upp um síðir og nú fer
vonandi að styttast í að hægt
verði að tímsetja hvenær svo
verður um þann kafaldsbyl sem
lagt hefur undir sig þetta ár.
Tvenn tíðindi geta
nú glatt íslenskan
flugheim og
ferðaþjónustu}
Erfiðleikarnir brátt á enda?
R
anglætið blasir við. Örfáum vild-
arvinum er veittur aðgangur að
sameiginlegri auðlind þjóð-
arinnar gegn málamyndagjaldi
og öðrum haldið frá. Forrétt-
indin haldast innan lokaðs klúbbs og erfast.
Þann 11. október 2017 sagði okkar ágæti
verðandi forsætisráðherra í Forystusætinu á
RÚV: „Ég tel bara að þessi [veiði]gjöld hafi
verið lækkuð alltof skarpt og ég held að þau
geti skilað sér betur án þess að það ógni hags-
munum útgerðarinnar í landinu. Ég meina,
horfum bara á þær arðgreiðslur sem hafa ver-
ið að fara út úr stórum útgerðarfyrirtækjum á
undanförnum árum upp á hundruð milljóna.
Finnst okkur þetta eðlilegt? Ég held að það sé
hægt að hækka þau með sanngjörnum hætti
án þess að það bitni á útgerðinni í landinu.“
Ekkert lát varð á arðgreiðslum hjá útgerðinni eftir
kosningarnar 2017, þær eru enn á annan tug milljarða
eins og öll ár frá 2013. Samt voru veiðigjöld lækkuð undir
forystu VG árið 2018. Forsætisráðherrann sagði þá:
„[Þ]að er eðlilegt að afkomutengja gjöldin.“
Orð forsætisráðherrans sýna grundvallarmisskilning
á veiðigjöldum. Þau eiga ekki að vera skattar sem byggj-
ast á afkomu heldur aðgöngumiði að auðlindinni. Allir
skulu vera jafnir að lögum og mega kaupa slíkan miða,
ekki bara vinir sérréttindaflokkanna. Höldum úthlutun
og verði frá borði stjórnmálamanna og nýtum kosti
markaðsins. Þá meta útgerðirnar sjálfar hve mikið þær
treysta sér til að borga. Þær sem bjóða best fá veiðirétt-
inn – rétt eins og á hlutabréfamarkaði.
Margir vonuðust til að ákvæði í stjórn-
arskrá gæti bundið hendur stjórnmálamanna
og hnekkt óréttlætinu. Réttsýnn forsætisráð-
herra tæki af skarið. Stefnuræða Katrínar
vakti líka vonir: „Ég vona sannarlega að
þingið standist þetta próf og taki hina efn-
islegu umræðu um málið. Ég vil ekki að þetta
mál festist í hjólförum liðinna ára og áratuga.
Við höfum nú tækifæri til að horfa til fram-
tíðar og taka góðar ákvarðanir fyrir komandi
kynslóðir.“
En niðurstaðan er orðagjálfur, tillaga þar
sem hvorki er talað um tímabundin afnot né
eðlilegt gjald. Ráðherrann er fastur í hjólför-
unum og ríkisstjórnin fellur á prófinu. Engu
á að breyta efnislega. Útgerðin verður hæst-
ánægð með óbreytt ástand, svo ánægð að til-
lagan gæti heitið Samherjaákvæði stjórnar-
skrárinnar.
Alltaf þegar stjórnmálamenn úthluta takmörkuðum
gæðum býður það spillingu heim. Því er ekkert réttlátt
kerfi til þess að verðleggja kvótann nema markaðsleið.
Stefna Viðreisnar er einföld:
„Náttúruauðlindir eru sameign þjóðarinnar og þær
ber að nýta á sjálfbæran og skynsamlegan hátt. Greiða
skal markaðsverð fyrir aðgang að þeim.“
Aðalskerfið var víðast lagt af á 19. öld. Engum nema
sérhagsmunaflokkunum fjórum á Alþingi dettur í hug að
búa til og festa í sessi nýtt kerfi útgerðaraðals á 21. öld-
inni.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Stjórnarskrá Samherja eða þjóðarinnar?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Eftir að hafa loks náð aðleysa áratugalanga deiluvið Grikkland, var Lýð-veldið Norður-
Makedónía, lítið land á Balk-
anskaga, loks á góðri leið með að
ganga inn í Evrópusambandið.
Ferlið hafði gengið snurðulaust
fyrir sig, eða allt þar til búlgarskir
embættismenn hófu að skipta sér
af.
Eins og flestum er kunnugt var
nafngift Makedóníu mjög umdeild.
Var það sökum þess að Makedónía
er sömuleiðis nafn á umtalsvert
stærra landsvæði, sem nær til
Grikklands og Búlgaríu auk
N-Makedóníu. Deilur milli
N-Makedóníu og Grikklands um
opinbert heiti á fyrrnefnda landinu
höfðu staðið yfir í 27 ár áður en
deilan var leyst fyrir um tveimur
árum.
Til að leysa deiluna við Grikki,
samþykkti Makedónía að bæta
„Norður“ framan við heiti lands-
ins. Slíkt var ekki vinsælt meðal
íbúa lýðveldisins, en þannig tókst
landinu að höggva á hnútinn. Í
kjölfarið hætti Grikkland að reyna
að stöðva inngöngu landsins inn í
Atlantshafsbandalagið og Evrópu-
sambandið.
Höggva þarf á hnúta
Samkomulagið virðist þó ekki
hafa verið nóg til að koma í veg
fyrir vandræði við inngöngu í Evr-
ópusambandið. Búlgaría hefur nú
unnið hörðum höndum að því að
rífa upp gömul sár er varða sögu,
tungumál og einkenni lýðveldisins.
Þá hefur Búlgaría sömuleiðis hót-
að því að beita neitunarvaldi og
koma þannig í veg fyrir að N-
Makedóníu verði hleypt inn í Evr-
ópusambandið.
Hafa búlgarskir embættismenn
sett fram fjölmargar kröfur, sem
landið verður að gangast að ætli
það sér að eiga möguleika á inn-
göngu í Evrópusambandið. Þar á
meðal hefur Búlgaría farið fram á
að ekkert verði minnst á tungumál
N-Makedóníu, makedónsku. Búlg-
aría hefur sagt að landið álíti um-
rætt tungumál búlgarska mál-
lýsku. Ljóst er að höggva þarf á
ansi marga hnúta áður en N-
Makedónía nær markmiði sínu. Nú
síðast komu Þjóðverjar að málum,
en þeir hafa reynt að liðka fyrir
málum milli landanna. Þannig eru
vonir bundnar við að hægt verði
að fá Búlgaríu til að draga til baka
hótun um neitun á aðildarumsókn
N-Makedóníu.
Gæti tengst kosningum
Kenningar hafa verið uppi um
að ásakanir og deilur Búlgaríu eigi
rætur að rekja til kosningabaráttu
stjórnmálaflokka í landinu. Þannig
rifja viðkomandi stjórnmálamenn
upp gamlar deilur í von um að
sækja aukið fylgi í aðdraganda
kosninga. Sérfræðingar segja að-
ferðina alþekkta á Balkanskag-
anum. Kosningar verða haldnar í
landinu á næsta ári. Er þetta því
tilvalinn tímapunktur til að hefja
deilur við N-Makedóníu, en síð-
arnefnda landið þarf að treysta á
að Búlgaría beiti ekki neit-
unarvaldinu. Með aðkomu Þjóð-
verja að málinu eru þó vonir
bundnar við að það leysist með
samkomulagi. Hvort það takist
verður tíminn að leiða í ljós.
Þyrnum stráð leiðin
í Evrópusambandið
AFP
Mótmæli Til hægri má sjá Hristijan Mickovski, leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar. Hann fór fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í N-Makedóníu.
Viðræður hafa meðal annars
staðið yfir milli Búlgaríu og N-
Makedóníu um hvaða efni skuli
kennt í skólum landanna. Eftir
langar viðræður höfðu sérfræð-
ingar beggja ríkja komið sér
saman um lesefni fyrir fyrstu
sex bekki grunnskólans. Þegar
að sjöunda bekknum kom slitn-
aði upp úr viðræðunum. Gátu að-
ilar ómögulega komið sér saman
um þjóðerni gamallar hetju
beggja landa, Goce Delchev.
Ósammála
um lesefni
SLITU VIÐRÆÐUM
AFP
Vinsæll Á myndinni til hægri má sjá
hetjuna sjálfa, Goce Delchev.