Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Nýir 2020 Mitsubishi Outlander Hybrid. Flottasta typa með öllum búnaði. Til sýnis á staðnum í nokkrum litum með og án króks. Langt undir Tilboðsverði umboðsins Verð: 5.890.000,- - www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar 10.000 tonna framleiðsla á laxi í Seyðisfirði, Sveitarfélaginu Múlaþingi Fiskeldi Austfjarða hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um fyrirhugaða 10.000 t framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 16. nóvember - 28. desember 2020 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Sveitarfélagins Múlaþings í Seyðisfirði, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulags- stofnun. Fiskeldi Austfjarða hf. mun auglýsa kynningarfund frummats- skýrslunnar síðar. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulags- stofnunar www.skipulag.is Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. desember 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri í samráði við leiðbeinendur. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 10 fyrir íbúa hússins og kl. 11 fyrir íbúa utan Skólabrautar. Hámarksfjöldi 10 manns. Virðum sóttvarnir og grímuskyldu. Kaffikrókur fyrir hádegi og samvera eftir hádegi er eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut. Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Knud Rasmus-sen fæddist í Hov á Jótlandi í Danmörku 28. apríl 1949. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 27. október 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ena Rasmussen, f. 1924, d. 2016, og Gunnar Rasmussen, f. 1920, d. 1996. Systur Knuds eru Inger, f. 1945, Edith, f. 1954, og Kirsten, f. 1957. Eftirlifandi maki er Guðrún Fríða Eiríksdóttir, f. 1950. For- eldrar hennar voru hjónin Sól- veig Kr. Magnúsdóttir og Eirík- ur Guðjónsson, þau eru bæði látin. Synir þeirra eru Eiríkur, f. 1988, og Gunnar Hrafn, f. 1991. Knud átti sín æskuár og uppvöxt í nágrenni við borg- ina Árósa og bjó þar svo síðar og vann við verslunar- og skrifstofustörf. Knud fluttist til Íslands árið 1988 og venti sínu kvæði í kross og hóf störf við trésmíðar, enda hafði hann alltaf haft áhuga á að stunda smíðar og því tengt í frí- stundum. Fyrst starfaði hann hjá trésmiðju Kristjáns Sig- geirssonar og síðar hjá trésmiðj- unni Axis þar sem hann starfaði samfleytt síðastliðin 27 ár. Útförin fór fram í kyrrþey. Til minningar um góðan vin. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Jói kynntist Knud í vinnunni hjá Axis fyrir meira en 20 árum eða 1997. Mjög fljótlega tókust vinabönd með þeim í vinnunni. En fljótlega kynntumst við einn- ig henni Fríðu, konunni hans, og sonunum tveimur, Eiríki og Gunnari. Urðum við smátt og smátt betri og betri vinir og nut- um þess svo þegar voru árshá- tíðir og jólahlaðborð að hittast og njóta tímans saman. Sumarbústaðaferðir voru farnar og nutum við þess að kynnast sonum þeirra hjóna og erum búin að fylgjast að allar götur síðan. Knud var líka alltaf boðinn og búinn að hjálpa ef eitthvað var sem þurfti aðstoðar við. Hann léði okkur hendur við flutninga og hann var bæði sterkur og hávaxinn, sem oftar en ekki kom sér vel þegar þurfti að teygja sig eftir kössum eða setja kassa efst í stæður. Eitt sinn þegar við vorum að klára flutninga kom hann og hjálpaði okkur, vissum við ekki fyrri til en hann var kominn hálfur út um eldhúsgluggann og sagði „æi, það þurfti að þrífa rúðuna“ og hann einfaldlega teygði sig út um gluggann og náði hann yfir allan gluggann en hann var mjög handleggjalangur enda há- vaxinn maður. Þegar var farið svo í fyrsta skipti í árshátíðarferð erlendis í Axis, til Barcelona, þá voru bún- ar til alveg óheyrilega skemmti- legar minningar. Við hittumst alltaf reglulega til að spila og söfnuðum okkur ferðakrónum í hvert sinn og enduðum eitt haustið á að fara til NY fyrir spilakrónur að stórum hluta, en þar nutum við þess að skoða saman og fara á söngleik á Broadway. Stuttu síðar komu upp veikindi og barðist Knud við þau af miklum krafti og já- kvæðni en smátt og smátt drógu þau allan kraft úr honum. Og í dag minnumst við hans með miklum söknuði. Það er með miklum trega að við kveðjum einn allra besta vin okkar en sendum Fríðu, Eiríki og Gunn- ari okkar allra mestu samúðar- kveðjur en vitum að kveðjur eru lítilvægar á stundu sem þessari. Jóhann Pétur Guðvarð- arson, Birgit Raschhofer, Anna Margrét Hjaltdal Jóhannsdóttir. Knud Rasmussen Stundum er það hrein tilviljun að maður eignast vin, hvað þá mjög góð- an vin sem er all- mörgum árum eldri en maður sjálfur. Ég kynntist Jóni H. 1985, þá nýráðinn til Sparisjóðs- ins í Keflavík til að koma á lagg- irnar hagdeild. Hann var þá stjórnarformaður sjóðsins. Árið 1993 ræður hann mig síðan sem aðstoðarsparisjóðsstjóra við sparisjóðinn. Varð það upphafið að vináttu okkar þar sem ég gat alltaf leitað til hans og hann til mín ef svo bar undir. Alltaf var hann jafn hæverskur, yfirveg- aður og rólegur. Næstu páska lágu leiðir okk- ar saman á öðrum vettvangi en vinnu, Benidorm á Spáni. Soffía Karls, eiginkona Jóns H., lenti á spítala skömmu eftir komu til Benidorm. Þangað fórum við í heimsóknartíma og hittum fyrir Jón H. Spurði ég hann hvort hann vildi ekki koma með okkur á „Íslendingafagnaðinn“ sem átti að vera þá um kvöldið. Eftir nokkra umhugsun sagði Jón H. að hann mundi þiggja það. Þeg- ar borðhaldi á fagnaðinum var lokið sneri ég mér að Jóni H. og segi við hann: Jón, ég ætla að skreppa aðeins á barinn, á ég ekki að ná í eitthvað fyrir þig? Jón segir: Takk fyrir, glas af viskí mundi henta vel, en Jón H. drakk bara eina sérstaka viskí- tegund. Ég fór á barinn og pantaði mér bjór og bað svo um viskí fyrir Jón H. Kom nokkurt fát á barþjóninn þegar hann áttaði sig á því að hann ætti ekki þessa viskítegund sem ég nefndi. Ég fer aftur að borði okkar og segi Jóni H. að barinn eigi ekki viskíið hans. Jón H. Jón Halldór Jónsson ✝ Jón HalldórJónsson fædd- ist 5. júní 1929. Hann andaðist 3. nóvember 2020. Útförin fór fram 13. nóvember 2020. segir þá: Það er allt í lagi, ég veit hvar þetta fæst, komdu með mér Magnús í smá göngutúr. Við stóðum upp og gengum út af veitingastaðnum. Gengum við í um 15 mínútur þar til við komum að vín- búð. Fórum inn og Jón H. keypti flösku af sínu uppáhaldsviskíi. Héldum við síðan aftur á veit- ingastaðinn. Fórum við á barinn og Jón H. réttir barþjóninum flöskuna og segir við hann: „Ég ætla að gefa barnum þessa flösku.“ Eitthvert fát kom á barþjóninn en hann tók flöskuna á endanum og stillti henni upp á barnum. Þegar bar- þjónninn er búinn að þessu þá segir Jón H. við barþjóninn: Ég ætla að fá eitt glas úr þessari flösku og bendir á viskíflöskuna. Barþjónninn nær í flöskuna og hellir í glasið. Þá segir Jón H.: „Hvað skulda ég þér?“ Þá kom aftur fát á barþjóninn og hann bunar út úr sér: „En herra (sir), þú átt þessa flösku, þú þarft ekki að borga fyrir að fá drykk úr henni.“ Nei, nei, segir Jón H.: Barinn á flöskuna og ég borga þá drykki sem ég fæ mér úr henni. Jón H. borgar síðan drykkinn og takast þeir í hend- ur. Jón H. segir síðan þessa gullnu setningu við barþjóninn „Nice doing business with you“ (ánægjulegt að eiga viðskipti við þig!). Minningin um Jón H. hverfur ekki frá manni. Á 40 ára afmæli okkar hjóna færði hann okkur íkon að gjöf sem hangir nú fyrir ofan arininn í stofunni hjá okk- ur og hefur verið þar í 23 ár eða allt síðan við fluttum í núver- andi húsakynni. Blessuð sé minning Jóns H. og Soffíu Karls. Votta ég samúð mína börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum. Magnús Ægir Magnússon. Teddy, bróðir minn, var skírður Theophilus eftir langalangafa okkar, Theophilusi Ólafssyni. Föðurafi okkar, Hjálmar, lagði mikið upp úr því að fá nafn afa síns, en ekki mun það hafa verið móður okkur að öllu leyti ljúft, og var því varpað hlutkesti upp á þetta. Teddy lét síðar breyta nafni sínu í Kjartan Theophilus og sagði sjálfur á gamansaman hátt frá því þegar hann fór á manntals- skrifstofuna og var þar sagt að þetta myndi taka nokkrar vikur. Þegar hann hafði verið spurður að nafni breyttist viðmótið, og var honum sagt að þetta yrði tilbúið næsta fimmtudag! Teddy ólst upp í Aðalvík til fjögurra ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Point Roberts í Washingtonríki. Þegar hann kom til baka var hann hálfmál- laus á íslensku og aðlögunin við hin börnin í Aðalvík ekki alls kostar einföld. Teddy sagði frá því að hann hefði átt uppáhalds- Kjartan Theo- philus Ólafsson ✝ KjartanTheophilus Ólafsson fæddist 24. júlí 1924. Hann lést 2. nóvember 2020. Útförin fór fram 6. nóvember 2020. leikfang frá Amer- íku, sem hvarf, og fannst síðar skemmt uppi í fjallshlíð, auk þess sem skólagangan varð slitrótt. Ungur varð hann foreldr- um okkar stoð og stytta, sem oft mun hafa reynt mikið á hann sem elsta son- inn og mótað. Fjór- tán ára gamall fór hann á sjóinn, síðar braust hann til mennta og gekk þá í skóla á daginn og vann á nóttunni. Fjölskylda okkar var afar samhent, og eftir flutninginn frá Aðalvík bjuggu á Laugavegi 77 foreldrar mínir með börn sín Tedda, Friðrik, Svein og mig, og Nýja systir okkar á efri hæð með fjölskyldu sinni. Teddy var jafnan á sjónum og var herberg- ið hans lokað fyrir okkur hinum, og lagði mamma mikið upp úr því. Hann var náinn systrum sín- um og dvaldi hjá þeim eldri í landleyfum áður en foreldrar okkar fluttu suður og hann stofnaði heimili, en Hulda bjó á Ísafirði, Ásta í Keflavík og Nýja í Reykjavík. Teddy var fræðimaður á sína vísu og vildi halda til haga fróð- leik fyrir komandi kynslóðir um liðna tíma og staðhætti fyrir vestan. Hann var primus motor við útgáfu minningabókarinnar „Frá Aðalvík til Ameríku“, auk þess sem önnur verk hans voru birt í ýmsum ritum. Teddy hafði góða frásagnargáfu og var þol- inmóður hlustandi, og var lista- smiður bæði á málm og hval- tönn. Grannur og kvikk í hreyfing- um, fríður sýnum og svo vel klæddur að orð var á haft. Svart- ur á hár og hafði dökkt yfirbragð og oft hlegið að því þegar móðir okkar þvoði af honum alla húð á hálsinum af því hún hélt að hann hefði svikist um að þvo sér. Síð- ustu árin bjó hann einn og klæddi sig ávallt í skyrtu og bindi eins og sannur herramað- ur. Teddy átti næma sál og hélt ekki á loft viðkvæmum atvikum úr lífi sínu. Hann lá ekki á skoð- unum sínum og var funi í tilfinn- ingum, fljótur upp og fljótur nið- ur. Honum lét ekki að leggjast í sorg og sút nema um skamma hríð og bar ávallt höfuðið hátt. Við Teddy áttum skap saman og vorum lík. Hann var mér góð- ur stóri bróðir og reyndist mér vel. Ég kveð bróður minn með þessum orðum Shakespeares úr Konungi Simli: Aldrei framar óttast þú eldraun dags né kalda nótt; kvatt hefur þú heimsins bú, heimför gert og laun þín sótt. (Þýð. HH) Hvíl í friði, kæri bróðir. Helga Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.