Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Ný stytta af breska rithöfundinum, kvenréttindafrömuðinum og heim- spekingnum Mary Wollstonecraft, sem afhjúpuð var í Norður-London fyrir skemmstu, hlýtur mjög blendn- ar viðtökur. Samtökin The Mary on the Green hafa frá 2010 barist fyrir því að Wollstonecraft væri minnst með styttu í höfuðborginni og safnað fé til verksins. Fyrir tveimur árum var upplýst að ákveðið hefði verið að fela myndhöggvaranum Maggi Hambling að gera styttuna, en sam- kvæmt fréttum stóð lokavalið á milli Hambling og myndhöggvarans Martin Jennings. Vinningsverk Hambling, sem útfært er í silfur- lituðu bronsi, sýnir nakta konu sem rís upp úr stórum silfurlituðum massa. Í útfærslu Jennings er Wollstonecraft fullklædd með bæk- ur sér við hlið á bekk og var hug- myndin sú að vegfarendur gætu tyllt sér hjá heimspekingnum með sama hætti og vegfarendur í Reykjavík geta tyllt sér á bekkinn hjá Tómasi Guðmundssyni skáldi við Tjörnina. Bee Rowlatt, stjórnarformaður Mary on the Green, segir í samtali við BBC að hugmyndir Wollstone- craft hafi breytt heiminum og hún sýnt mikið hugrekki með því að berj- ast fyrir mannréttindum og jöfnum rétti til menntunar. „Mary Woll- stonecraft var uppreisnarmaður og brautryðjandi og á því skilið braut- ryðjandalistaverk. Þetta verk er til- raun til að lofsyngja framlag hennar til samfélagsins með öðrum hætti en hinni viktoríönsku hefð að setja fólk á stall,“ segir Rowlatt. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að styttunni sé ætlað að tákna „sér- hverja konu sem sé tilbúin að standa andspænis heiminum“. Rithöfundurinn Rhiannon Lucy Cosslett skrifar grein um styttuna í The Guardian undir yfirskriftinni: „Hvers vegna ég hata styttuna af Mary Wollstonecraft: væri karl- maður „heiðraður“ með slátrið úti?“ Segir hún nakta styttu Hambling að- eins staðfestingu á því hvernig kven- líkaminn hafi í gegnum tíðina verið hlutgerður í augum karlkyns lista- manna. Nefnir hún í því samhengi að aðeins sé mánuður síðan afhjúpuð var stytta af grísku gyðjunni Me- dúsu fyrir framan dómstól í Man- hattan. Sú stytta var einnig kviknak- in sem vakti hörð viðbrögð. Bendir hún á að styttur af nafngreindum konum séu margfalt færri en af nafngreindum karlmönnum. Viðbrögð á samfélagsmiðlum hafa heldur ekki látið á sér standa og hef- ur The Art Newspaper tekið þau saman í grein. Sem dæmi skrifar Emily Cock: „Loksins fæst það al- mennt viðurkennt að konur á 18. öld voru kviknaktar og ákaflega smá- vaxnar.“ Anny Shaw, einn ritstjóra The Art Newspaper, fagnar því að Wollstonecraft sé heiðruð, en segir styttuna „hryllilegt listaverk“. Ljósmynd/Af vefnum maryonthegreen.org Tillaga Valið stóð á endanum á milli tillögu Hambling og þessarar tillögu eftir Martin Jennings sem gaf veg- farendum tækifæri til að tylla sér hjá Wollstonecraft. „Hryllilegt listaverk“  Stytta af Mary Wollstonecraft eftir Maggi Hambling sem nýverið var afhjúpuð í London hlýtur blendnar viðtökur AFP Niðurstaðan Maggi Hambling er höfundur vinningstillög- unnar sem nýverið var afhjúpuð í Norður-London skammt frá þeim stað þar sem Mary Wollstonecraft bjó og starfaði. AFP Styttan Á að tákna sérhverja konu. Fjölskyldulíf á jörðinni erboðskort inn í veröldljóðmælandans, inn í fjöl-skyldulíf hans sem lýst er með einlægum hætti. Lesandinn þarf að- eins að opna bókina til þess að ljúka upp dyrunum að einkaveröld ljóðmælandans sem hverfist um börn hans, fyrst eitt og svo tvö. Lesandinn öðlast skilning á ást og ótta ljóðmæland- ans, tilfinningunum sem eru mest áberandi í textanum, tilfinn- ingum sem mætti segja að tali sam- an, ef mannveran elskar eitthvað nægilega heitt hræðist hún einnig um það. Ljóðmælandinn óttast um foreldra sína, hann óttast um börn- in sín og loks óttast hann um lífríki jarðar þegar hann veltir fyrir sér sjöttu útrýmingunni. Óttinn, af þrennum toga, virðist allur tengj- ast með einum eða öðrum hætti, í það minnsta hræðslan sem tengist dóttur hans annars vegar og lífrík- inu hins vegar. ég les fréttir af sjöttu útrýmingunni á meðan dóttir mín klifrar upp þrep- in að rennibrautinni nú deyja skordýrategundir út átta sinnum hraðar en spendýr og fuglar Þessi persónulega frásögn Dags Hjartarsonar, sem auðvitað fær þó að liggja á milli hluta hvort sé raunverulega frásögn af veröld hans sjálfs, talar beint inn í sam- tímann og eflaust við stóran hóp lesenda. Hún tekur á einu stærsta viðfangsefni samtímans, loftslagsbreyt- ingum og óttanum sem þeim fylgir, út frá einum minnsta veruleika sem hugsast getur, veruleika eins einstaklings. Bókin færir þannig nauðsynlegar vangaveltur heim í stofu lesandans en leyfir honum þó að hugsa fyrir sjálfan sig. Þrátt fyrir að margt sé virkilega vel gert í bókinni, eins og að fram- an er rakið, náðu ljóðin ekki alveg til undirritaðrar. Ljóðin mynda saman eina sterka heild en ekkert eitt stendur upp úr. Sameinuð valda ljóðin hughrifum en ein og sér standa þau völtum fótum og ná ekki inn fyrir hjartans dyr. Morgunblaðið/Hari Dagur „Fjölskyldulíf á jörðinni er boðskort inn í veröld ljóðmælandans, inn í fjölskyldulíf hans sem lýst er með einlægum hætti,“ segir rýnir. Ljóð Fjölskyldulíf á jörðinni bbbnn Eftir Dag Hjartarson. JPV, 2020. 52 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Ótti og ást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.