Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Öflugur fellibylur gekk yfir Filipps-
eyjar í gær. Fellibylurinn ber heitið
Vamco, en hann er sá sjötti sem
gengur yfir á skömmu tímabili.
Tala látinna var 67 í gær, en tólf
er enn saknað. Á þriðja tug þúsunda
heimila hafa orðið fyrir skemmdum
sökum fellibyljanna.
Búið er að staðfesta sautján
dauðsföll á suðurhluta eyjunnar Lu-
zon, átta skammt frá höfuðborginni
Manila, 22 í Cagayan og 22 á öðrum
svæðum. Þegar verst lét náði vind-
hraði Vamco tæplega 42 metrum á
sekúndu. Forseti landsins, Rodrigo
Duterte, flaug til Cagayan í gær og
kannaði aðstæður. Flóðin það sem
af er ári eru þau verstu á svæðinu í
um 45 ár. Mun Duterte í kjölfar
heimsóknarinnar hvetja til þess að
gripið verði til aðgerða, sem koma
eiga í veg fyrir viðlíka hörmungar.
Vamco er 21. fellibylurinn sem
gengur yfir Filippseyjar á þessu ári.
Af þeim sökum hafa þúsundir íbúa
þurft að flýja heimili sín.
67 létust í fellibyl
Flóð Íbúar á svæðinu reyna að koma
bifreið aftur upp á þurrt land.
FILIPPSEYJAR
AFP
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Fyrir um 600.000 árum skiptist
mannkynið í tvennt. Annar helming-
urinn hélt kyrru fyrir í Afríku og þró-
aðist upp í okkur, nútímafólkið. Hinn
lagði undir sig fót og hélt til Asíu og
síðar Evrópu og varð að Homo nean-
derthalensis. Þeir voru ekki forfeður
okkar heldur systurtegund sem þró-
aðist samhliða.
Neanderdalsmaðurinn er oft í
fréttum, nú síðast eftir að ný rann-
sókn gaf vísbendingar um að þeir nú-
tímamenn sem hefðu erft ákveðinn
genabreytileika frá neanderdals-
mönnum fengju alvarlegri sýkingu af
völdum kórónuveirunnar en aðrir.
Við hrífumst af neanderdalsmönn-
unum vegna hvers þeir segja okkur
um okkur sjálf – hver við vorum og
hvað við hefðum getað orðið. Það er
freistandi að horfa á þá sem unaðs-
legt fólk sem bjó í sátt og samlyndi
við bæði umhverfið og hvort við ann-
að, eins og Adam og Eva í aldingarð-
inum. Hefði svo verið væru lestir
mannkynsins – einkum og sér í lagi
landhelgun, ofbeldi og stríð – ekki
áskapnaður, heldur nútímauppfinn-
ing.
En líffræði og steingervingafræði
draga upp öllu dekkri mynd, langt því
frá friðsæla að því er kemur fram í
nýrri grein, sem Nicholas R. Long-
rich, lektor í þróunarlíffræði og stein-
gervingafræði við háskólann í Bath á
Englandi, birti á vefnum thecon-
versation.com. Heldur hafi neander-
dalsmaðurinn verið slyngur hermað-
ur og slyngur bardagamaður. Hafi
aðeins nútímamaðurinn getað staðið
uppi í hárinu á honum.
Spendýr sem lifðu af ránum helg-
uðu sér tiltekin landssvæði, einkum
og sér í lagi dýr sem veiddu í hópum.
Rétt eins og ljón, úlfar og hinn upp-
rétti maður (Homo sapiens) veiddi
neanderdalsmaðurinn stór dýr í sam-
starfi.
Rándýr þessi sitja fremst í fæðu-
keðjunni og áttu þau við nokkur rán-
dýr í eigin röðum að etja. Og þegar
íbúarnir voru orðnir fleiri en hið helg-
aða land þoldi risu upp átök um veiði-
lendur. Neanderdalsmaðurinn átti
við sama vanda að stríða; héldu aðrar
tegundir fjölda sínum í skefjum hefðu
vopnuð átök leyst úr þeim vanda.
Landhelgun á sér djúpar rætur í
sögu mannkynsins. Átök um land eru
líka áköf og illvíg hjá okkar nánustu
skyldmennum, simpansanum. Karl-
dýrin rotta sig reglulega saman og
drepa karldýr úr hópum keppinauta;
hegðan sem er sláandi lík stríðs-
átökum manna. Þetta gefur óbeint til
kynna að samvinnuárásargirni hafi
byrjað að þróast hjá hinum sameig-
inlega forvera simpansa og okkar
mannanna fyrir um sjö milljónum
ára.
Allt of mannlegir
Hernaður er manninum eðl-
islægur. Stríð er ekki nútímauppfinn-
ing, heldur forn grundvallarþáttur
manneðlis okkar. Sögulega séð hefur
fólk alltaf háð stríð. Elstu handrit
mannkynssögunnar eru full af bar-
dagasögum.
Fornleifafræðin hefur flett ofan af
fornum virkjum og stríðsátökum – og
fundið forsögulega vígvelli þar sem
fjöldamorð voru framin og lið strá-
felld fyrir árþúsundum.
Að stríða er mannlegt – og nean-
derdalsmaðurinn var ósköp líkur
okkur. Hann og við erum merkilega
lík hvað beinagrind og höfuðkúpu
varðar og efni gena okkar er að 99,7%
nákvæmlega eins.
Hvað hegðan áhrærir voru nean-
derdalsmennirnir furðulíkir okkur.
Þeir kveiktu elda, jarðsettu látna,
mótuðu skart úr skeljum sjávardýra
og dýratönnum, bjuggu til listaverk
og helgiskrín úr steini. Fyrst nean-
derdalsmennirnir deildu svo miklu af
listsköpun með okkur hafa þeir líkast
til deilt miklu af eyðilegging-
artilhneigingu með okkur.
Heimildir fornleifafræðinnar stað-
festa að líf neanderdalsmannsins hafi
verið allt annað en friðsælt. Hann var
þrautþjálfaður veiðimaður, brúkaði
spjót til að fella hjartardýr, fjallageit-
ur, elgsdýr, vísunda og jafnvel nas-
hyrninga og mammúta. Má víst telja
að þeir hefðu ekki hikað við að beita
þessum vopnum væri fjölskyldum
þeirra og helgunarsvæði ógnað.
Fornleifafræðin gefur til kynna að
átök af því tagi hafi verið næstum
daglegt brauð.
Forsögulegur hernaður skildi eftir
sig uppljóstrandi ummerki. Kylfu-
högg í hausinn var skilvirk dráps-
aðferð – kylfur sveiflast hratt, eru öfl-
ugt vopn og nákvæm – og því algengt
að sjá höfuðskaða á beinum hins upp-
rétta manns. Hinu sama gegnir um
neanderdalsmanninn.
Annað merki um bardaga eru und-
anviksbrotin á handlegg undir oln-
boga sem mynduðust er stríðsmaður
bar hendur fyrir sig til að verjast
höggum. Hjá neanderdalsmanninum
var líka mikið um handleggsbrot. Þá
var að minnsta kosti einn slíkur víga-
maður rekinn í gegn í brjósthæð með
spjóti en leifar hans fundust í Shanid-
ar-hellinum í Írak.
Áverkarnir voru sérstaklega al-
gengir hjá ungum neanderdals-
körlum en mannfall var og mikið í
þeirra röðum. Sumir áverkanna gætu
hafa hlotist við veiðar en ferlar þeirra
koma heim og saman við spálíkön fyr-
ir innbyrðis ættflokkaátök sem voru
lítil í sniðum en ákaflega áköf og við-
varandi; skærustríð með skyndi-
áhlaupum og fyrirsátum en stórorr-
ustur sjaldgæfari.
Viðspyrna
Stríð skilja eftir sig ógreinilegri
mörk í formi landamæra helg-
unarsvæða.
Besta vísbendingin um að neander-
dalsmaðurinn hafi ekki aðeins háð
stríð heldur verið sigursæll í þeim er
að leiðum þeirra og okkar bar saman
og þeir voru ekki yfirbugaðir í einum
hvelli. Þvert á móti, í um það bil
100.000 ár veittu þeir útbreiðslu nú-
tímamannsins viðspyrnu.
Hvers vegna annars vorum við svo
lengi að sækja út úr Afríku? Ekki
vegna fjandsamlegs umhverfis held-
ur vegna þess að neanderdalsmað-
urinn var þá og þegar að blómstra í
Evrópu og Asíu.
Kenningin um að nútímamaðurinn
hafi hitt neanderdalsmanninn fyrir
og þeir hafi ákveðið sín á milli að lifa í
sátt og samlyndi er afar ólíkleg. Auk-
inn fólksfjöldi knýr hins vegar með
tímanum á manninn að sækja út og
hasla sér nýjar lendur til veiða og
ræktunar svo hann geti brauðfætt
fjölskyldu sína.
En sókndjörf hernaðarstefna
gagnast einnig sem þróunarstefna. Í
þúsundir ára hljótum við að hafa látið
á bardagamenn þeirra reyna. Í þús-
undir ára töpuðum við hvað eftir ann-
að. Að vopnum, taktík og hernaðarlist
stóðum við hins vegar tiltölulega jafn-
fætis.
Tegundir okkar stríddu um
yfirráð fyrir 100.000 árum
Átök milli neanderdalsmanna og Homo sapiens stóðu yfir í árþúsundir
Ljósmynd/Wikipedia CC/Charles R
Forsöguleg fjölskylda Neanderdalsmaðurinn var vopnfær veiði- og stríðsmaður og átök voru daglegt brauð.
Yfirvöld í Aust-
urríki hertu í gær
sóttvarnaaðgerð-
ir enn frekar í
landinu. Hefur
útgöngubanni nú
verið komið á, en
bannið tekur
gildi á þriðjudag
og mun standa í
tvær og hálfa viku. Sebastian Kurz
kanslari greindi frá þessu í gær.
Skólar eru ekki undanskildir
hertum reglum þar í landi, en öllum
skólum verður lokað meðan á bann-
inu stendur. Þá biðlaði kanslari
landsins til almennings að hitta eng-
an sem ekki væri hluti af heimili við-
komandi á tímabilinu.
Næturútgöngubann hefur verið í
gildi í Austurríki frá því í nóvem-
ber. Mátti fólk ekki fara út frá átta á
kvöldin til sex á morgnana. Með
framangreindum aðgerðum er
gengið enn lengra. Í þeim felst að
öllum „ónauðsynlegum“ verslunum
verður lokað. Á þetta sömuleiðis við
um þjónustu. Þá hefur því verið
beint til almennings að vinna heima
ef kostur er.
Útgöngubann tekur
gildi á morgun
Sebastian Kurz
AUSTURRÍKI