Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Róbert Lee Tómasson, félagi í Tindi hjólreiðafélagi, bíður spenntur eftir því að taka þátt í keppnum á næsta ári. Hann varð af nokkrum slíkum í ár vegna kórónuveirufaraldursins og þar af tveimur erlendis. Hins vegar tók hann þátt í áskorun Tinds, „Tindur 1.000“, sem fólst í því að hjóla samtals 1.000 km í ágúst. Hann gerði gott betur og hjólaði ríflega 2.200 km. „Ég hafði hjólað lengst um 1.500 kílómetra á mánuði og með leyfi frá frúnni ákvað ég að láta á það reyna hvað ég kæmist langt,“ segir hann. Tindur var stofnaður 2011 og eru um 260 karlar og konur skráðir félagar. Svanur Daníelsson, formað- ur félagsins, segir að mikil gróska sé í starfinu. Skipulagðar æfingar séu þrisvar í viku og félagið haldi bæði götu- og fjallahjólakeppni auk þess sem farið hafi verið í æf- ingaferð til Kanarí eða Tenerife undanfarin vor. „Faraldurinn hefur truflað okkur eins og aðra. Þess vegna ákváðum við að vera með þessa áskorun í ágúst og hún heppnaðist mjög vel,“ segir hann. Níutíu manns hafi skráð sig til keppni og um 60 náð að hjóla að minnsta kosti 1.000 km. Þar af hafi fjórir hjólað 1.700 km eða meira. Vegna samkomutakmarkana gátu félagsmenn ekki æft saman í fjölmennum hópum í sumar. Inniæf- ingar hafa verið í World Class á vet- urna en þær hafa fallið niður af sömu ástæðu. Svanur segir að í staðinn hafi félagar hjólað „saman“ hver á sínum stað í sýndarveruleika undir stjórn þjálfara, en Tómas Skov Jensen er yfirþjálfari. „Á hverri æfingu eru allir tengdir við samskiptaforrit, Meet Up á Face- book, og því sýnilegir hver öðrum.“ Stífar æfingar Róbert segist hafa hjólað mikið á árunum í kringum tvítugsaldurinn og svo hafi hann aftur tekið upp þráðinn fyrir um átta árum og gengið í Tind. „Undanfarin þrjú ár hef ég verið í mjög stífum æfingum, hjólað um tíu tíma á viku, um 1.000 kílómetra að meðaltali á mánuði,“ segir hann. Svanur segir að mikil aukning hafi verið í starfsemi félagsins í fyrra og á líðandi ári, þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. „Það varð algjör sprenging, ekki síst í hópi kvenna, og fjöldi á æfingum fjór- faldaðist í sumar miðað við það sem áður var,“ segir hann. Skipulagðar æfingar hafi verið á fáförnum stöð- um, en innanfélagskeppni hafi fallið niður fyrir utan fjallahjólamót í Esj- unni daginn áður en fjöldatakmark- anir voru hertar í október. „120 manns kepptu, einn og einn í einu, og við gættum þess að virða reglur um leyfilegan fjölda og fjarlægð á milli manna,“ segir Svanur. „Um 30 manns voru í vikuferðinni til Kanarí í mars og þá náðum við að hjóla í þrjá daga af fimm skipulögðum, hjóluðum um 150 kílómetra á dag að meðaltali, en vegna faraldursins vorum við síðan lokuð inni á hóteli þar til við fórum heim.“ Róbert hjólar daglega og segir erfitt að gera upp á milli þess að hjóla á fjallahjóli í breytilegu lands- lagi eða á götuhjóli í bæjum og borgum. „Ég var skráður í keppni á Ítalíu í júní og í Portúgal í sept- ember en þeim var frestað til næsta árs og vonandi verða þær að veru- leika.“ Hjólið snýst og snýst  Róbert Lee æfir grimmt og hjólaði yfir 2.200 km í ágúst Formaður Svanur Daníelsson stýrir öflugu félagi.Keppandi Róbert Lee Tómasson æfir grimmt. Þurrk- grindur Laugavegi 29 | sími 552 4320 verslun@brynja.is | brynja.is 3 stærðir Vefverslun brynja.is Innan- og utandyra 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 10.980 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.220 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.900 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16Gerðarsafn verður opnað að nýju á miðvikudaginn, 18. nóvember, með þremur nýjum sýningum. Sýningaröðin Skúlptúr/skúlptúr heldur áfram göngu sinni með einkasýningum Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar á efri hæð safnsins og á neðri hæð verður opnuð ný sýning á verkum Gerðar Helgadóttur sem safnið er kennt við. Myndlistarsýningar Magnúsar og Ólafar bera titlana Shit hvað allt er gott og Hrist ryk á steini, og verða þær ekki formlega opnaðar heldur er gestum frjálst að mæta hvenær sem er á afgreiðslu- tíma safnsins en það verður opnað kl. 10. Gerðarsafn opnað á ný á miðviku- dag með þremur sýningum MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við annað grátlega 2:1-tapið á þremur dögum er lið- ið tapaði á Parken í Kaupmannahöfn gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA í gærkvöldi. Erik Hamrén landsliðs- þjálfari gerði átta breytingar á liðinu sem spilaði gegn Ungverjalandi en hann var að stýra sínum næstsíðasta leik. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar í gegnum dönsku vörn- ina en tvær vítaspyrnur Christian Eriksen dugðu heimamönnum til sigurs. »27 Enn einn ósigurinn gegn Danmörku og annað grátlega tap Íslands í röð ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.