Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Miðbærinn Á Laugaveginum er margt um manninn þessa dagana. Þeir sem leggja leið sína niður í bæ geta glaðst við þessi skilaboð sem mæta þeim: Þú ert frábær. Ágætisskilaboð. Kristinn Magnússon Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra talað mikið um þann ár- angur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli hand- anna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku rík- issvari, spurð um þenn- an árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síð- ustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjár- málaráðherra að tals- menn öryrkja grafi und- an getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún kæmi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir al- mannatrygginga fylgi þróun lægstu launa sam- kvæmt lífskjarasamn- ingi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir rétt- lætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtíma- bili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrín talar gjarnan fyrst um lækk- un tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst laun- uðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þús- und krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3,6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og tveir lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir for- sætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlaga- frumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyt- ing á lögum um tekjuskatt. Skerðing- armörk barnabóta eru áfram 325 þús- und krónur á mánuði, það eru aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þús- und krónur sem fá óskertar barna- bætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú ald- eilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er ör- yrki, sem nýtur einhverra atvinnu- tekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægður með ár- angurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatrygg- ingakerfinu, frítekjumörk og eigna- mörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frí- tekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfald- ast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Af- leiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægður með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur » Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skatta- lækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöf- unartekjur á mánuði. Þuríður Harpa Sigurðardóttir Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Er biðinni eftir réttlæti lokið? Á næstu árum má búast við auknu val- frelsi í lífeyrismálum þar sem miklar breyt- ingar á vinnumarkaði munu leiða til nýrra lausna. Aukin sam- keppni mun verða á milli lífeyrissjóða þar sem horft verður til samkeppnishæfni og árangurs á ýmsum svið- um, t.a.m. ávöxtunar með tilliti til áhættu, þjónustu, vals fjárfesting- arleiða og fjölbreyttari lausna til að mæta þörfum viðskiptavina. Ekki er ólíklegt að frekari sameiningar og stækkun lífeyrissjóða eigi sér stað til að ná meiri stærðarhagkvæmni og auka þannig samkeppnishæfni og ár- angur. Mikil samþjöppun hefur verið hjá íslenskum lífeyrissjóðum á und- anförnum árum og nú hafa fimm stærstu sjóðirnir um 65% af öllum líf- eyrissparnaði á Íslandi. Í lok ágúst námu eignir lífeyrissjóðanna 5.500 ma.kr. og hækkuðu um 155 ma.kr. frá fyrri mánuði eða um tæplega 3%. Eignir samtrygging- ardeilda námu 4.925 ma.kr. eða um 90% af heildareignum en eignir séreignadeilda 576 ma.kr. Aukið valfrelsi sjóðfélaga leiðir til meiri samkeppni og betri árangurs til lengri tíma. Þess vegna er mikilvægt að auka frelsi í lífeyrismálum til að auka samkeppn- ishæfni, árangur og þjón- ustu til sjóðfélaga. Mik- ilvægi íslenska lífeyriskerfisins á flestum sviðum þjóðlífsins er umtalsvert, s.s. á fjár- málamarkaði, húsnæðismarkaði og sem öryggisnet sjóðfélaga. Meg- inmarkmið lífeyrissjóða er að greiða út lífeyri til sjóðfélaga. Einnig skiptir miklu máli að eignir séu ávaxtaðar samkvæmt fjárfestingastefnu viðkom- andi lífeyrissjóðs þannig að hægt sé að mæta framtíðarskuldbindingum. Að mörgu leyti hafa íslenskir lífeyr- issjóðir staðið sig mjög vel í sam- anburði við sambærilega lífeyrissjóði erlendis. Breytingar á vinnumarkaði á næstu árum munu hafa töluverð áhrif á hvernig lífeyrissjóðir þróast þar sem föstum störfum á vinnumarkaði mun væntanlega fækka og sjálfstætt starf- andi fólki í hlutastörfum á sama tíma fjölga. Eftir því sem stærð og umfang lífeyriskerfisins hefur orðið meira hafa kröfur á ýmsum sviðum aukist verulega. Gerð er fagleg krafa til þeirra sem virks fjárfestis og lyk- ilaðila sem fjármögnunaraðila á flest- um sviðum atvinnu og þjóðlífs. Hraðar þjóðfélags- og vinnu- markaðarbreytingarMikilvægi áhættudreifingar og eigna- samsetningar lífeyrissjóða Í bók Charles Handys „The Second Curve“ vekur hann athygli á marg- víslegum þjóðfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað á næstu áratugum, s.s. hröðum breytingum á vinnumark- aði, lágri fæðingartíðni í Evrópu, skuldsetningu margra landa og lífeyr- iskerfum sem byggjast á gegn- umstreymi sem munu reynast illa þegar fjölmennar kynslóðir komast á eftirlaunaaldur. Breytingar á vinnu- markaði munu leiða til þess að föstum störfum hjá opinberum aðilum og fyr- irtækjum fækkar verulega. Meiri sveigjanleiki á vinnumarkaði mun breyta nálgun á starfsmannahald fyr- irtækja og stofnana. Það er ljóst að ríkissjóðir þurfa að fækka verulega opinberum starfsmönnum til að greiða niður mikla skuldsetningu ein- stakra ríkja auk þess sem lágir vextir á undanförnum árum hafa valdið mikilli skekkju og óraunhæfum vænt- ingum til framtíðarinnar. Minni rík- isumsvif og aukinn sveigjanleiki í störfum munu taka að hluta til við af þeim föstu störfum sem eru nú á vinnumarkaði. Hlutastörfum og sjálf- stætt starfandi fólki mun fjölga um- talsvert þar sem tekið verður mið af frjálsum markaði. Í bókinni eru m.a. tekin dæmi um hvernig fyrirtæki eins Apple hefur náð að endurnýja sig reglulega með nýjum vörum og náð þannig að halda fyrirtækinu á toppn- um. Mikilvægi áhættudreifingar og eignasamsetningar lífeyrissjóða Mikilvægt er að ná markmiðum um fjárfestingarstefnu en flestar gera ráð fyrir því að erlend verðbréf séu á bilinu 35-50% af heildareignum, þannig að fjárfesta þarf umtalsvert á næstu árum til að íslenskir lífeyris- sjóðir nái markmiðum um fjárfest- ingastefnu sína. Í lok ágúst síðastlið- ins nam erlend verðbréfaeign um 33% af heildareignum. Áhættudreif- ing er lykilatriði í fjárfestingastefnu íslenskra lífeyrissjóða. Eignasam- setning skilar yfirleitt 99% af árangri í ávöxtun yfir langan tíma. Mikilvægi áhættudreifingar á önnur hagkerfi gerir erlendar fjárfestingar áhuga- verðar sem fjárfestingarvalkost auk góðrar ávöxtunar yfir langan tíma. Íslenska lífeyriskerfið er ein af stærstu auðlindum Íslands horft til langrar framtíðar og mikilvægur drif- kraftur í vexti Íslands á mörgum sviðum íslensks efnahagslífs. Eftir Albert Þór Jónsson » Íslenska lífeyris- kerfið er ein af stærstu auðlindum Ís- lands horft til langrar framtíðar og mik- ilvægur drifkraftur í vexti Íslands. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. al- bertj@simnet.is Valfrelsi í lífeyrismálum eykur samkeppni og árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.