Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 „Endurheimtum kirkjuna okkar“ er fyrirsögn á sunnudags- viðtali Morgunblaðsins í október við sóknar- prest á Snæfellsnesi, sr. Óskar Inga Ingason, sem greinir frá marg- slungnu ófremdar- ástandi sem óátalið er látið líðast innan þjóð- kirkjunnar. Séra Óskar Ingi kýs að koma gagn- rýni sinni á framfæri þegar fram und- an eru miklar breytingar á lagaum- hverfi þjóðkirkjunnar. Umræddar lagabreytingar, sem nú eru í und- irbúningi, munu færa þjóðkirkjunni áður óþekkt völd og nánast sjálfdæmi í öllum málum. Er full ástæða til að þakka sr. Óskari Inga frumkvæðið enda tímabært að þjóðkirkjufólk, sem er rétt innan við 2/3 landsmanna, fái vitneskju um það sem fram fer á vett- vangi þjóðkirkjunnar en á það hefur skort. Þegar núgildandi lög um þjóðkirkj- una voru sett fyrir tæpum aldarfjórð- ungi fylgdi lagafrumvarpinu grein- argerð þar sem fullyrt var að kirkjan hefði sýnt með nærfellt eitt þúsund ára starfi sínu í landinu, að henni væri treystandi til sjálfsstjórnar. Enn fremur sagði í greinar- gerðinni: „Þá skal eigi undan dregið að aukinni sjálfsstjórn kunni að fylgja ný vandamál inn- an kirkjunnar (a.m.k. í augum sumra) þar sem í „návígi“ verður tekist á um mál er embættis- menn ríkisins önnuðust áður, þar með talið ýmsa ráðstöfun fjár- muna. Þessi vandamál á þó kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda.“ Í ljósi þessara orða er vert að staldra við og velta fyrir sér hvernig til hefur tekist. Hvernig hef- ur þjóðkirkjunni gengið að leysa vandamál innan sinna vébanda á grundvelli núgildandi laga? Hvernig hefur t.d. ráðstöfun fjármuna verið háttað? Er þjóðkirkjunni treystandi að axla þá ábyrgð sem fylgir meiri völdum, eins og stefnt er að með nýrri lagasetningu? Já, hvernig er ástandið almennt innan þjóðkirkj- unnar? Ákvarðanir í trássi við lög Í viðtalinu við sr. Óskar Inga kem- ur fram hvöss gagnrýni þar sem spjótum er fyrst og fremst beint að kirkjuyfirvöldum, s.s. biskupi Ís- lands, kirkjuráði og kirkjuþingi. Til dæmis að taka er kirkjuþing sakað um geðþóttaákvarðanir og segir Ósk- ar reynslu sína af þeim vettvangi vera þá að „menn geri það sem þeim þókn- ast“. Nefnir hann til sögunnar er kirkjuþing setti starfsreglur um veit- ingu prestsembætta beinlínis í því augnamiði að þjóðkirkjan þyrfti ekki að hlíta ákvæðum jafnréttislaga. Er ástæða til að staðnæmast við þennan vitnisburð um æðstu valdastofnun þjóðkirkjunnar og velta fyrir sér sið- ferðinu sem að baki býr. Jafnframt vakna spurningar eins og hvort þjóð- kirkja, sem hikar ekki við að hunsa lög, verðskuldi þá stöðu sem hún hef- ur í þjóðfélaginu? Hefur þjóðkirkjan eitthvað gagnlegt fram að færa? Þá nefnir sr. Óskar til sögunnar ógagnsæi innan þjóðkirkjunnar við ráðstöfun fjármuna og bendir t.d. á að engar upplýsingar sé að hafa um þann tekjuafgang sem ætla má að verði árlega vegna kirkjujarða- samkomulagsins. Er umræddur tekjuafgangur á forræði biskups Ís- lands, sem ítrekað hefur komið sér undan að greina frá hvernig honum er varið þó sérstaklega hafi verið eftir því kallað á kirkjuþingi. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um þá fjármuni sem lagðir eru til reksturs biskupsembætt- anna auk þess sem starfsmannahald og lögfræðikostnaður biskupsstofu eykst jafnt og þétt. Má t.d. undrast að ráðinn hafi verið sérstakur sam- skiptastjóri þjóðkirkjunnar þegar ljóst má vera að það er hlutverk bisk- ups Íslands að gegna slíku hlutverki. Úthlutanir úr jöfnunarsjóði kirkna eru svo kapítuli út af fyrir sig. Þó allar úthlutanir á þeim vettvangi eigi að heita opinberar er ástæða til að óttast að hollusta í bland við einkasjónarmið og sérhagsmuni hafi þar áhrif. Þá er einnig hægt að nota loforð um fjár- muni og fyrirgreiðslu til að kaupa lið- sinni við að koma öðrum málum fram þó erfitt sé að sanna slíkt. Er þetta til þess fallið að skapa ójafnræði og óheil- brigði innan þjóðkirkjunnar. Þá á Ríkisendurskoðun að hafa gert alvar- legar athugasemdir við rekstur jöfn- unarsjóðsins en hermt er að á tíu ára tímabili hafi allt að milljarði verið var- ið úr sjóðnum til allt annarra verkefna en lögboðið er. Aukin sjálfsstjórn – ný vandamál Í greinargerðinni, sem minnst var á hér í upphafi og fylgdi lagasetning- unni árið 1997, var bent á að aukinni sjálfsstjórn fylgdu ný vandamál. Hins vegar var gert ráð fyrir að hin nýju vandamál ætti „kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda“. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. Þvert á móti má segja að vandamálin hrannist upp, og það sérstaklega í tíð núver- andi biskups Íslands, eins og viðtalið við sr. Óskar Inga undirstrikar. Þegar því nú stendur fyrir dyrum að færa þjóðkirkjunni enn meiri völd og sjálfræði en gert var með laga- setningunni árið 1997 er ástæða til að staldra við. Hvernig hefur til tekist? Hefur þjóðkirkjan farið að lögum og þannig tekist að leysa vandamál inn- an sinna eigin vébanda, eða hefur hún e.t.v. ítrekað virt að vettugi lög og rétt? Sá sem hér ritar þekkir það af eigin raun hvernig lög hafa verið sniðgengin af hálfu kirkjuyfirvalda í tíð núverandi biskups Íslands með þeim hætti að trúverðugleiki þjóð- kirkjunnar er að veði. Áður en til nýrrar lagasetningar kemur, þar sem þjóðkirkjunni verður fært enn meira sjálfdæmi í málum sínum, er því ástæða til að fara náið yfir stöðu mála og svara þeirri þeirri spurningu hvort þjóðkirkjan sé fær um að axla þá ábyrgð sem slíkri breytingu fylgir. Eftir Kristin Jens Sigurþórsson » „… vakna spurningar eins og hvort þjóð- kirkja, sem hikar ekki við að hunsa lög, verð- skuldi þá stöðu sem hún hefur í þjóðfélaginu? Kristinn Jens Sigurþórsson Greinaröfundur er síðasti sóknarpresturinn sem sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. kristinnjens@icloud.com Er þjóðkirkjunni treystandi fyrir meiri völdum? Í mínum huga hefur orðið við mjúkan vel- viljaðan hljóm. Það nær utan um okkur í víðtækri merkingu; okkur sem þjóð, fjöl- skyldu, nágranna, vini, félaga, já mannkynið allt. Það táknar sam- stöðu og umhyggju fyrir náunganum. Nú er okkur mik- ilvægt að láta af andstöðu við til- mæli almannavarna, en standa sam- an og skilja að við erum sjálf almannavarnir og setja okkur í spor barns sem á líf sitt undir því að fara eftir leiðsögn forráðamanna sinna. Ungmennum getur verið hætt við þrjóskuhegðun, það þekki ég af eig- in reynslu sem unglingur, það gat verið bæði erfitt og leiðinlegt að eiga að hlýða reglum í einu og öllu ef mér fundust þær ósann- gjarnar. Nú, á gamals aldri, veit ég að sú leiðsögn sem „þrenn- ingin“ veitir okkur er úthugsuð og rétt, full af þeirri umhyggju sem hindrar að kór- ónuveiran taki sér ból- festu í líkama okkar og noti hann sem stökk- pall til að koma sér fyrir hjá öðrum. Orðið við hefur sérstaka merk- ingu í mínum huga. Merkingu sem sífellt víkkar út – verður jákvæð: Ég vil treysta næsta manni. Og ég vil að næsti maður treysti mér. Einmitt þess vegna mun ég nota grímu og halda mér í tveggja metra fjarlægð og hlýða öllum tilmælum sóttvarnalæknis. Í eina tíð þýddi orðið við litlu fimm manna fjölskylduna okkar Harðar og þá vernd sem við vildum og þurftum að veita börnum okkar. Síðar á ævinni bættust við skyldur og umhyggja fyrir kynslóðinni sem ól okkur. Enn seinna bættist við fólkið sem var í vinnu hjá okkur. Á tímabili velti sístækkandi vit- undin fyrir sér hvort maður vildi vera Íslendingur. Ég varð vör við sömu hugsun hjá nokkrum vina minna. Þetta var þegar græðgin yfirtók þjóðfélagið og útrásarvík- ingarnir lögðu hegðunarlínurnar. Mig langaði þá að flytja frá Íslandi, sem þó ekki varð. Í byrjun þessa árs, 2020, fékk ég aftur trú á íslenska þjóðfélagið og varð ánægð með að tilheyra þessari þjóð. Þá lentum við öll í umsátri kórónuveirunnar. Við vorum svo heppin að fagfólki var treyst fyrir að stjórna varnarviðbrögðum Ís- lands. Þrenningin var og er í hlut- verki leiðbeinanda sem hún gegnir af mikilli þekkingu og tillitssemi. Hún hefur fengið til liðs við sig og virkjað reiknimeistara Háskólans og sjálfboðaliða innan heilsugeir- ans. Landspítalinn, Covid-deildin og rakningarteymið ásamt Kára Stef- ánssyni og Íslenskri erfðagreiningu hafa lagt vörnum okkar ómetanlegt lið. Við sem fylgdumst með sam- ráðsfundunum sl. vor skynjuðum hvílíkt lán var yfir okkur að njóta þessarar styrku stjórnar og sam- vinnu fagfólks á öllum sviðum. Mig langar til að gefa þjóðinni þessa litlu orðmynd* sem ég gerði árið 1995 og endurvann á þessu ári í tilefni af Covid-19 og gaf hana út í 20 númeruðum eintökum. Í fyrstu táknaði myndin kærleikann og um- hyggju kjarna-fjölskyldunnar. En í dag táknar myndin ósk mína um að við setjum okkur öll í spor barnsins sem á kost á leiðsögn um hættu- stigu. Leyfum okkur að hræðast smit, þiggjum leiðsögn og látum af mót- þróa. Leyfum okkur að hræðast smit Eftir Kristínu Þorkelsdóttur » Í byrjun ársins fékk ég aftur trú á Ísland og varð ánægð með að tilheyra þessari þjóð, sem treystir fagfólki fyrir varnarviðbrögðum landsins. Kristín Þorkelsdóttir Höfundur er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. kristin@gallery13.is www/galley13.is Setjum okkur í spor barns sem á kost á leiðsögn um hættustigu. Leyf- um okkur að hræðast smit, þiggjum leiðsögn og látum af mótþróa. Nú hefur áfengisiðn- aðurinn hafið sína ár- legu misnotkun á jól- unum; markaðsherferð til að auka sölu á sínum vörum. Þessar aðgerð- ir eru bein árás á al- menning, þó sér- staklega á börn og ungmenni sem eiga svo sannarlega að vera laus við áróður og þrýsting um að byrja neyslu. Tíma- setningin núna fyrir jól er ekki til- viljun en hún er sérstaklega ósann- gjörn gagnvart þeim sem við eigum að standa vörð um. Börn og ung- menni horfa langflest til jólahátíð- arinnar með gleði og eftirvæntingu en þó eru allt of mörg sem kvíða þeim rauðu dögum í almanakinu þegar þeir fullorðnu eru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Rauðu dagarnir geta verið kvíðvænlegir og þeir sem hafa alist upp í umhverfi þar sem áfengisneysla hefur haft of mik- inn forgang kalla því frekar eftir að jólin verði hvít. Áfengismenningin hef- ur undanfarna áratugi verið skelfileg og ýtt und- ir meiri neyslu á hverju ári. Tilslakanir á áfeng- islögum í þá átt að auka aðgengi að áfengi hafa aukið neyslu. Áfengis- venjur okkar eru þvingandi og skaðlegar. Við skulum vinna að því að skipta þeim út fyrir heilbrigðar, innihalds- ríkar, opnar og stuðnings- ríkar venjur. Við þurfum að átta okkur á því að áfengisvenjur eru félagslegur og menningarlegur staðall – þrýstingur frá áfengisiðn- aðinum – sem stjórnar hegðun fólks og hugsunum um áfengi. Áfengi er engin venjuleg neyslu- vara. Áfengisiðnaðurinn um allan heim ýtir undir neyslu með hundraða milljarða fjármagni í markaðs- setningu. Áfengisiðnaðurinn notar líka í mjög miklum mæli það sem kall- að er áfengismenning, sem sam- anstendur af þáttum eins og mýtum og skoðunum, gölluðum væntingum, ósanngjörnum forréttindum, duldum loforðum, „samþykktri“ hegðun og aðgengi, hvort sem er sálfræðilegu, félagslegu, líkamlegu eða fjárhags- legu. Þetta eru þættirnir sem kynda undir grimmilegri hringrás núverandi áfengisvenja. Áfengisvenjur framkalla mikið af skaðlegum og gölluðum hugtökum um virkni áfengis og löngun í samfélag- inu, svo sem: Allir nota áfengi, öllum finnst gaman að nota áfengi alltaf, öll börn munu nota áfengi, áfengi er lífs- nauðsynlegt eða eftirsótt og „venju- legt“ fólk fyrirfinnst ekki sem vill ekki nota áfengi, fólk sem vill kynna sér líf- ið vímulaust eða lifir áfengislausu lífi. Klárlega eru þetta kúgandi venjur. Núverandi þvingandi áfengisvenjur ganga á frelsi almennings og gagnast aðeins áfengisiðnaðinum. Með því að við hugsum gagnrýnið um eigin álykt- anir og skoðanir á áfengi; með því að efast um heiðarleika markaðssetning- ar á áfengi, skilaboð og mýtur; með því að breyta óréttlátum forréttindum áfengisnotenda; með því að breyta handritinu gagnvart félagslegum væntingum; með því að styðja fólk sem tekur ákvarðanir um að „djöfl- ast“ undan áfengisvenjum sínum; með því að hjálpa til við að draga úr fram- boði áfengis í öllum sínum birtingar- myndum og með því að hjálpa til við að fletta ofan af áfengisgoðsögnum og stuðla að heilbrigðum og innihalds- ríkum félagslegum venjum. Þú skiptir miklu máli, og þú getur verið öflugur hluti af hreyfingunni sem mun breyta áfengisvenjum og komdu þess í stað með heilbrigðari, fjölbreyttari og heilsueflandi fé- lagslegri venjur. Sumir ráðamenn þjóðarinnar hafa svo sannarlega orðið tvísaga undan- farna mánuði þegar þeir mæla með að við förum eftir ráðleggingum færustu sérfræðinga í lýðheilsu hjá WHO, Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en hafna þeim varðandi áfengi og lýð- heilsu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hvatt okkur til að fylgja leiðbeiningum þeirra í Co- vid-19-málum en bröltir í því að auka aðgengi að áfengi sem WHO hefur ítrekað ekki mælt með. Við vitnum í skilaboð Aðalheiðar Ámundadóttur sem skrifar í leiðara Fréttablaðsins 4. nóvember 2020 „um ákvarðanatöku stjórnvalda sem varð- ar líf og heilsu borgaranna, réttindi þeirra og skyldur. Prófið að skipta um skoðun ef nýjar og betri upplýs- ingar koma fram, í stað þess að fórna forvitni fyrir þrjósku og einsýni. Sem kjósendur í lýðræðisríki ættum við að nota þetta tækifæri og hugsa okkar gang. Það er því miður staðreynd að þeir stjórnmálamenn endast gjarnan best sem síst skyldi, á meðan gott fólk brennur út og hverfur. Það gefst upp, af því aðeins þau háværustu komast að og þau spilltustu og út- smognustu vinna flesta slagi af því þau svífast einskis. Fólk sem ekki má vamm sitt vita tapar öllum bardög- um, af því það kann ekki klækja- pólitík og vill ekki læra hana. Kjós- endur gætu mikið lært af framgöngu þríeykisins, ekki síður en stjórnmála- fólkið.“ Gefum gleði, höldum vímulaus jól Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson »Nú hefur áfengisiðn- aðurinn hafið sína árlegu misnotkun á jól- unum; markaðsherferð til að auka sölu á sínum vörum. Bein árás á börn og ungmenni. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.