Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 „SNÚÐU HENNI Á HVOLF OG HRISTU HANA. ÉG VIL SJÁ HVORT HANN ER ENN MEÐ FLÖSU.” „HANN STÖKK YFIR FIMMTÁN OG HÁLFA RÚTU Á MÓTORHJÓLINU SÍNU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera við. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA HVAÐA DÁSEMD NÁTTÚRAN SÝNIR OKKUR NÆST FAGURT SÓLSETUR… GLÆSILEGAN RÓSARUNNA… RUSLATUNNU Á HLIÐ… SVO HRÓLFUR TEKUR HLUTI SEM AÐRIR EIGA? TRUFLAR ÞAÐ ÞIG EKKERT, HELGA? SEGIR KONAN SEM STAL KÆRASTANUM MÍNUM! Fyrir viku birti ég í Vísnahornivísu sem ég kallaði húsgang og lærði á Akureyri. Þóroddur Már Árnason á Norðfirði hafði samband við mig og sagðist hafa lært vísuna í æsku. Hún væri sögð eftir Sigurð Jónsson frá Brún og ort um Hólm- geir Þorsteinsson á Hrafnagili: Allir þekkja Andskotann, og hans falska sinni. Þeir eru líkir Hólmgeir og hann, Hólmgeir er bara minni. Ágúst H. Bjarnason sendi mér póst vegna Vísnahorns á fimmtu- dag: „Í framhaldi af vísunni um Er- lend Þórðarson í Odda má rifja upp þessa; höfundur ókunnur: Að eiga væna undirsæng oft má þreytu buga, en Erlend prest fyrir yfirsæng ætti þér að duga. Erlendur fæddist í Krossdal í Kelduhverfi, en flutti með for- eldrum sínum tíu ára gamall í Svartárkot. Hann fer í Odda 1918 og foreldrar hans með honum. Árið 1924 var byggð ný kirkja á staðn- um, en hin eldri var frá tið Matt- híasar, reist 1884. Timbrið í henni gisnaði svo mjög, að hún varð ekk- ert nema dragsúgur, hvenær sem blés á norðan eða úr landsuðri. Gusturinn átti það til að fletta við blaðinu í sálmasöngbók Péturs Guðjohnsens óforvarandis. Smiður var Tómas Tómasson, kallaður Trumbi, frá Reyðarvatni. Ekki samdi þeim presti vel meðan á smíðinni stóð og Trumbi orkti: Voru í Odda vitringar, vel sem báru korðann. En nú sem stendur stjórna þar stórgripir að norðan.“ Þetta rifjar upp fyrir mér, að við Ari Jósefsson fórum oft með skrýti- lega stöku þegar við vorum í Menntaskólanum á Akureyri. Að- dragandinn var sá, að karl fór út að gá til veðurs og sagði þegar hann kom í inn: Norðan kaldinn úti er er kominn á norðan. Guð alvaldur hjálpi mér engan hef ég korðann. „Engan hef ég korðann!“ sagði þá kerling. „Já, margt dettur ykkur skáldunum í hug.“ Gunnar Hólm Hjálmarsson yrkir á Boðnarmiði: Yfir móinn leið mín lá lengi um hæðardragið. Kunna vel ég þurfti þá þúfnagöngulagið. Friðrik Steingrímsson yrkir og skýrir sig sjálft: Berjast sífellt virðist við vindmyllur, þótt slíku neiti. Donald líkist dálítið Don kíkoti að þessu leyti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af húsgangi og vitringum í Odda og erum með kindur í Meirihlíð. „Við ræktum allt okkar grænmeti sjálf, sem er stundum erfitt. En þetta er frábært heilsufæði fyrir bóndann. Grænmeti og ómengaður fiskur beint úr sjónum og ferskt lambakjöt. Er hægt að hafa það betra?“ Fjölskylda Eiginmaður Arndísar er Finnbogi Bernódusson vélstjóri, f. 7.12. 1947. Foreldrar hans eru Bernódus Örn Finnbogason, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995 og Elísabet Sigurjónsdóttir, f. 14.8. 1924, d. 1.7. 2016. Börn Arndísar og Finnboga eru Guðrún Benný, f. 2.8. 1970; Elísabet Anna, f. 13.9. 1972, gift Guðmundi Harðarsyni; Ingibjörg Ólöf, f. 13.5. 1974, kærasti Jóhannes Elíasson; Bernódus Örn, f. 14.4. 1975, d. 2.11. 1991; Arndís Aðalbjörg, f. 8.7. 1986, í sambúð með Sigurði Friðriki Frið- rikssyni og Sigríður Ágústa, f. 27.1. 1992, í sambúð með Hjalta Má Magnússyni. Barnabörnin eru orðin tólf og barnabörn á fæti eru sex. Alsystkini Arndísar eru Einar, f. 18.5. 1953 og Guðbjörg, f. 29.3. 1955. Systkini samfeðra eru Sverrir, f. 16.5. 1931; Bernharð, f. 10.5. 1932, d. 30.4. 2002; Anna, f. 26.5. 1935, d. 8.2. 1995 og Hjördís, f. 12.5. 1939. Systkini sammæðra eru Svavar Ein- arsson, f. 23.6. 1934; Kristján Ein- arsson, f. 14.1. 1940, d. 26.8. 2004 og Guðmundur Einarsson, f. 7.5. 1943. Fóstursystkini hennar eru Eyrún, Gísli, Magnús og Steinþór Guðna- börn. Foreldrar Arndísar eru Hjörtur Sturlaugsson, f. 7.4. 1905, d. 30.7. 1985 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 16.5. 1910, d. 2.10. 1999. Arndís Hjartardóttir Halldóra Guðmundsdóttir bóndi, Tungufelli, Lundarreykjardal,Borgarf. Magnús Eggertsson bóndi, Tungufelli, Lundarreykjardal,Borgarf.Guðrún Magnúsdóttir bóndi á Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð Guðmundur Einarsson bóndi og refaskytta á Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð Guðrún Guðmundsdóttir bóndi, Fagrahvammi í Skutulsfirði Steinþóra Einarsdóttir bóndi á Heggst., síðar húsfreyja,Rvk. Einar „sterki“ Guðmundsson bóndi á Heggstöðum,Andakíl, Borgarfirði. Drukknaði frá 9 börnum. Þórey Jónsdóttir bóndi á Krossárbakka, Bitrufirði, Strandasýslu Jón Jónsson bóndi á Krossárbakka, Bitrufirði, Strandasýslu Guðbjörg Jónsdóttir bóndi í Snartartungu, Bitrufirði Sturlaugur Einarsson bóndi í Snartartungu, Bitrufirði, Strandasýslu Gúðrún Bjarnadóttir bóndi í Snartartungu, Bitrufirði, Strandasýslu Einar Þórðarson bóndi í Snartartungu,Bitrufirði, Strandasýslu Úr frændgarði Arndísar Hjartardóttur Hjörtur Sturlaugsson bóndi, Fagrahvammi í Skutulsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.