Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 íslenskt atvinnulíf að sóa um 40 milljörðum króna með úreltum vinnubrögðum. „Um er að ræða reikninga sem sendir eru ýmist með bréfapósti eða sem viðhengi í tölvu- pósti, meðan sjálfsagt væri að nota rafrænar lausnir og losna þannig við tvíverknað, s.s. við innslátt, og um leið draga úr hættunni á villum,“ segir Einar. „Fyrir lítið fyrirtæki má reikna með um 1,4 milljóna króna kostnaði árlega ef í hverjum mánuði er tekið við um 50 reikn- ingum sem færa þarf inn handvirkt. Veit ég um stórt fyrirtæki á Íslandi sem tekur við 45.000 pdf-reikning- um á ári og 15.000 reikningum sem berast útprentaðir og áætlað að þar fari um 140 milljónir króna í súg- inn.“ Að láta reikninga fara á milli fyr- irtækja með rafrænum hætti er ósköp einfalt. Í grunninn byggir tæknin á því að milliliðir á borð við Unimaze gera bókunarkerfum kleift að tala saman svo það á að vera leik- andi létt að senda reikninga á milli þeirra bókhaldskerfa sem eru í al- mennri notkun á Íslandi. Segir Ein- ar að ríkið hafi t.d. nýlega stigið það skref til fulls að hreinlega taka ekki við reikningum á öðru formi en raf- rænu. „Um er að ræða stefnu sem var mörkuð árið 2002 og náði því stigi fyrir skemmstu að póstlúgunni fyrir reikninga var einfaldlega lok- að,“ segir Einar. „Hvers vegna ákveður ríkið að gera þetta? Jú, vegna þess að ávinningur þess sem móttekur reikninga rafrænt er um- talsverður og um fjórfalt meiri en ávinningur þess sem sendir reikn- inginn frá sér.“ „Hafa eitthvað að gera“ Ástæðan fyrir því að tregðu gætir hjá sumum fyrirtækjum við að senda eingöngu rafræna reikninga er helst sú, að sögn Einars, að fólki hættir til að vilja gera hlutina eins og það er vant. Þá kunna sumir stjórnendur að vera hikandi við að þrýsta á bókara að breyta vinnu- brögðum sínum enda ljóst að vinnu- sparnaðurinn kann að kalla á að fækka stöðugildum eða breyta vinnuskyldum starfsmanna. „Við- kvæðið er oft að bókhaldið þurfi að hafa eitthvað að gera,“ segir Einar en bætir við að ástandið í efnahags- lífinu muni eflaust verða mörgum hvati til að taka sig á. „Upphæðirnar eru þannig að þetta er ekki pen- ingur sem fyrirtæki hafa efni á að láta liggja á borðinu.“ Engum ætti að dyljast að tækniþróunin er í þá átt að stöðu- gildum bókara á eftir að fækka. Ein- ar segir að á móti komi að starf fjár- málastjórans muni verða ánægjulegra og minna af vinnutíma hans fara í að eltast við afstemm- ingar og frávik „Þess í stað mun fjármálastjórinn hafa yfir að ráða mælaborði þar sem vakta má fjár- hagslegt ástand rekstrarins í raun- tíma og vakta tekjur og gjöld mun betur en áður. Tæknin þýðir líka að æðstu stjórnendur munu hafa miklu betri yfirsýn og verður fáheyrt að þurfa t.d. að halda stjórnarfundi 20. hvers mánaðar vegna þess hve lang- an tíma það tekur að vinna úr öllum færslum mánaðarins á undan. Í staðinn verður hægt að halda þessa lykilfundi hvenær sem er og með rauntímaupplýsingar í höndunum frekar en tölur sem sýna hvar rekst- urinn stóð fyrir þremur vikum eða jafnvel þremur mánuðum.“ Rándýrir reikningar Morgunblaðið/Golli Fyrirhöfn Póstburðargjald er aðeins lítill hluti af kostnaði við að senda prentaða reikninga. Mestu munar um tímasparnað við innslátt og þá auknu hættu á villum sem fylgir því að skrá reikninga inn handvirkt.  Með því að notast eingöngu við rafræna reikninga gætu fyrirtækin í landinu sparað sér tugi milljarða króna á ári  Vanafesta er helsta fyrirstaðan VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ísland er komið langt í útgáfu raf- rænna reikninga en víða má samt gera betur. Einari Geir Jónssyni, sölu- og markaðsstjóra hjá Uni- maze, reiknast til að atvinnulífið gæti sparað um 40 milljarða króna árlega ef öll umsýsla með reikninga á milli fyrirtækja væri rafræn. Í liðinni viku efndu Unimaze, staðlaráð og Icepro til fundar þar sem farið var yfir þróunina og þá möguleika sem eru handan við hornið og bindur Einar m.a. miklar vonir við nýjan og byltingarkenndan evrópskan staðal fyrir útgáfu raf- rænna reikninga sem á eftir að liðka stórlega fyrir hvers kyns viðskiptum innan álfunnar. Segir hann Unimaze nú kappkosta að færa alla sína við- skiptavini yfir á þennan nýja staðal sem í daglegu tali kallast „evrópska normið“ eða „EN“. „Ef við skoðum Evrópu eru Dan- mörk, Noregur, Eistland, og mögu- lega Svíþjoð, Finnland og Litháen, komin hvað lengst í að innleiða raf- ræna reikninga en Ísland situr ein- hvers staðar í topp-10 hópnum og mögulega topp-5. Má þó áætla að ár- lega fari um 20-30 milljónir reikn- inga á milli íslenskra fyrirtækja með þeim hætti að ekki er verið að nýta möguleika tækninnar og ómæld vinna sem fer í að taka við þessum reikningum og færa handvirkt inn í bókhaldskerfi,“ segir Einar. „Það samræmist ekki nútímanum að starfsmaður seljanda slái inn reikn- ingsupplýsingar í sitt bókhaldskerfi og daginn eftir slái starfsmaður kaupanda sömu upplýsingar inn í bókhaldskerfi kaupanda. Þessar upplýsingar eiga að flæða á milli kerfa.“ Mestur ávinningur hjá viðtakanda Kostnaðurinn af þessu viðbótar- umstangi er verulegur og notar Ein- ar niðurstöður finnskrar rannsóknar til að reikna það út að samanlagt sé Einar Geir Jónsson endur hafi afpantað samtals 516 Boeing 737 MAX-þotur árið 2019 og til og með október 2020. Pönt- unum vegna kaupa á A320-þotum frá Airbus fjölgaði um 1.010 á sama tíma og á framleiðslu- svæðum Boeing hrannast nú upp nýsmíðaðar þotur sem eru mál- aðar hvítar því ekki er búið að finna þeim kaupanda. Á þessu ári hefur 737 MAX- pöntunum fækkað um 443 eintök en FT bendir á að fjárhagur flug- félaga sé orðinn það slæmur vegna kórónuveirufaraldursins að svo kunni að fara að þau geti ekki staðið við gerðar pantanir og pöntunarstaðan því neikvæð um sem nemur 1.020 þotum á þessu ári. ai@mbl.is Reiknað er með að bandarísk flug- málayfirvöld muni síðar í vikunni aflétta banni á notkun Boeing 737 MAX-þotanna. Verða þá liðnir átján mánuðir síðan þoturnar voru kyrrsettar á heimsvísu eftir að tæknigalli orsakaði tvö flugslys sem urðu 346 manns að bana. Eins og Morgunblaðið greindi frá í október hyggst American Airlines verða meðal þeirra fyrstu til að taka þoturnar í notkun með nokkrum ferðum á milli New York og Miami í árslok. Pöntunarstaða Boeing bendir þó til að flugfélög hafi mjög tak- markaðan áhuga á þotunni og hrannast óseldar þotur upp hjá framleiðandanum. Í umfjöllun FT um helgina kom fram að kaup- Afpantanir plaga Boeing  737 MAX-flugvélarnar fá að fara í loftið á næstu dögum AFP Vandi Starfsmaður grandskoðar nýsmíðaða Boeing 737 MAX-þotu. 16. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.05 Sterlingspund 180.5 Kanadadalur 104.28 Dönsk króna 21.74 Norsk króna 14.974 Sænsk króna 15.791 Svissn. franki 149.86 Japanskt jen 1.3066 SDR 194.6 Evra 161.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.3887 Hrávöruverð Gull 1878.2 ($/únsa) Ál 1904.5 ($/tonn) LME Hráolía 43.2 ($/fatið) Brent ● Fimmtán ríki á Asíu-Kyrrahafssvæð- inu sammæltust um það á sunnudag að setja á laggirnar stærsta versl- unarbandalag heims. Bandalagið hefur fengið nafnið RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) og var formlega stofnað við hátíðlega athöfn í Hanoí. Bandaríkin eiga ekki að- ild að bandalaginu en Kína er aftur á móti í lykilhlutverki og þykir samstarfið líklegt til að styrkja ítök ráðamanna í Peking í þessum heimshluta. Bandalagið er skipað tíu aðildar- ríkum ASEAN-samtakanna (Taílandi, Filippseyjum, Indónesíu, Malasíu, Singapúr, Brúnei, Víetnam, Laos, Mjan- mar og Kambódíu), auk Kína, Japans, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Stefnir RCEP að því að lækka tolla á vöruviðskipti á milli þjóðanna á komandi árum. Verða sumir tollar lækk- aðir eða felldir niður án tafar en aðrir lækkaðir í þrepum yfir tíu ára tímabil. Liggur þó ekki fyrir hvaða vöruflokkum RCEP hyggst beina sjónum sínum að. Reuters hefur eftir Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnams, að hann bindi vonir við að RCEP hjálpi aðildarríkjunum að stuðla að þeim efnahagsbata sem þau sárlega þurfa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Nær bandalagið yfir um 30% af al- þjóðahagkerfinu og 30% af íbúafjölda heimsins svo um 2,2 milljarðar neyt- enda ættu að njóta góðs af. ai@mbl.is Risavaxið verslunar- bandalag myndað í Asíu Afrek Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Zhong Shan efnahagsráðherra und- irrituðu samninginn á fjarfundi. AFP Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.