Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Svo virðist sem kórónuveiran hafi áhrif á heyrn fólks. Af þeim sökum er mælt með því við smitaða ein- staklinga að fara í heyrnarmæl- ingu þegar bata hefur verið náð. Þetta segir Ellisif Katrín Björns- dóttir, löggiltur heyrnarfræðing- ur hjá Heyrn. Að hennar sögn er gríðar- lega mikilvægt að viðkomandi séu mældir. „Þar sem veiran virðist hafa áhrif á heyrnina ættu allir sem veikst hafa að láta heyrnargreina sig. Þá ættu þeir sem eru með heyrnartæki og hafa veikst að láta greina sig og endurstilla tækin,“ segir Ellisif og bætir við að veiran geti haft áhrif á alla skynjun. Það eigi ekki einungis við um bragð- og lyktarskyn. „Miðað við það sem hefur komið fram til þessa virðist veiran einnig hafa áhrif á heyrnina,“ segir Ellisif. Fleiri leita sér aðstoðar Þegar heimsfaraldur kórónuveiru blossaði fyrst upp hér á landi var ekki mælst til þess að fólk notaði grímu. Á síðari stigum faraldursins hafa sóttvarnayfirvöld þó hvatt til grímunotkunar auk þess sem grímu- skylda er víða. Þá hefur fólki í þjón- ustustörfum verið gert að bera grímu í vinnunni. Segir Ellisif að aukin grímunotk- un torveldi samskipti fólks með heyrnarskerðingu. Þannig hafi þeim sem leita sér aðstoðar heyrnarfræð- inga fjölgað svo um munar síðustu vikur. „Faraldurinn hefur breytt lífi fólks með heyrnarskerðingu og nú leitar til okkar mun stærri hópur fólks sem vinnu sinnar vegna þarf að eiga í samskiptum við aðra. Er það sökum þess að áður gátu þau látið samskiptin ganga upp með því að lesa af vörum, en nú verða þau að fá sér heyrnartæki til að geta sinnt sinni vinnu,“ segir Ellisif og nefnir í því samhengi starfsfólk í verslunum, hársnyrta og kennara. Aðspurð segir hún að fjarlægð- armörk torveldi sömuleiðis sam- skipti fólks. Þótt engin gríma sé til staðar þurfi fólk að tala hærra þegar um tveggja metra fjarlægð er að ræða. Það auki á sama tíma líkur á dropasmiti. Ellisif segir að huga þurfi að mörgu. Fagnar tilmælum þríeykisins „Ef fólk ætlar að láta heyra skýrt í sér þarf það að tala hærra. Þannig aukast jafnframt líkur á dropasmiti. Fólk hefur því verið beðið að lækka róminn til að minnka líkur á dropa- myndun, en við það heyrist lægra,“ segir Ellisif sem fagnar tilmælum þríeykisins um minni bakgrunnshá- vaða á veitingastöðum. „Það eru mjög jákvæð tilmæli frá teyminu um að óska eftir því við veitingastaði og verslanir að draga úr bakgrunnshávaða til að minnka dropamyndun. Oft getur hljóðstyrk- urinn þar nefnilega verið í styrk sem veldur varanlegu heyrnartapi þeirra sem þar dvelja og starfa.“ Veiran virðist hafa áhrif á heyrnina  Heyrnarfræðingur segir kórónuveiruna hafa áhrif á heyrn  Smitist fólk af veirunni er mikilvægt að fara í heyrnarmælingu  Grímunotkun torveldar samskipti einstaklinga með heyrnarskerðingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grímunotkun Grímuskylda hefur verið í verslunum í seinni bylgjunni. Ellisif KatrínBjörnsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það verður allt komið í gang að nýju á morgun,“ segir Stefán Yngva- son, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Meðferðarhlé hefur verið á Reykjalundi að undanförnu, frá því í lok október hjá sumum skjól- stæðingum stofn- unarinnar, til að mynda þeim sem kljást við eftir- köst kórónu- veirunnar. Al- menn göngu- og dagdeildarþjónusta hefur verið lokuð síðustu vikuna. Húsnæði stofnunarinnar hefur verið sótthreinsað og skerpt hefur verið á sóttvarnahólfum, að sögn Stefáns. Níu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu, en þrír utan sóttkvíar. Þá greindust níu við landamæra- skimun, en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í fjórum tilfell- um. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundi al- mannavarna í gær að aðgerðir síðustu vikna hefðu skilað góðum árangri og álag á heilbrigðiskerfið væri að minnka. Stefán segir aðspurður að vonast sé til þess að bráðlega verði hægt að klára meðferð fyrsta hópsins sem kom inn á Reykjalund til að vinna bug á eftirköstum kórónuveirunnar. „Við höfum í heildina tekið á móti nálægt 70 beiðnum frá fólki um með- ferð við eftirköstum Covid. Það eru 12-15 manns í hverjum meðferðar- hópi og hóparnir verða tveir fram að jólum. Þetta verða því nærri þrjátíu manns. Nú erum við að kalla fólk inn í endurhæfingarmat. Þá er farið vandlega yfir alla þætti hjá því og gerðar mælingar til að finna réttu úrræðin.“ Sér ekki fyrir endann á end- urhæfingu vegna Covid Bæði er um að ræða fólk sem þurfti að leggjast inn á spítala vegna kórónuveirunnar og fólk sem vísað hefur verið áfram, til að mynda frá heilsugæslunni. Ekki er að heyra á Stefáni að hann telji að fyrir endann sjái á end- urhæfingu Covid-sjúklinga, enda er nú aðeins verið að fást við fólk úr fyrstu bylgju faraldursins. „Svo má reikna með því að öll veikindin nú í haust geti skilað sér með vorinu þeg- ar fólk áttar sig á því að það nær ekki bata.“ Ekki er hægt að sinna öllum á sama tíma og Stefán segir erfitt að þurfa að forgangsraða og segja nei við fólk. „Í þessari stöðu getum við þó tekið inn fólk sem er búið að fá Covid enda er það ekki smitandi og getur nýtt sér aðstöðu okkar. Fólk getur vissulega áfram borið snerti- smit en það er einfaldara að eiga við þau en úðasmit, ef gætt er að sótt- vörnum.“ Nýgengi innanlands: 66,8 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 9 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 340 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóv. Fjöldi staðfestra smita innanlands frá 30. júní H ei m ild : c ov id .is 75 916 99 86 Endurhæfing hefst að nýju  Um 70 hafa leitað til Reykjalundar Stefán Yngvason „Eins og staðan er hjá mér núna er orðið fullt fyrir jól. Þetta er í raun spurning um hvað maður ætlar að vinna lengi á daginn og um helgar,“ segir Hrafnhildur Harðardóttir, hár- snyrtir hjá Portinu, í samtali við Morgunblaðið. Bókanir hafa hrannast inn hjá Hrafnhildi eftir að í ljós kom að hár- greiðslustofur mætti opna að nýju á morgun. Takmarkanir verða þó áfram í gildi og þurfa hársnyrtar að hlíta stíf- um sóttvarnareglum. Einungis tíu mega vera inni á stofunni hverju sinni. „Fyrstu tvær vikurnar mega bara tíu kúnnar vera inni í einu. Það gerir þetta svolítið flókið þar sem við erum sjö að vinna á Portinu. Yfirleitt erum við með tvo kúnna inni í einu þannig að við þurfum að reyna að dreifa þessu meira og vinna um helgar,“ segir Hrafnhildur og bætir við að ekki sé víst að allir komist að fyrir jól. „Við reynum að gera okkar besta til að redda öllum en þetta er sérstök staða sem hefur ekki komið upp áður.“ Aðspurð segist Hrafnhildur vonast til að komið verði til móts við hár- snyrta með lokunarstyrkjum. Tekju- tapið sé mjög misjafnt, en í flestum til- fellum er það gríðarlegt. aronthordur@mbl.is Fullbókað í klippingu til jóla  Hársnyrtar vinna fram eftir og um helgar  Reyna að koma öllum að Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hársnyrtir Hrafnhildur segir að fullbókað sé í klippingu til jóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.