Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Kuldaskór Verð 21.995 Stærðir 41-46 Vatnsheldir • Innbyggðir broddar í sóla SMÁRALIND www.skornir.is Netversl un www.sko rnir.is Gróðrarstöðin Lambhagi flytur á hverju ári nokkur tonn af salati til Grænlands. Útflutningurinn hófst fyrir mörgum árum og hefur aukist síðustu ár. Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar, segir að útflutn- ingurinn sé í samstarfi við utanað- komandi aðila. „Fyrir mörgum árum hafði fólk samband við mig. Maðurinn var grænlenskur en konan íslensk. Þau langaði að þróa þetta og hafa síð- ustu ár verið að flytja ýmislegt út. Það er gert í gegnum fyrirtækið Banana, en auk salatsins er ýmislegt annað flutt út,“ segir Hafberg og bætir við að Lambhagi noti sérstakar pakkn- ingar fyrir salat sem flutt er til Græn- lands. „Nú erum við að sérpakka fyrir Grænaland. Þetta hefur verið að vinda upp á sig og verður alltaf ögn meira eftir því sem tíminn líður. Það er minna á veturna en samt er alltaf eitthvað flutt út.“ Sumrin hafa verið góð Gróðrarstöðin framleiðir í dag um 500 tonn af salati árlega og því er út- flutningurinn til Grænlands einungis brot af starfseminni. Aðspurður seg- ist Hafberg þó vilja taka þátt í verk- efninu. „Við erum að breyta um pakkningar fyrir þá en við ætlum okkur virkilega að taka þátt í þessu. Þó að þetta sé ekki mikið þá hefur allt sitt að segja hjá okkur, sama hversu lítið það er,“ segir Hafberg, en salan hefur verið sérlega góð á sumrin. „Sumrin hafa verið góð, fyrir utan síð- asta sumar reyndar. Í fyrra t.d. var verulega mikið að gera og við þurftum að skammta til að geta annað því.“ Hafberg segir að gera megi ráð fyr- ir aukningu í sölu á salati á Grænlandi næstu ár. „Þetta eru grannar okkar og við erum ánægð með að vera að flytja vörur þangað. Það er áhugi fyrir ræktun þarna,“ segir Hafberg sem sjálfur kveðst spenntur fyrir þróun- inni þar í landi. „Þetta er svipað og þegar ég byrjaði hér þar sem ég stóð í verslunum og þurfti að segja fólki að þetta væri matur en ekki skraut á disk. Þau eru ekkert vön því að vera með salat á milli tannanna. Ég sé fyrir mér vöxt þarna, þótt það verði ekkert endilega í gegnum okkur.“ aronthordur@mbl.is Lambhagi selur salat til Grænlands  Árlega fara nokkur tonn af vörum fyrirtækisins með skipum til Grænlands Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðrarstöð Hafberg er aðaleigandi stöðvarinnar sem hefur verið í vexti. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur gert athugasemdir við áform- aðar breytingar á endurskoðuðum mörkum friðlýsingar við Skógafoss og nágrenni. Að mati sveitarstjórn- ar er allt of mikið land undir sem sveitarstjórn telur ekki þörf fyrir að friðlýsa og friðlýsing þjóni þar engum tilgangi. Sveitarstjórn legg- ur ríka áherslu á að fylgt verði þeim friðlýsingarmörkum sem eru í gildandi deiliskipulagi á svæðinu, segir í samhljóða samykkt sveitar- stjórnar fyrr í þessum mánuði. Að sögn Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra í Rangárþingi eystra, var það að beiðni sveitarfélagsins, sem friðlýsingin var tekin til endur- skoðunar. Ástæða þess var að Skógá hafði breytt um farveg á kafla neðan við Skógafoss og fór þar útfyrir mörk hins friðlýsta svæðis. Við endurskoðun Umhverf- isstofnunar hafi auglýst svæði frið- lýsingar verið stækkað óþarflega mikið. Vongóð um breytingar Lilja segir að fulltrúar sveitar- félagsins hafi tekið þátt í undir- búningi að breytingunum, en ekki hafi verið tekið tillit til þeirra sjón- armiða. Hún segist gera sér góðar vonir um að friðlýsta svæðið verði ekki stækkað meira en þörf sé á. Í kynningu á áformum Umhverf- isstofnunar um endurskoðun á frið- lýsingunni segir að svæðið hafi um árabil verið vinsæll og fjölsóttur áningarstaður ferðamanna og innan marka náttúruvættisins liggi ein vinsælasta gönguleið landsins, Fimmvörðuháls. Lagfæringar á Skógaheiði og neðan við Skógafoss „Rangárþing eystra hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að breyta mörkum náttúruvættisins á þann hátt að mörkin verði fær lengra til austurs frá Skógá þar sem hún liggur á Skógaheiði. Skógá hefur […] út fyrir núverandi mörk neðan við Skógafoss og lagt er til að þau verði lagfærð þannig að áin sé öll innan markanna,“ segir í kynningunni. Í kjölfar kynningartímans munu fulltrúar Umhverfisstofnunar, Rangárþings eystra, landeigenda og umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins vinna drög að friðlýsingarskil- málum og leggja fyrir þá sem hags- muna eiga að gæta. Fyrirhuguð friðlýsing mun að lokum verða aug- lýst opinberlega í þrjá mánuði og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlagða tillögu. Hægt er að gera athugasemdir við áformin til Umhverfisstofnunar til 4. desember. Of mikið land undir friðlýsingu  Áform um breytingar við Skógafoss Morgunblaðið/RAX Skógafoss Vinsæll áningarstaður og ekki amalegt að taka þar sjálfu. Hafrannsóknastofnun vinnur nú með Ríkiskaupum að gerð útboðs vegna smíði nýs hafrannsóknaskips. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, sagði á ársfundi á föstudag að vel hefði verið unnið að undirbúningi smíðinnar með þarfa- greiningu, frumhönnun og verð- könnunum. Vonandi yrði hægt að hefja smíðina á næsta ári en gert væri ráð fyrir tveggja ára smíðatíma. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra vék að nýja hafrann- sóknaskipinu í ávarpi á ársfundinum. Sagði hann að skammt væri þar til smíði þess hæfist og myndi nýtt skip nýtast stofnuninni vel til eflingar á rannsóknum sínum. Alþingi samþykkti einróma á sér- stökum hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni 100 ára full- veldisafmælis að smíða nýtt hafrann- sóknaskip í stað Bjarna Sæmunds- sonar sem er 50 ára. Samþykkt var að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýja skipsins. Hitt skip Hafró, Árni Friðriksson, sem var smíðað árið 2000, verður áfram í rekstri. Reksturinn í jafnvægi Sigurður vék að rekstri stofnunar- innar og sagði að fjármögnun á grunnstarfsemi hefði ekki byggst á nægilega traustum grunni. Treyst hefði verið á sjóði eins og verkefna- sjóð sjávarútvegsins með breytilegu tekjustreymi. Stofnunin hefði þurft að hagræða í rekstri á síðasta ári, sem hefðu verið erfiðar aðgerðir þar sem fækkað var störfum í stoðþjón- ustu og yfirstjórn. Auk hagræðinga hefði verið unnið að traustari fjármögnun með ráðu- neyti, ráðherra og fjárveitingavald- inu. Þá hefði verið unnið að marg- víslegum umbótaverkefnum í rekstri sem gerðu reksturinn markvissari. Góðu fréttirnar væru einnig að rekstur þessa árs væri í jafnvægi. Velta stofnunarinnar í ár væri um 4,2 milljarðar og sértekjur 1,2 milljarð- ar. Laun væru um 65% af gjöldum. Nú eru rúmlega 170 starfsmenn á stofnuninni, nokkrir þeirra í hluta- starfi. Af heildarfjöldanum eru tæp- lega 40 á skipunum. Um 25 stöður eru á landsbyggðinni. Starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar eru þátttakendur í ellefu Evr- ópuverkefnum úr Horizon 2020- áætluninni. Heildarstyrkupphæð þeirra er 433 milljónir króna og sagði Sigurður að þessi árangur hefði auk- ið rannsóknarstyrk stofnunarinnar mikið. aij@mbl.is Styttist í útboð á rann- sóknaskipi fyrir Hafró  Vonandi hægt að hefja smíði 2021 Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Rannsóknir Hálf öld er síðan Bjarni Sæmundsson var tekinn í notkun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.