Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Svo virðist sem samgöngu-sáttmáli höfuðborgarsvæð- isins eigi að hafa þann tilgang fyrst og fremst að þvinga sérvisku meirihlutans í Reykjavík upp á höfuðborg- arsvæðið í heild sinni. Í ofanálag á að láta landsmenn alla greiða fyrir sérviskuna með aðkomu ríkisins að sáttmálanum.    Borgarlínan rándýra ogóhagkvæma er þungamiðja sáttmálans að mati meirihluta þeirra sem stjórna nú Reykjavík og virðist raunar það eina sem sá meirihluti hefur áhuga á í samgöngumálum svæðisins.    Sundabrautin virðist í bestafalli eiga að vera neð- anmálsgrein við sáttmálann sem ekki verði lesin nema meirihluta borgarstjórnar þóknist. Ekkert bendir til að honum þóknist það.    Enn eitt dæmið er komið upp.Um helgina sagði Morg- unblaðið frá gagnrýni Jóns Gunnarssonar, alþingismanns og fyrrverandi samgöngu- ráðherra, á áform um ljósastýrð gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Benti hann á að mislæg gatnamót væru mun betri leið og öruggari, og að auki í samræmi við samgöngu- sáttmálann.    Þau mislægu gatnamót virð-ast stranda á því, eins og önnur mislæg gatnamót sem brýn þörf er á að gera, að sér- viska meirihlutans í borginni leyfir ekki mislæg gatnamót.    Hvers vegna tekur ríkið þáttí þessu fyrir almannafé? Jón Gunnarsson Hvers vegna? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eldsneytisskortur er talin meginástæða þess að flug- vél af gerðinni Piper PA-23 brotlenti nærri flugvell- inum við Múlakot 9. júní í fyrrasumar. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega þegar vélin brotlenti. Svo virðist sem mistök hafi verið gerð í eldsneytisút- reikningum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Í skýrslunni er nefnt að hugsanlegt reynsluleysi flugmannanna tveggja á þessa tilteknu vél hafi haft áhrif. Flugmennirnir voru tveir feðgar, sá yngri tvítugur og hinn eldri 55 ára. Þeir fóru ásamt þremur fjöl- skyldumeðlimum í einkaflug 9. júní 2019. Báðir flug- mennirnir létust auk farþega sem var móðir annars flugmannsins. Hinir tveir farþegarnir slösuðust al- varlega. Á umræddum degi var ætlunin að fljúga frá Múlakoti austur að Vík í Mýrdal. Auk þess var ætl- unin að fljúga austur á Djúpavog og svo til baka í Múlakot. Slysið varð þegar komið var til baka í Múla- kot. Að sögn farþega var ekki tekið eldsneyti á þeim stöðum sem stoppað var á, enda ekki auðsótt að nálg- ast það eldsneyti sem passaði fyrir flugvélina á þeim flugvöllum sem voru nærri. Eldri flugmaðurinn hafi talið að eldsneytið nægði, samkvæmt skýrslunni. Brotlenti vegna eldsneytisskorts  Mistök líklega gerð við eldsneytisútreikninga Slys Þrír létust í slysinu, tveir flugmenn og einn farþegi, og tveir farþegar slösuðust alvarlega. Vegna fjárhagslegrar end- urskipulagningar Herjólfs ohf. kemur til greina að engir starfs- menn verði lengur í afgreiðslu fé- lagsins við Landeyjahöfn og Þor- lákshöfn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herj- ólfs ohf. Verktaki hefur séð um afgreiðsl- una við Landeyjahöfn og Þorláks- höfn og eru starfsmennirnir þar því ekki á vegum Herjólfs ohf. Um er að ræða fimm til sex starfs- menn, að sögn Guðbjarts. „Út- færslan eða niðurstaðan liggur ekki fyrir hvort þetta verður áfram með óbreyttu sniði eða hvort það verða gerðar breyt- ingar,“ segir hann en meðal ann- ars velta menn fyrir sér hvort ger- legt sé að hafa afgreiðsluna mannlausa og fólk geti þjónustað sig sjálft. „Áhrifin af Covid hafa verið allveruleg á félagið. Við er- um að reyna að aðlaga okkar rekstur að því umhverfi og leita allra leiða,“ segir Guðbjartur. freyr@mbl.is Íhuga að hætta með starfsmenn í afgreiðslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Öllum starfsmönnum ferjunnar hefur verið sagt upp störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.