Morgunblaðið - 17.11.2020, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný verslun Góða hirðisins verður opnuð á fimmtudag á jarðhæð ný- byggingar sem er á horni Baróns- stígs og Hverfisgötu. Þar eru fjög- ur verslunarrými, veitingarými, bílakjallari og 38 íbúðir sem eru allar seldar nema ein. Fyrir er Góði hirðirinn með verslun með not- aða hluti í Fells- múla 28. Um 60% sölunnar hafa verið í smá- vöru en meðal varnings er barnavara, raftæki og húsgögn. Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, leggur áherslu á fjölbreytt vöruframboð. „Verslunin verður í 300 fermetra rými og vöruframboðið þverskurður af því sem hefur verið í boði hjá Góða hirðinum. Rýmið er töluvert minna en í Fellsmúlanum en við munum gera okkar besta til að hafa breytilegt vöruframboð dag frá degi,“ segir Ruth. Fjölbreyttur hópur „Hugmyndin er að koma sem flestu í endurnot og eins að mæta þörfum viðskiptavinarins. Við sjáum fyrir okkur fjölbreyttan hóp viðskiptavina í miðbænum. Það er til dæmis margt ungt fólk að hefja búskap í miðbænum og það er ekki endilega að leita að hönnunarvöru heldur horfir meira í hagkvæmni og verð. Við viljum höfða til þessa hóps og líka þeirra sem eru að leita að hönn- unarvöru, á borð við tekkhúsgögn,“ segir Ruth. Húsgögn úr Airbnb-íbúðum Hún segir mikla sölu á nýjum hús- gögnum í ár skila sér í auknu fram- boði á notuðum húsgögnum. „Fólk hefur hugað að nær- umhverfi sínu í faraldrinum, betr- umbætt og tekið til á heimilinu. Þannig að við erum að sjá mikið koma inn af húsgögnum. Eins eru greinilega margir að hætta útleigu Airbnb-íbúða og selja íbúðirnar, sem birtist í kommóðum og nátt- borðum sem koma til okkar. Það má lesa margt úr framboðinu sem kemur hingað,“ segir Ruth um framboðið. Góða hirðinum berist nú mikið af vel með förnum hús- gögnum. Jafnframt verði lögð áhersla á að bjóða gott framboð af notuðum bókum í versluninni. „Við ætlum að vera með bækur enda hefur það verið okkur hug- leikið að halda bókinni á lofti. Við fáum óheyrilegt magn bóka til okkar. Fólk er að taka niður bóka- hillurnar á heimilunum og margir hlusta orðið á hljóðbækur, til dæmis hjá Storytel. Þannig að við munum klárlega hafa bækur til sölu og eins raftæki, ljós og lampa og eldhústæki,“ segir Ruth. Spurð hvernig leigusamningur hafi verið gerður á Hverfisgötunni segir hún samningsformið hafa verið kallað „uppsprettu,“ sem á ensku er gjarnan nefnt pop-up. „Við höfum tækifæri til að vera hér áfram ef versluninni verður vel tekið,“ segir Ruth. Vörumóttaka bakdyramegin Spurð um bílastæðamál hjá versl- uninni segir Ruth að hægt verði að taka á móti vörum í innkeyrslunni baka til, Barónsstígsmegin. Það sé vissulega áskorun að reka verslun með fáum stæðum. „Ég byrjaði að vinna í mið- bænum 18 ára, hóf mína starfsemi þar og hef ætíð haft miklar mætur á miðbænum. Þar sem eru ný verslunarrými hefur þó dálítið gleymst að gera ráð fyrir bílastæð- um. Á hinn bóginn lifir orðið stór hópur fólks bíllausum lífsstíl, hugs- ar umhverfisvænt og endurnýtir hlutina. Málið snýst um að vera í tengslum við almennings- samgöngur,“ segir Ruth og nefnir að um 400 bílastæði séu í bíla- húsum í göngufæri við verslunina á Hverfisgötu. Opna verslun á Hverfisgötu Morgunblaðið/Eggert Á Hverfisgötu Líf er að færast í nýbyggingar á þéttingarreitum.  Góði hirðirinn opnar útibú í nýbyggingu á Hverfisgötu  Nýtur góðs af miklu framboði af vel með förnum húsgögnum  Ungt fólk kaupir sífellt meira notað Ruth Einarsdóttir 17. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.05 Sterlingspund 180.5 Kanadadalur 104.28 Dönsk króna 21.74 Norsk króna 14.974 Sænsk króna 15.791 Svissn. franki 149.86 Japanskt jen 1.3066 SDR 194.6 Evra 161.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.3887 Hrávöruverð Gull 1878.2 ($/únsa) Ál 1918.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.2 ($/fatið) Brent Rútufyrirtækið Teitur Jónasson mun skila hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir þau miklu skakkaföll sem fylgt hafa útbreiðslu kórónu- veirunnar og lömun ferðaþjónust- unnar í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fylgir nýbirtum árs- reikningi fyrirtækisins fyrir árið 2019. Þar kemur fram að tekjustofn- ar fyrirtækisins séu fjölbreyttir og að það hafi skipt sköpum fyrir fyrir- tækið að hafa tryggt sér langtíma- samning um akstur fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu. Gera ráð fyrir hröðum bata Í yfirlýsingunni segir að áhrifa faraldursins muni hins vegar gæta á efnahag fyrirtækisins. Tekjur séu minni meðan lokað sé fyrir komu ferðamanna til landsins. Hins vegar geri stjórn félagsins ráð fyrir hröð- um bata þegar ferðalög hefjist að nýju milli landa. Bent er á að fjár- hagsstaða félagsins sé sterk, vegna ábyrgrar efnahagslegrar stjórnar undanfarinna ára og markvissra að- gerða til að sporna við áhrifum af veirufaraldrinum. Eigið fé félagsins hafi verið 600 milljónir um áramót og eiginfjárhlutfallið 76%. Samkvæmt ársreikningi síðasta árs skilaði félagið 35,9 milljóna króna hagnaði og námu tekjur tæp- um 902 milljónum króna á árinu. Var hagnaðurinn þó mun minni en árið 2018 þegar hann nam 143,6 milljón- um en það ár var velta félagsins 843 milljónir króna. Eignir Teits Jónas- sonar í árslok 2019 námu 805 millj- ónum króna og höfðu minnkað um 68 milljónir frá fyrra ári. Skuldir voru 194 milljónir króna og höfðu dregist saman um 59,5 milljónir króna frá fyrra ári. ses@mbl.is Teitur mun skila hagnaði  Sterk eiginfjár- staða hjá fyrirtækinu Morgunblaðið/Golli Gamalgróið Teitur Jónasson hyggst standa af sér storminn sem nú geisar. Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fasteignafélagið Reitir hagnaðist um 889 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi, samanborið við 629 millj- ónir króna á sama fjórðungi í fyrra. Leigutekjur drógust saman um tæp- ar 300 milljónir og rekstrarkostnað- ur hækkaði um 50 milljónir. Stjórn- unarkostnaður dróst saman um 9 milljónir milli tímabila. Það eru hins vegar matsbreyting- ar fjárfestingareigna sem gera gæfumuninn og eru þær jákvæðar um 1.327 milljónir króna á tíma- bilinu, samanborið við 192 milljónir yfir sama tímabil 2019. Rekstrar- hagnaður er því 2.920 milljónir en var 2.095 milljónir í fyrra. Það sem af er ári nemur tap Reita 335 milljónum króna, samanborið við 2.554 milljóna króna hagnað yfir fyrstu níu mánuði síðasta árs. Það sem af er ári hafa matsbreytingar fjárfestingareigna verið neikvæðar um 787 milljónir króna en voru já- kvæðar um 1.990 milljónir á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Rekstrar- tekjur hafa dregist saman um 633 milljónir króna milli ára. Bjartsýni um uppgang næstu ár Reitir gera ráð fyrir að áhrif kór- ónuveirufaraldursins verði mestar á félagið á yfirstandandi ári og að fréttir af þróun virks bóluefnis auki bjartsýni um að staðan muni batna strax á næsta ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifa faraldursins muni gæta farm á árið 2022. Mest séu áhrifin á hótel og gististaði og lang- stærstur hluti tapaðra tekna tengist starfsemi af því tagi. Í lok þriðja ársfjórðungs námu fjárfestingareignir Reita 147 millj- örðum króna og höfðu lækkað um 2 milljarða frá áramótum. Eigið fé fé- lagsins var 45,5 milljarðar og hafði lækkað um rúma tvo milljarða frá áramótum. Skuldir félagsins stóðu í 106 milljörðum og höfðu hækkað um rúma tvo milljarða frá áramótum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 30% og hafði lækkað um 1,4 prósentur frá áramótum. Hagnaður Reita 889 milljónir króna  Segja skilyrði fyrir öflugri jólaverslun innanlands vera að skapast Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.