Morgunblaðið - 17.11.2020, Side 15

Morgunblaðið - 17.11.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Jólatré Stærðarinnar tré við Fógetagarðinn í miðbæ Reykjavíkur varpar bláum bjarma á nærumhverfi þess, enda er tréð klætt í bláan jólabúning þótt enn sé rúmur mánuður til jóla. Eggert Almennt ræður fólk sínum næturstað, sem betur fer. Hið opinbera er lítið að vasast í því, en þegar kemur að því að velja sér næturstað inn í eilífðina virðist annað vera upp á teningnum. Löggjafinn hefur á því miklar skoðanir. Við sjáum það gjarnan í er- lendum kvikmyndum að aðstandendur koma saman og dreifa ösku ástvina yfir landsvæði eða stöðu- vatn, nú eða jafnvel leyfa duftkeri að hvíla á arinhillunni. En á Íslandi er þetta ekki leyfilegt heldur skal askan jarðsett. Sækja þarf sérstaklega um undanþágu á þessu ákvæði og er það aðeins veitt ef öskunni er dreift á einn stað og það er yfir öræfi eða sjó. Ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheim- ilt er að geyma duftkerið fram að ráð- stöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Undanþáguumsóknum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og hlutfall er- lendra ríkisborgara aukist. Líklegt verður þó að telja að útlendingar hafi dreift hér ösku látinna ástvina án þess að sækja um sérstakt leyfi, enda mörg- um ekki ljóst að hér séu í gildi ströng lög um dreifingu ösku. Í flestum lönd- um er löggjöfin mun opnari, ef það eru þá á annað borð einhver lög um dreif- ingu ösku. Óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds- árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjöl- skyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Af hverju? Ég sé enga ástæðu fyrir opinberri íhlutun um jarðneskar leifar fólks og mér finnst að fólk eigi að hafa frelsi til að ákvarða sinn hinsta náttstað. Ég hef því lagt fram á Alþingi breyt- ingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerum eftir lík- brennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafn- framt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu til að grafa kerin niður í graf- arstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verð- ur um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglu- gerð, t.d. með upplýsingum til leg- staðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkams- leifa og þar má setja upp minning- arskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er fyllilega treystandi til að út- færa sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Eftir Bryndísi Haraldsdóttur »Ég sé enga ástæðu fyrir opinberri íhlut- un um jarðneskar leifar fólks og mér finnst að fólk eigi að hafa frelsi til að ákvarða sinn hinsta náttstað. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. bryndish@althingi.is Á hver að ráða sínum næturstað? Faraldur kórónuveirunnar snýst ekki um það eitt að ógna lífi og heilsu fólks. Hann hefur lamað heilu starfsgreinarnar, hægt á flestum hjólum atvinnu- lífsins, skert mikilvæga opinbera þjónustu, ekki síst á sviði heil- brigðis- og menntamála, og aukið mjög atvinnuleysi á skömmum tíma. Atvinnuleysið nú er meira en þegar mest var eftir banka- hrunið. Hagfræðihugtök og mannlífið Við skulum ætíð hafa það hug- fast að slík félagsleg og hag- fræðileg óáran bitnar að lokum á einstaklingum og fjölskyldum, ekki síst sem félags-, fjármála- og heilsufarslegur vandi. Þó svo að bjartsýnustu spár gangi eftir um þróun og dreifingu bóluefnis og rénun faraldursins, er það engu að síður samdóma álit flestra sér- fræðinga sem reynt hafa að spá í spilin, hér á landi og víðar, að við eigum enn eftir að sjá þessar til- teknu afleiðingar af faraldrinum aukast og að ekki séu líkur á eðli- legu lífi fyrr en næsta vetur. Enn sér ekki fyrir endann á því hversu djúp og varanleg strik faraldurinn hefur sett í samfélög okkar og líf einstaklinganna. Tillagan er hluti af aðgerðum til viðspyrnu vegna heimsfaraldurs Vegna vaxandi atvinnuleysis, fjárhagsvanda, farsóttarþreytu, félagslegrar einangrunar og al- menns kvíða hefur þörf á al- mennri, margþættri ráðgjöf, sál- gæslu og margvíslegum stuðningi við fjölskyldur og einstaklinga aukist gífurlega á síðustu mán- uðum. Við stöndum því frammi fyrir meiri þörf á þessu sviði en við höfum gert um langt árabil. Í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til á borgarstjórnarfundi að komið verði upp tímabundnu ráð- gjafatorgi á vegum velferðarsviðs til að þjónusta borgarbúa með fjartækni. Þannig verði þjónustan aðgengilegri, skjótvirkari og hag- kvæmari, Slíkt verklag hefur mjög verið í deiglunni að undanförnu, t.d. tilraunir með fjarheilbrigð- isþjónustu fyrir landsbyggðina. Það fyrirkomulag ætti að draga úr álagi á þjónustumiðstöðvar borg- arinnar og auðvelda aðgengi borg- arbúa að þjónustunni. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg nýti ný- sköpun og tækni í auknum mæli til að þróa þjónustu við borgarbúa í takt við breyttar aðstæður í sam- félaginu. Tillagan er hluti af að- gerðum, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram, til viðspyrnu vegna heimsfarald- urs Covid-19 Samstarf við háskólastúdenta Við leggjum til að velferðarsvið hafi frumkvæði að því að manna ráðgjöfina með samstarfi við há- skólana. Félög háskólastúdenta yrðu virkjuð í því skyni. Há- skólanemar á sínum sérsviðum yrðu tímabundið fengnir til að sinna hinni ýmsu ráðgjöf undir handleiðslu sérfræðinga, s.s. á sviði fjármála, lögfræði, félags- og sálfræði. Hliðstæðu úrræði var komið á í efnahagshruninu þar sem laganemar við Háskóla Ís- lands voru fengnir til að sinna lög- fræðiráðgjöf við borgarbúa í sam- starfi við Reykjavíkurborg. Við leggjum til að sú jákvæða reynsla verði nýtt og útvíkkuð, en há- skólanemar á efri stigum fengju þannig dýrmæta reynslu á sínum sviðum. Á sama tíma og álita- og úr- lausnarmál eiga eftir að hrannast upp á næstu mánuðum getur Reykjavíkurborg gengið fram fyr- ir skjöldu í þessum efnum og veitt mikilvæga þjónustu með skjótum og hagkvæmum hætti. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur, Örn Þórðarson og Egil Þór Jónsson » Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja til að komið verði upp tímabundnu ráðgjafatorgi á vegum velferðarsviðs til að þjónusta borgarbúa með fjartækni. Marta Guðjónsdóttir Höfundar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. Ráðgjafatorg vegna kórónuveiru Örn Þórðarson Egill Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.