Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 ✝ Guðbjörg Tóm-asdóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1942. Hún lést á Landspítala Landa- koti 30. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Katrín Nørgård Vigfússon, ljósmyndari frá Mors í Limafirði, Jótlandi, f. 28. mars 1904, d. 11. janúar 2000 og Tóm- as Vigfússon byggingameistari, sonur Guðbjargar Árnadóttur og Vigfúsar Sigurðssonar Græn- landsfara, f. 24. júní 1906, d. 1. febrúar 1974. Þau Katrín og Tómas bjuggu lengst af á Víðimel 57 í Reykjavík og síðan á Grenimel 41. Systur Guðbjargar eru Elsa María Tómasdóttir Grimnes, f. 1940 og Karen Tómasdóttir, f. 1947. Á jóladag 1963 giftist Guð- björg Guðbjarti Kristóferssyni kennara, f. 1941, og bjuggu þau alla tíð á Grenimel í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Tómas, brjóstholsskurðlæknir og pró- kennaraprófi frá Kennaraskól- anum 1963, stúdentsprófi frá sama skóla árið 1970 og BA-prófi í dönsku og ensku frá Háskóla Ís- lands árið 1975. Guðbjörg kenndi í Hagaskóla frá 1963 til 1977 er hún hóf að kenna dönsku við Verslunarskóla Íslands þar sem hún var við störf til 2005. Einnig kenndi hún dönsku tímabundið við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Menntaskólann við Hamrahlíð, Stýrimannaskólann og Sam- vinnuskólann. Auk þess var Guð- björg prófdómari í dönsku í fjölda ára bæði við grunnskóla- próf og við stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík og sat í ritnefnd Málfríðar, tímarits samtaka tungumálakennara, frá 1996 til 2001. Eftir farsælan feril sem kennari vann Guðbjörg við afgreiðslu og móttöku gesta í Listasafni Íslands frá 2005 til 2017. Útför Guðbjargar Tóm- asdóttur fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag, 17. nóv- ember 2020 kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. At- höfninni verður streymt á slóð- inni: https://livestream.com/luxor/ gudbjorg Á útfarardaginn má einnig nálgast virkan hlekk á slóð á: https://www.mbl.is/andlat fessor, f. 1965, kvæntur Dagnýju Heiðdal, eiga þau tvö börn: Guðbjörgu og Tryggva, í sam- búð með Maríu Sif Ingimarsdóttur, og tvö barnabörn, Hlyn Atla og Júlíu Ósk Tryggvabörn. 2) Hákon, doktor í raf- magnsverkfræði og framkvæmdastjóri, f. 1966, kvæntur Magneu Árna- dóttur og eiga þau fimm börn: Guðbjart, kvæntur Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur, Sig- urberg, Lilju, Árna Berg og Katrínu og eitt barnabarn, Há- kon Guðbjartsson. 3) Ingibjörg, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, f. 1980, gift Brynjólfi Þór Gylfasyni og eiga þau tvö börn, Guðbjörgu Lilju og Gylfa Þór. Guðbjörg lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík ár- ið 1959 og hélt þá í eitt ár sem skiptinemi á vegum AFS til Knoxville, Tennessee í Banda- ríkjunum. Hún lauk almennu Móðir mín varð hvíldinni fegin þegar hún skildi við á Landakoti 30. október síðastliðinn eftir erfiða tveggja ára baráttu við snúinn sjúkdóm. Sem betur fer hafði hún fram að veikindunum verið heilsu- hraust og átt góða og farsæla ævi, lengst af með föður minn, Guð- bjart Kristófersson, sér við hlið. Þau reyndust samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og bjuggu okkur systkinunum kær- leiksríkt heimili á Grenimelnum í sannkölluðu fjölskylduhúsi, með okkur fimm á efstu hæðinni og ömmu Katrínu á miðhæðinni. Síð- ar hófum við Dagný búskap í kjall- aranum og börnin okkar tvö gátu því daglega heimsótt ömmu og afa á efstu hæðinni. Eftir framhalds- nám erlendis höfum við Dagný búið á miðhæðinni og nú eru barnabörnin okkar komin í kjall- arann. Þessi samgangur kynslóða hefur veitt okkur öllum mikla ánægju, ekki síst mömmu sem alla tíð lagði mikla rækt við fjölskyld- una. Samtals bjuggum við mamma undir sama þaki í 44 ár en forsenda þess var hversu náin við vorum og góðir vinir. Það voru forréttindi að alast upp á heimili tveggja kennara þar sem fróðleik- ur var í hávegum hafður og for- eldrarnir hvetjandi. Þetta átti ekki síst við um tungumál og ís- lensku sem lágu svo vel fyrir mömmu, og hún sífellt að brýna fyrir okkur systkinum vandað mál. Hún hafði gaman af lestri góðra bóka en var einnig mjög listhneigð, sérstaklega þegar kom að klassískri tónlist og óperum. Eins og þeir sem heimsótt hafa heimili foreldra minna geta borið vott um, þá var hún mikill fagur- keri og hafði unun af fallegri hönnun. Auk þess var hún ávallt vel klædd og reisn yfir fasi henn- ar. Átti hún til að segja við mig: „Tommi minn, fátt er betra fyrir sálartetrið en að kaupa sér fallega flík“ – heilræði sem ég hef senni- lega á stundum ofnotað. Mamma hafði gaman af því að ferðast, enda barnabarn Vigfúsar Græn- landsfara Sigurðssonar, og í sum- arfríum ferðuðumst við saman fjölskyldan, jafnt innanlands sem utan. Framan af var sofið í tjaldi en síðar tók hvíta Volkswagen „rúgbrauðið“ við sem pabbi hafði innréttað í samráði við mömmu. Mamma valdi sér kennslu sem ævistarf og þúsundir nemenda hennar geta vottað um þann metnað sem hún lagði í starf sitt sem dönskukennari. Hún var helsti hvatamaður þess að ég legði stund á læknisfræði en á náms- árum sínum hafði hún kynnst umönnunarstörfum á Heilsu- verndarstöðinni og líkað vel. Hún fann hjá sér köllun að leggja fyrir sig hjúkrunarfræði en kennara- starfið varð fyrir valinu. Í staðinn náði hún í störfum sínum sem kennari að rétta öðrum hjálpar- hönd – en utan vinnutíma var hún einnig óþreytandi að sinna ætt- ingjum og vinum sem áttu um sárt að binda og alltaf úrræðagóð. Lífsspeki hennar var einföld; að sjá það besta og jákvæða í fari hverrar manneskju og aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum eða dæma fólk, eða eins og æsku- vinur minn komst að orði: „Guð- björg var einfaldlega góð kona“ – sem eru eftirsóknarverð eftir- mæli. Hvíl í friði elsku mamma. Tómas Guðbjartsson. Tengdamóðir mín, Guðbjörg Tómasdóttir, er nú fallin frá og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Við Inga hófum búskap okkar í kjallaranum á Grenimel 41 og naut ég þeirra for- réttinda að búa í sama húsi og tengdaforeldrar mínir í hartnær 10 ár og var samgangurinn mikill. Ekki jókst svo fjarlægðin mikið við flutninga á Hagamelinn, „hin- um megin við garðinn“, enda sagði Inga ávallt að naflastrengurinn þyldi ekki of mikið tog. Þessi mikli samgangur varð til þess að á milli okkar Guðbjargar myndaðist góð og dýrmæt vinátta, en þau voru mörg skiptin sem ég rölti upp til hennar til að fá mér einn kaffibolla sem oft og tíðum endaði í fleiri en einum bolla og löngu spjalli. Um- ræðuefnin voru fjölbreytt, allt frá málefnum líðandi stundar til frá- sagna frá gömlum tímum og sög- um af barnabörnunum, en tengda- móðir mín hafði einstakt lag á því að nálgast viðmælendur sína út frá áhugasviði þeirra. Sérstaklega minnist ég frásagna af Tómasi föður hennar, Vigfúsi afa hennar Grænlandsfara og af fjölskyldu hennar í Danmörku. Það fór ekki á milli mála hvað henni þótti vænt um þennan uppruna sinn. Þá spurði hún ávallt frétta af mínu fólki sem var svo lýsandi fyrir ein- lægan áhuga hennar á velferð og högum annarra. Tengdamóðir mín hafði jafnframt einstaklega góða og afslappaða nærveru og færðist ávallt ró yfir mann þegar maður kom í heimsókn. Þótti þá ekkert sjálfsagðara en að fá að dotta rétt í sófanum eftir kaffi- spjallið með útvarpið í bakgrunni. Guðbjörg hafði unun af því að hafa fallegt í kringum sig en heim- ili tengdaforeldra minna ber sam- eiginlegum áhuga þeirra hjóna á fallegri hönnun glögg merki. Þá eru minnisstæð matarboðin á efri hæðinni þar sem Guðbjörg lagði ætíð áherslu á fallegt borðhald og skipti þá engu hvort um væri að ræða hversdagsmat fyrir fáa eða hátíðarmálsverð með stórfjöl- skyldunni. Þessi vandvirkni og natni var reyndar lýsandi fyrir svo margt í fari tengdamóður minnar. Guðbjörg var líka ávallt boðin og búin að leggja okkur unga parinu lið og allt var þetta gert af svo mikilli hógværð og hugulsemi. Sem dæmi birtust óumbeðið ný- straujaðar skyrtur á þvottasnúr- unum á morgnana sem stuðning- ur við nýútskrifaðan viðskiptafræðing að feta sín fyrstu fótspor á vinnumarkaði. Ég lærði fljótt að ekki þýddi að mótmæla og það eina í stöðunni væri að þiggja þessa einstöku velvild. Þegar börnin okkar, Guðbjörg Lilja og Gylfi Þór, komu svo í heiminn voru það sannkölluð for- réttindi að fá að búa svona nálægt ömmu og afa. Nutu börnin hverr- ar stundar með ömmu Guðbjörgu og myndaðist mikil vinátta þeirra í milli. Eftir að við fjölskyldan fluttum svo til Bandaríkjanna voru tengdaforeldrar mínir tíðir gestir hjá okkur. Er mér sérstak- lega minnisstæður sá tími þegar Guðbjörg kom út til okkar til að sjá um Gylfa Þór. Þá höfðu að- stæður okkar breyst skyndilega og Guðbjörg taldi það ekki eftir sér að koma út til okkar á fyrstu dögum nýs árs með litlum sem engum fyrirvara. Fengum við þá að hafa hana hjá okkur í dágóðan tíma sem veitti okkur margar góð- ar samverustundir, stundir sem nú þegar komið er að kveðjustund verða að enn dýrmætari minning- um um einstaka konu. Blessuð sé minning Guðbjarg- ar. Brynjólfur Þór Gylfason. Að leiðarlokum er mér ljúft og skylt að minnast tengdamóður minnar, Guðbjargar Tómasdótt- ur, sem hefur verið mér ómetan- leg stoð og stytta í lífi og starfi í tæp 40 ár. Þar af höfum við búið undir sama þaki í rúman aldar- fjórðung og hefur aldrei fallið skuggi á þá sambúð. Það er ekki hægt að hugsa sér betri tengda- móður og grannkonu enda var Guðbjörg einstaklega umhyggju- söm, nærgætin, ráðagóð og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Enga þekki ég sem hefur sýnt vinum og vandamönnum jafn mikla ræktar- semi og Guðbjörg. Það var ekki aðeins hennar nánasta fjölskylda og vinir sem nutu umhyggju hennar heldur fylgdist hún af áhuga með sinni stóru tengdafjöl- skyldu, fólkinu sínu í Danmörku og Noregi og vinum foreldra sinna og barna. Allir sem urðu á vegi hennar fengu athygli og hlýju og hún gaf sér alltaf tíma til að stoppa og spjalla hvort sem var í Melabúðinni, Vesturbæjarlaug- inni, Blómatorginu eða Úlfarsfelli á sínum tíma. Hún heimsótti þá sem áttu ekki heimangengt og skrifaði eða hringdi til þeirra sem bjuggu lengra í burtu. Oftar en ekki skrifaði hún minningargrein- ar um látið samferðafólk sitt þar sem hún dró upp einstaklega glögga mynd af viðkomandi. Guð- björg var næm á líðan annarra og tókst iðulega að láta fólki líða vel og laða fram það besta í hverjum og einum. Meira að segja tókst henni að láta nemendum í munn- legu stúdentsprófi í dönsku líða vel og kalla fram ánægjulegar minningar nemenda sinna löngu eftir að skólagöngu lauk. Ekki kynntist ég Guðbjörgu sem kenn- ara en hún hefur svo sannarlega kennt mér margt á samleið okkar í gegnum lífið og um tólf ára skeið var ég svo heppin að hafa hana sem samstarfskonu í Listasafni Íslands. Þar nýttist tungumála- kunnátta hennar vel og hún er minnisstæð samstarfsfólkinu fyrir góða nærveru og fagmannlegt við- mót gagnvart gestum safnsins. Hún naut þess einnig að mæta fal- lega klædd til vinnu en fágun, gæði og látleysi einkenndi fataval hennar eins og fas hennar allt. Síðustu árin hafa verið Guð- björgu erfið vegna heilsubrests. Eins og hún ritaði sjálf í eftirmæl- um um kæra vinkonu þá er sárt að kveðja en samt svo gott, því að hvíldin getur verið blessun. Ég kveð Guðbjörgu Tómasdóttur með virðingu og þakklæti. Minn- ing um mæta konu mun lifa. Dagný Heiðdal. Það er með djúpri sorg en miklu þakklæti sem ég minnist minnar yndislegu tengdamóður, Guðbjargar Tómasdóttur. Kynni okkar spanna hartnær 30 ár, allt frá því ég kom fyrst á fallega heimilið þeirra Guðbjarts. Þar var mér tekið opnum örmum og upp frá því var ég umvafin elsku henn- ar og einstakri umhyggju. Þeir eru margir og góðir þræð- irnir sem tengja fjölskyldur okkar Hákonar saman. Bæði erum við ættuð úr Arnarfirðinum og Guð- bjartur hafði kennt mér í MR. Ég hafði oft veitt honum og konu hans athygli á tónleikum Tónlistar- félagsins þar sem ég starfaði sem sætavísa. Þar tók ég eftir henni, þessari fíngerðu og fáguðu konu, hún ávallt við hlið Guðbjarts. Fað- ir minn hafði einnig sinnt prest- verkum fyrir fjölskylduna og æskuvinkona móður minnar var systurdóttir Guðbjarts. Móðir mín hafði sagt mér frá því þegar þær vinkonurnar sem voru nokkuð yngri en Guðbjartur fylgdust spenntar með honum og Guð- björgu draga sig saman og hvað þeim hefði fundist Guðbjörg vera einstaklega glæsileg stúlka. Amma mín á Bíldudal hafði það einnig á orði að það hefði verið al- talað hvað mennirnir í Hvestu hefðu ætíð verið lánsamir með kvonfang. Og í tilviki þeirra Guð- bjargar og Guðbjarts voru það vissulega orð að sönnu. Þau hjónin voru einstaklega samheldin og samstiga og á milli þeirra ríkti fal- leg vinátta og gagnkvæm virðing. Og þó ólík væru þá áttu þau marg- vísleg sameiginleg áhugamál, elskuðu að ferðast innanlands og utan og njóta ýmissa listviðburða, sér í lagi klassískrar tónlistar, og hafa þessi áhugamál erfst til barnanna þeirra allra. Hógværð og kyrrð eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Guðbjargar. Hún var einstaklega hlý kona og frá henni stafaði einmuna birta og ró. En Guðbjörg var ekki síður óspör á tímann sinn og sístækkandi hópur barnabarnanna naut góðs af því. Alltaf var amma Guðbjörg til stað- ar, reiðubúin að hlaupa undir bagga og aldrei lét hún sig vanta þegar barnabörnin komu fram á tónleikum, ballett- og leiksýning- um. Hún fylgdist af áhuga með lífi barnabarnanna og langömmu- börnin sem bættust í hópinn undir það síðasta veittu henni ómælda gleði. Stolt var hún af hópnum sín- um þó hún gætti þess ætíð að tala ekki fjálglega um afrek og sigra afkomenda sinna því orðvör var hún með afbrigðum og forðaðist allt oflof en gleðin var ósvikin og það fundum við öll. Það haustaði hratt í lífi Guð- bjargar. Síðustu árin voru henni þungbær og það var okkur þyngra en tárum taki að horfa upp á þess- ar óskiljanlegu þrautir sem á hana voru lagðar. Um það leyti sem haustvindarnir feyktu síðustu laufunum af trjánum fékk Guð- björg að endingu kærkomna hvíldina. Það er erfitt að ímynda sér lífið án elsku Guðbjargar okk- ar en huggun harmi gegn að það er svo margt sem minnir á hana alla daga. Ég sé brosið hennar og hugarþel í sonum mínum, gæsku hennar og listfengi í dætrum. Margt er að þakka. Söknuðurinn er áþreifanlegur, en við erum svo undurþakklát fyrir að hafa átt yndislega tengdamóður, móður og ömmu sem lifir áfram í hjörtum okkar allra. Guð blessi minningu hennar. Magnea Árnadóttir. Amma var ein af mínum bestu vinkonum og uppáhalds í alla staði. Hún mætti öllu og öllum með svo mikilli hlýju, skilningi og kær- leika. Það var auðvelt að deila með henni því sem var erfitt og sárt en líka því góða og gleðilega. Hún hjálpaði mér svo oft að sjá hlutina í bjartara ljósi – eiginleiki sem ég geri mitt besta til að rækta áfram í hennar anda. Annar eiginleiki sem ég hef alltaf dáðst að er hvernig henni tókst að fegra hversdagsleikann. Það eru ekki margir sem geta lát- ið eggjahræru líta út eins og lítið listaverk á heimsmælikvarða - en henni tókst það. Þar voru þau afi svo samstíga, að skapa heimili og líf þar sem fegurðin var ekki stíll heldur myndbirting dýpri gilda og nærveru. Að fá að deila hversdagsleikan- um á Grenimel, ótal kaffibollum og djúpnærandi samtölum um hvað lífið getur verið fallega skrít- ið er gjöf sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Það er ósköp sárt að kveðja, en þótt amma sé farin í ákveðnum skilningi veit ég að hún er og verður hjá okkur enn. Allt sem hún gaf lifir áfram eins og fræ í mold sem margfaldast þegar við munum, vökvum og gefum áfram. Ég sé hana í þessum fallega degi sem umlykur Vesturbæinn og sólargeislanum sem gægist inn um gluggann. Guðbjörg Tómasdóttir yngri. Nú er hún elsku amma mín bú- in að kveðja. Amma mín sem mér þótti svo mikið vænt um. Ég man eftir því þegar hún sótti mig í skól- ann og þá hljóp ég inn til hennar í bílinn með stórt bros á vör. Amma og ég gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman, til dæmis að fara á listasöfn og skoða falleg málverk. Svo fórum við oft á kaffi- hús og fengum okkur eina litla kökusneið. Við fórum oft í göngu- túr og stoppuðum á leikvelli og þar voru alltaf einhverjir litlir kettir en þegar ég sneri mér að ömmu og ætlaði að biðja hana um að koma með mér að róla, þá var hún komin með kött í fangið, samt sagði hún alltaf að hún væri ekki hrifin af köttum! Amma mín var líka mjög mikil sundkona get ég sagt ykkur. Oft fórum við saman í sund og fórum í heitu pottana, en það var nefnilega hún sem kenndi mér að fara ofan í heitu pottana og skilja að þeir eru mjög góðir í Vesturbæjarlauginni. Amma kom alltaf þegar ég var að spila á tón- leikum og ég man hvað mér fannst gott að horfa út í salinn og sjá fal- lega brosið hennar. Þá varð mér hlýtt í hjartanu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn á Greni- melinn. Amma var alltaf svo glöð að sjá mig. Mér fannst svo gaman að teikna með ömmu. Hún geymdi fullt af litum og blöðum í skúffu í eldhúsinu og ég elskaði að sitja með henni við eldhúsborðið og teikna. Amma kenndi mér til dæmis að teikna hjarta þegar ég var pínulítil og þegar ég hugsa til hennar núna þá sé ég hana inni í stóru hjarta og mér finnst gott að hugsa til þess að hún verður alltaf í hjartanu mínu. Katrín Hákonardóttir. Elsku systir okkar, Guðbjörg Tómasdóttir, lést 30. október á Landakoti eftir erfið veikindi. Við systurnar vorum þrjár, Guðbjörg í miðju, Elsa elst og Karen yngst. Við áttum heima í húsi foreldra okkar á Víðimel 57 og eigum margar góðar minningar frá þeim tíma. Það sem einkenndi Guðbjörgu var hlýja, hugulsemi og náunga- kærleikur. Hún var mannglögg og ræktaði vináttu af virðingu og væntumþykju sem hún sýndi í verki eins og gagnvart Auðuni mági sínum í hans veikindum. Á milli þeirra ríkti einstök vinátta og traust sem aldrei brást. Gestrisni er mikilvægur eigin- leiki sem Guðbjörg bjó yfir og bar hún umhyggju fyrir stórum ætt- ingjahópi. Foreldrar okkar lögðu ríka áherslu á að rækta fjöl- skyldutengslin bæði í föður- og móðurætt og gerði Guðbjörg það af einlægni og reisn. Tómas faðir okkar var elstur 8 barna sem öll eiga afkomendur og fjölskyldan því stór. Einnig var fjölskyldan í Danmörku fjölmenn, Katrín móð- ir okkar var fjórða elst í 12 systk- ina hópi og afkomendur margir. Áhugi Guðbjargar, tryggð og tengsl við móðurfólk okkar var ósvikið alla tíð. Dönskunám og kennsla, danskar bókmenntir og dönsk menning áttu mjög hug hennar og yljaði og gladdi móður okkar sem var í sambýli við dóttur sína og hennar fjölskyldu í rúm- lega 30 ár. Samgöngur milli landa jukust mjög á efri árum móður okkar og ferðahugur hennar var mikill. Aldrei brást Guðbjörg í að fylgja móður sinni og varð það að „þrí- hyrningssambandi“ milli Reykja- Guðbjörg Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.