Morgunblaðið - 17.11.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.11.2020, Qupperneq 26
SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir og lærikonur hennar í sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins. Kristianstad var stofnað árið 1998 en Elísabet tók við þjálfun félagsins árið 2009 og var tímabilið í ár hennar tólfta sem þjálfari liðsins. Liðið hafnaði í þriðja sæti deild- arinnar og komst ansi nálægt því að enda í öðru sætinu en þetta er besti árangur félagsins í efstu deild. „Ég er ótrúlega sátt við árangur tímabilsins,“ sagði Elísabet, eða Beta eins og hún er jafnan kölluð, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég verð samt að viðurkenna það að ég er hrikalegt svekkt líka, eins og staðan er í dag [gær], þar sem við töpuðum 2:1-fyrir Linköping í loka- umferðinni á eigin heimavelli. Á sama tíma tapaði Rosengård 1:0 á heimavelli fyrir Växjö þannig að ef við hefðum unnið og gert okkar gegn Linköping hefðum við hafnað í öðru sæti deildarinnar. Við komumst yfir í leiknum, 1:0, og mér fannst við spila leikinn nægi- lega vel til þess að vinna hann. Það var því gríðarlega svekkjandi að enda á að tapa leiknum og ég er satt best að segja alveg ofboðslega svekkt eins og sakir standa. Það er nefnilega stór munur á því að enda í öðru eða þriðja sæti, þegar kemur að undankeppi Meistaradeildarinnar, og ég trúi því varla enn þá að við höf- um klikkað á þessu. Ef einhver hefði hins vegar sagt mér það fyrir tímabilið að við ættum alvöru möguleika á öðru sæti deild- arinnar í lokaleik tímabilsins og á lokamínútunum, þá hefði ég eflaust ekki trúað því enda Gautaborg og Rosengård lang sterkustu lið deild- arinnar á pappírunum. Við erum komin ansi nálægt þessum liðum finnst mér og ég þarf sjálf að koma mér niður á jörðina á næstu dögum og vera ánægð með þetta,“ bætti El- ísabet við. Rólegra en oft áður Beta, sem er 43 ára gömul, hefur glímt við veikindi á tímabilinu en hún greindist með ristil í sumar, sársaukafullar smáblöðrur af völd- um hlaupabólu-ristilveiru, og það hefur haft áhrif á hennar störf á leik- tíðinni. „Verkaskiptingin er mun betri en hún var þar sem ég hef þurft að deila verkefnunum meira á tímabilinu en gengur og gerist vegna veikindanna. Það hefur gert okkur að betra þjálf- arateymi fyrir vikið og aðstoð- arþjálfararnir Björn Sigurbjörnsson og Johanna Rasmussen hafa verið algjörlega geggjuð, sem og Kristín Hólm Geirsdóttir, þrekþjálfari liðs- ins. Þau hafa tekið að sér mjög stór hlutverk innan félagsins og valdið þeim ótrúlega vel. Við erum búin að vinna þetta saman sem ein liðsheild ef svo má segja og ég hef sjálf lært að vera betri stjórnandi í þjálf- arateymi á leiktíðinni. Þetta hefur verið gríðarlega lærdómsríkt og á sama tíma hef ég líka slakað betur á en gengur og gerist. Ég tók reyndar UEFA Pro- þjálfaragráðuna á dögunum frekar óvænt þar sem ég fékk frest til að skila stærstu verkefnunum frá mér á næstu tveimur árum og planið var því að gera hlé á náminu. Ég er bara svo þrjósk að mér fannst ég þurfa að klára þetta á sama tíma og hinir og það hefur smá stress fylgt þessu öllu saman en þetta hefur engu að síður verið mun rólegra tímabil en und- anfarin ár. Líkaminn lætur mann vita þegar hlutirnir virka ekki og ég hef unnið allt of mikið í gegnum tíðina. Á sama tíma á ég mjög erfitt með að hafa lít- ið fyrir stafni og þegar allt kemur til alls þá er ég dálítið þessi týpa sem vill vera í smá ströggli. Ég er hins vegar ekki orðin nægilega góð af mínum veikindum og ræð þess vegna illa við það að vera að gera of mikið.“ Framar björtustu vonum Þrátt fyrir frábæran árangur fé- lagsins á tímabilinu hefur gengið á ýmsu í herbúðum liðsins. „Úrslitin voru framar öllum von- um þar sem við vorum í miklum meiðslavandræðum á ákveðnum tímapunkti á leiktíðinni. Við misst- um út alla varnarlínuna okkar sem dæmi og þurftum því að búa til nýja varnarlínu. Við færðum miðjumenn niður í miðvarðastöðurnar og feng- um líka inn nýja leikmenn. Það gekk algjörlega framar von- um að koma þessum leikmönnum inn í ný hlutverk. Heilt yfir höfum við gengið í gegnum erfið meiðsli á tímabilinu en það hefur líka verið virkilega gaman að sjá unga leik- menn sem eru uppaldar í félaginu koma inn í þetta og spila eins og al- gjörir englar.“ Elísabet ætlar sér að taka eitt ár í viðbót í Kristianstad og meta svo stöðuna. „Frá því að ég tók við liðinu hef ég alltaf hugsað um sænska meist- aratitilinn og ég mun halda áfram að reyna á meðan möguleikinn er til staðar. Ég mun að sjálfsögðu reyna aftur á næstu leiktíð og svo skoðar maður stöðuna. Ég get alveg við- urkennt að það er farið að kitla mig að prófa eitthvað allt annað og ég mun taka mér góðan tíma í að hugsa næstu skref. Hvar þau verða tekin þarf svo bara að koma í ljós en það styttist í það,“ bætti Elísabet við í samtali við Morgunblaðið. Kveðjustund í kortunum hjá Betu í Kristianstad?  Elísabet Gunnarsdóttir er á leið í Meistaradeildina eftir tólf tímabil í Svíþjóð Ljósmynd/@_OBOSDamallsv Þjálfarar Elísabet Gunnarsdóttir ræðir við leikmenn sína á meðan Björn Sigurbjörnsson fylgist með í bakgrunni. Elísabet Gunnarsdóttir » Fæddist 2. október 1976. » Knattspyrnuþjálfari í Sví- þjóð. » Var að ljúka sínu tólfta tíma- bili sem þjálfari Kristianstad. » Kristianstad fór í bikarúrslit árið 2019 en tapaði þar fyrir Gautaborg. » Var kjörin þjálfari ársins í sænsku deildinni árið 2017. » Hér heima stýrði hún ÍBV, Breiðabliki og Val áður en hún hélt utan eftir tímabilið 2008. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Danmörk Kolding - Holstebro............................. 32:32  Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot í marki Kolding.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir Holstebro. Svíþjóð Guif - Redbergslid ............................... 31:32  Daníel Freyr Ágústsson varði 15 skot í marki Guif. Skövde - Lugi ....................................... 32:24  Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í leikmannahópi Skövde. HANDBOLTI  Anton Sveinn McKee og liðsfélagar hans í Toronto Titans eru úr leik á ISL- mótaröðinni í sundi þetta árið en und- anúrslitin kláruðust í Búdapest í gær. Anton, sem hefur staðið sig frábær- lega í deildinni undanfarnar vikur, var sjötti í 100 metra bringusundi í gær er hann synti á tímanum 58,04 sek- úndur. Íslands- og Norðurlandamet hans í greininni er 56,30 sekúndur. Toronto Titans endaði í fjórða sæti og komst því ekki í úrslitakeppnina en að- eins tvö lið fara þangað. Nú tekur við hjá Antoni að undirbúa sig fyrir Ól- ympíuleikana í Tókýó næsta sumar þar sem hann er með keppnisrétt.  Spænski knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano er genginn til liðs við ÍBV en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Zamorano kemur til félagsins frá Vík- ingi í Ólafsvík og skrifaði hann undir tveggja ára samning við Eyjamenn. Sóknarmaðurinn kom fyrst til landsins árið 2017 þegar hann samdi við Hugin í 2. deildinni en hann hefur einnig leik- ið með ÍA í efstu deild hér á landi. Hann á að baki 20 leiki í efstu deild en hann skoraði 11 mörk í 20 leikjum með Víkingum í 1. deildinni í sumar.  Fyrrverandi heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, Elijah Manangoi frá Keníu, hefur verið úrskurðaður í keppnisbann næstu tvö árin. Man- angoi mætti ekki í lyfjapróf í þrígang og fer af þeim sökum sjálfkrafa í bann samkvæmt reglum Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins. Bannið er aftur- virkt til 22. desember 2019 og hefur Manangoi þá afplánað tæpt ár. Man- angoi fékk silfurverðlaun í greininni á HM árið 2015 og gerði enn betur á HM í London 2017 og sigraði í 1.500 metra hlaupinu. Hann er 27 ára gamall.  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er með keppn- isrétt á lokamótinu í Áskorendamóta- röð Evrópu. 45 efstu kylfingarnir á stigalista mótaraðarinnar fá keppnis- rétt á lokamótinu. Guðmundur hafnaði reyndar í 46. sæti á listanum en kemst inn á mótið vegna forfalla. Mikið er undir því nú eru 20 sæti í boði í Evr- ópumótaröðinni á næsta ári. Mótið hefst á fimmtudaginn kemur og fer fram á eyjunni Mall- orka. Haraldur Franklín Magn- ús, einnig úr GR, hafnaði í 85. sæti á stigalist- anum. Eitt ogannað Knattspyrnumaðurinn Kristinn Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Bakvörðurinn, sem er þrítugur, gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2018 en hann er upp- alinn hjá Breiðabliki. Kristinn varð Íslandsmeistari með KR á síðustu leiktið og þá var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sam- kvæmt einkunnagjöf Morgunblaðs- ins sumarið 2019. Hann á að baki 204 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað tólf mörk og þá á hann einnig að baki átta A- landsleiki fyrir Ísland. Framlengdi í Vesturbænum Morgunblaðið/Eggert KR Kristinn Jónsson, til hægri, verður áfram í Vesturbænum. Knattspyrnukonan Anna Rakel Pét- ursdóttir er á heimleið frá Svíþjóð en hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun því spila á Hlíðarenda á næstu leiktíð. Anna er 22 ára miðjumaður og kemur frá Uppsala þar sem hún lék á nýliðnu tímabili. Hún er uppalin hjá Þór/KA og lék með liðinu til 2019 þegar hún fór til Linköping í Sví- þjóð. Hún var Íslandsmeistari með norðankonum sumarið 2017 og á að baki 81 leik í efstu deild og tíu mörk. Þá á hún að baki sjö A-landsleiki fyr- ir Ísland. Anna Rakel á heimleið Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurkoma Anna Rakel mun spila með Völsurum á næstu leiktíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.