Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í gær frá kærum KR og Fram um ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Þótt niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg þá get ég tæplega leynt vonbrigðum mín- um. Grátt leiknir KR-ingar misstu af Evrópusæti en áttu leik til góða. Framarar urðu af úr- valsdeildarsæti á markatölu. Í skugga kórónuveirufaraldursins taldi stjórn KSÍ það hins vegar ógerlegt að halda mótinu áfram á þessari stundu. Það er skilj- anlegt, aðgerðir yfirvalda gerðu hreyfingunni erfitt fyrir. Óskiljanlegt er að KSÍ hafi talið það lífsnauðsynlegt að klára mótið fyrir 1. desember. Næsta Íslandsmót hefst ekki fyrr en í apríl á næsta ári og varla til það mót í heiminum sem hefur lengra undirbúningstímabil. Það er greinilega ekki síður nauðsyn- legt að Lengjubikarinn geti farið fram óáreittur á nýju ári. Óskiljanlegra er að úrskurð- arnefndin vísaði málinu frá á grundvelli þess að hún getur ekki tekið til endurskoðunar ákvarð- anir stjórnar KSÍ. Nú hafa félögin nokkurra daga umhugsunarfrest til að ákveða hvort þau áfrýi til áfrýjunardómstóls sambandsins. Margir óttast að hann taki sama pól í hæðina og vísi málunum frá án efnislegrar umfjöllunar. Óskiljanlegast yrði ástandið ef sú yrði raunin og þá yrði mað- ur að spyrja sig hver tilgangurinn með þessum kæruleiðum væri yfir höfuð? Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er staðan einfaldlega sú að stjórn KSÍ er hafin yfir leik- reglurnar og knattspyrnuhreyf- ingunni ber að lúta vilja hennar og geðþótta. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.isÞjálfarar í efstu deild karla og kvenna í körfuknattleik sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á yfirvöld að leyfa æfingar afreksíþróttafólks. Ekki stendur til að leyfa æfingar íþróttaliða með breytingum á sótt- varnaaðgerðum sem taka gildi 18. nóvember en deildirnar hafa verið í hléi frá því í byrjun október. Þjálf- ararnir skora á stjórnvöld að leyfa æfingar hjá liðum í efstu deildum frá og með næsta miðvikudegi en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/korfubolti. Áskorun til stjórnvalda Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Bikarmeistari Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ákveðið að vísa frá kærum Fram og KR um þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslands- mótinu 2020. KR missti af Evrópusæti en liðið átti leik til góða þegar keppni var hætt. Fram missti af sæti í efstu deild á markatölu og ákváðu bæði félög að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ um að hætta keppni á mótinu. Bæði félög eiga kost á því að áfrýja málinu til áfrýjunardómstóls sambandsins og hafa þau þrjá virka daga til þess. mbl.is/Íris Frávísun KR-ingar og Framarar geta enn áfrýjað úrskurðinum. Kærum Fram og KR vísað frá oft gerist hjá börnum. Heildartalan er töluvert lægri en í gögnunum fyrir árið 2018 en þá var hún 154.410. Hér er rétt að taka fram að þessi tala á eingöngu við um íþróttaiðkun sem er undir hatti sérsambanda ÍSÍ. Fleiri tegundir íþróttagreina eru stundaðar hér á landi og falla ekki undir Íþrótta- og ólympíu- sambandið. Einnig má taka fram að hjá Íþróttasambandi fatlaðra eru 1.042 iðkanir. Undir ÍF eru nokkrar íþróttagreinar sem myndi þá hækka töluna í greinum eins og sundi og frjálsum sem dæmi. ÍSÍ birtir einnig tölur yfir iðk- anir í íþróttagreinum utan ÍSÍ og er heildartalan 14.634. Langhæsta talan er undir lið sem er einfald- lega kallaður almenningsíþróttir og undir það falla 10.192. Klifur nýtur vinsælda en þar eru 1.788 og 821 var í skvassi árið 2019. Rúbbí nýtur vinsælda í löndum í nokkrum heimsálfum en á Íslandi voru ein- ungis 68 sem stunduðu íþróttina hérlendis árið 2019 enda framboðið af liðum og æfingum líklega ekki mikið. Mun fleiri karlar en konur Karlar og drengir eru 60,5% þeirra sem stunda íþróttir innan ÍSÍ og konur og stúlkur eru því 39,5%. Í gögnunum má einnig sjá skiptinguna ef miðað er við 18 ára og eldri. Mikill munur er á fjölda karla og kvenna 18 ára og eldri. Konurnar eru ekki nema 26.345 sem er 16,5% en karlarnir eru 52.709 sem er 33%. Kynjahlutfallið er hins vegar annað hjá þeim sem eru 17 ára og yngri. Þar eru 36.654 konur sem gerir 23% en karlarnir 43,797 sem gerir 27,5%. Áframhaldandi aukning í vinsælustu greinunum  Um 30 þúsund æfa knattspyrnu  Hátt í 15 þúsund eru í greinum utan ÍSÍ FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnusamband Íslands er sem fyrr með langflesta iðkendur samkvæmt upplýsingum frá sér- samböndunum sem Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands sendi frá sér. Samkvæmt þeim tölum eru 29.998 sem lögðu stund á knatt- spyrnu á Íslandi árið 2019. Aukn- ing varð í knattspyrnunni á milli ára um liðlega tvö þúsund manns. Golfsambandið nær einnig yfir tuttugu þúsund en fjöldi þeirra sem skráðir eru í golfklúbba landsins er 21.215 manns og þar er einnig aukning á milli ára. Nokkuð langt er í næstu íþrótta- grein samkvæmt tölunum. 14.141 leggur stund á fimleika í landinu og hjá Landssambandi hestamanna eru 12.530 skráðir samkvæmt þess- um tölum. Önnur sérsambönd eru með færri en tíu þúsund en næst koma körfuknattleikur, handknatt- leikur, skotíþróttir og badminton. Allar þessar greinar ná meira en fimm þúsund iðkendum en iðk- endum í körfuknattleik hefur fjölg- að um rúmlega 1.000 á milli ára. Á sama tíma hefur iðkendafjöldi í handknattleik staðið í stað frá árinu 2018. Næst á eftir koma rótgrónar íþróttagreinar hérlendis: frjálsar íþróttir, sund og blak. Fækkun milli ára Heildartalan er 144.871 í 33 greinum. Í gögnunum er talað um 144.871 iðkun en sami einstakling- urinn gæti verið talinn oftar en einu sinni ef hann leggur stund á fleiri en eina íþróttagrein eins og Fjöldi iðkenda eftir íþróttagreinum Íþróttagrein Fjöldi iðkenda Knattspyrna 29.998 Golf 21.215 Fimleikar 14.141 Hestaíþróttir 12.530 Körfubolti 8.313 Handbolti 7.685 Skotfi mi 5.509 Badminton 5.011 Frjálsíþróttir 4.397 Sund 3.951 Blak 3.317 Íþróttagrein Fjöldi iðkenda Mótorhjól a- og vélsleðaíþróttir 2.793 Dans 2.714 Hnefaleikar 2.114 Siglingar 1.895 Tennis 1.854 Hjólreiðar 1.801 Karate 1.568 Skíðaíþróttir 1.503 Akstursíþróttir 1.467 Kraftlyftingar 1.375 Taekwondó 1.254 Íþróttagrein Fjöldi iðkenda Skylmingar 1.248 Íþróttir fatlaðra 1.042 Júdó 1.028 Listskautar 951 Lyftingar 917 Bogfi mi 736 Íshokkí 633 Glíma 592 Borðtennis 464 Þríþraut 432 Keila 423 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafa lengi verið á meðal fremstu kylfinga landsins enda báðar atvinnukylfingar. Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálf- ari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í hópinn sem tek- ur þátt á heims- meistaramótinu í Egyptalandi sem fram fer í janúar á næsta ári. HM fer fram dagana 13.- 31. janúar en Ísland leikur í F-riðli keppninnar ásamt Portúgal, Alsír og Marokkó. Fyrsti leikur liðsins verður fimmtudaginn 14. janúar þegar Ísland mætir Portúgal í Kaíró. Af þeim 35 leikmönnum sem Guðmundur valdi eru þeir Óskar Ólafsson og Elvar Ásgeirsson þeir einu sem ekki hafa leikið A- landsleik. Þá er Stefán Rafn Sig- urmannsson, leikmaður Pick Sze- ged í Ungverjalandi, ekki í hópnum en Alexander Petersson, sem varð fertugur í sumar, er í hópnum. Í tilkynningu sem Handknatt- leikssambandið sendi frá sér í gær segir að reikna megi með að 22-24 leikmenn verði í æfingahópi sem kemur saman í janúar. Af þeim fara svo 20 til Egyptalands. Hópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/handbolti. Guðmundur valdi 35 í æfingahópinn Guðmundur Þ. Guðmundsson Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er á leið til sænska knattspyrnufélagsins Norrköping á reynslu en þetta staðfesti hann í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hákon, sem er einungis 19 ára gamall, sló í gegn með nýliðum Gróttu í úrvalsdeildinni, Pepsi Max- deildinni, í sumar en hann hefur verið orðaður við stórlið FH og KR undanfarna daga. „Ég fer út til Svíþjóðar á fimmtudaginn og ég er virkilega spenntur,“ sagði Hákon í samtali við Morgunblaðið. „Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköp- ing. Markmannsþjálfarinn þeirra er markmanns- þjálfari hjá sænska landsliðinu og það verður gam- an sjá hvaða sýn hann hefur á hlutina. Ég geri mér grein fyrir því að það að æfa með þeim þýðir ekkert endilega að mér verði boðinn samningur og ég lít fyrst og fremst á þetta sem frá- bært tækifæri,“ sagði Hákon sem á að baki 18 leiki í efstu deild og tvo leiki fyrir yngri landslið Íslands. Framtíð markvarðarins er í óvissu en Grótta féll úr efstu deild á dögunum. „Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós. Draumurinn er að sjálfsögðu að fara í atvinnu- mennsku einn daginn og hugurinn stefnir eins langt og kostur er,“ bætti ungi markvörðurinn við í samtali við Morgunblaðið. Íslendingarnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson eru samningsbundnir Norrköp- ing og þá fóru Skagamennirnir Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson til reynslu til félagsins um síðustu helgi. bjarnih@mbl.is Frá Seltjarnarnesi til Svíþjóðar Morgunblaðið/Eggert Markvarsla Hákon Rafn og Nikulás Val Gunn- arsson eigast við í leik Fylkis og Gróttu í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.