Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 1
Við erum alls staðar
Ásmundur Einar Daðason ákvað
að stíga fram og segja sína sögu
því það er ekkert athugavert við
að leita sér hjálpar. Stuðningur á
réttum tíma hafi skipt sköpum í
hans lífi. Slíkur stuðningur eigi
ekki að vera tilviljanakenndur
heldur markviss fyrir bæði börn
og fjölskyldur þeirra sem búa við ofbeldi og vanrækslu. 8
29. NÓVEMBER 2020SUNNUDAGUR
Morðin flutt út
Sparkheimurinn syrgir einn af sínum fremstu sonum, Diego Maradona.14
Sterkari saman Erlendar athafnakonur á Íslandi hafa tekið höndum saman
og stofnað deild innan Félags kvenna í atvinnulífi. 18
Íslenskar glæpasögur njóta vinsælda og seljast vel víða um heim. 22
Mannlega goðið
L A U G A R D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 281. tölublað 108. árgangur
GEFUR
DREKKTUM
KONUM RÖDD
VILJA LAUFA-
BRAUÐ Á
LISTA UNESCO
MENNINGARARFUR 6ÞÓRA KARÍTAS 48
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Frumvörp sem miða að því að gjör-
bylta aðstæðum barna og fjölskyldna
þeirra eru á leið inn í þingið. Verk-
efnið er risavaxið og sennilega felur
það í sér mestu breytingu sem gerð
hefur verið á umhverfi barna á Ís-
landi í áratugi. Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamálaráð-
herra, brennur fyrir verkefninu enda
þekkir hann af eigin raun að alast
upp við erfiðar aðstæður þar sem
móðir hans hefur glímt við áfengis-
vanda árum saman og hún á einnig
við geðræn veikindi að stríða og hef-
ur átt lengi. Auk þess er hún með
ADHD á háu stigi ásamt fleiru.
Hingað til hefur hann ekki viljað
ræða þessi mál opinberlega enda
ekki langt síðan hann fór að vinna
með steininn sem hann hefur drösl-
ast með í maganum áratugum sam-
an. Allt frá því í barnæsku.
„Við getum aldrei komið öllum
börnum til bjargar en ef okkur tekst
að hjálpa fleiri börnum er tilgang-
inum náð. Ekkert barn á að þurfa að
búa við aðstæður eins og því miður of
mörg börn búa við á Íslandi, ofbeldi
og vanrækslu, “ segir Ásmundur. Ás-
mundur segist nú
vilja segja sína
sögu bæði til að
útskýra af hverju
málefni barna
hafa verið mikið
áherslumál hjá
honum en líka í
þeirri von að það
hjálpi öðrum sem
glíma við sam-
bærilegar að-
stæður. „Við erum með stóran hóp
fullorðinna einstaklinga sem hafa
verið í þessum erfiðu aðstæðum og
eru að burðast með það innra með
sér, jafnvel þegar þeir eru komnir í
seinni hálfleik lífs síns. Fólk sem er
reitt og biturt. Við þetta fólk vil ég
segja að ástæðan fyrir því að ég
ákvað að stíga fram og segja mína
sögu er sú að það er ekkert at-
hugavert við að leita sér hjálpar. Fá
aðstoð við að vinna á reiðinni og þrátt
fyrir að það sé erfitt er hægt að yf-
irstíga erfiðleikana og komast á betri
stað. Við sem erum í þessum sporum
erum alls staðar í íslensku samfélagi,
líka í ríkisstjórn Íslands,“ segir Ás-
mundur.
Gjörbylta aðstæðum barna
Barnamálaráðherra lýsir erfiðum aðstæðum vegna veikinda móður og hvernig
hann var við það að bugast Fékk aðstoð vegna vanlíðanar á fullorðinsárum
MÁsmundur »26 og Sunnudagur
Ásmundur Einar
Daðason
Flygli var komið fyrir á Nova-svellinu við
Ingólfstorg í gærkvöld í tilefni þess að svell-
ið verður opnað almenningi í dag klukkan
ár og verður svellinu því skipt upp í tvö
svæði til að tryggja að fjöldatakmarkanir
verði virtar. Talið verður inn á bæði svæðin.
Þetta er í sjötta skiptið sem Nova setur
upp Nova-svellið í hjarta Reykjavíkur.
Heimsfaraldur setur svip sinn á útfærsluna í
tólf á hádegi. Tónlistarmaðurinn Högni Eg-
ilsson tók forskot á sæluna og vígði svellið
með undurfögrum söng sínum og píanóleik.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spilaði og söng á svellinu sem skipt er í sóttvarnahólf
20%
afsláttur
Allt að
fimmtudag, föstudag
og laugardag
Kringlunni - michelsen.is
BLACK
FRIDAY
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
Mitsubishi Outlander PHEV Invite+
VETRARPAKKI AÐ VERÐMÆTI
370.000 KR. FYLGIR!
FYRIR ÁRAMÓT
TRYGGÐU ÞÉR
BETRA VERÐ Tilboðsverð! 5.190.000 kr.Mánaðargreiðslur frá 61.770 kr.