Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er ótrúlega fallega gert. Við
erum mjög þakklát fyrir og hlökkum
til að reiða fram matinn,“ segir Jóna
Björg Howard, verkefnisstjóri kaffi-
stofu Samhjálpar.
Hádegisverðurinn á kaffistofu
Samhjálpar í Borgartúni verður í
veglegri kantinum í dag því Krist-
ófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir,
kokkar í mötuneyti Árvakurs sem
gefur meðal annars út Morg-
unblaðið, hafa tekið að sér mat-
reiðsluna. Gestir eiga von á góðu;
lambakjöti með sveppasósu, kart-
öflubátum og fersku salati.
Jóna segir í samtali við Morg-
unblaðið að alla jafna mæti um 150-
170 manns í mat á kaffistofuna.
Færri láti þó sjá sig þessa dagana
vegna kórónuveirunnar.
„Lífið er nógu erfitt fyrir hjá
mörgum en svo bætist þetta Covid
við. Það eykur bara á erfiðleika
margra,“ segir Jóna og kveðst
ánægð að geta glatt gestina með sér-
staklega góðum mat í dag. Hún
kveðst hafa sett sig í samband við
fjölmörg mötuneyti fyrirtækja og
spurt hvort þau gætu séð af mat fyr-
ir skjólstæðinga sína. Kristófer tók
vel í það og hefur fært þeim afgangs
máltíðir að undanförnu. Hann tók
svo málin í sínar hendur og þau Íris
ákváðu að snara fram heilli veislu-
máltíð.
„Ég talaði við helstu birgjana
mína, Esju gæðafæði og Íslensk-
ameríska, og kannaði hvort þeir
vildu hjálpa mér með hráefni. Þeir
sögðu strax já og máltíðin verður
ekkert slor,“ segir Kristó eins og
hann er jafnan kallaður.
Hvetur fleiri mötuneyti til
að leggja sitt af mörkum
Kristó segir það ánægjulegt að
geta lagt sitt af mörkum fyrir þá
sem á þurfa að halda. Hart sé í ári
hjá mörgum um þessar mundir og
jólahátíðin fram undan. „Maður varð
að gera eitthvað. Ég vil gjarnan
hvetja önnur mötuneyti og birgja
sem mögulega geta gert eitthvað til
að fylgja í kjölfarið,“ segir Kristó.
Veislumáltíð fyrir gesti
á kaffistofu Samhjálpar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veisla Kristófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir við undirbúning veislunnar í mötuneyti Árvakurs í gær.
Kristó og Íris vilja leggja sitt af mörkum á erfiðum tíma
Kærleikskúlan
kærleikskúlan.is
Forsalan er hafin
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andrés Magnússon
Ragnhildur Þrastardóttir
Frumvarp um lög á verkfall flug-
virkja Landhelgisgæslunnar var
samþykkt á Alþingi í gærkvöldi.
Með lögunum er lagt bann við
vinnustöðvun flugvirkjanna sem
voru í verkfalli. Lögin hafa þegar
tekið gildi. 42 þingmenn samþykktu
frumvarpið, sex greiddu atkvæði á
móti því og fimm greiddu ekki at-
kvæði.
Eitt af því sem lögin kveða á um
er að ef kjarasamningur verði ekki
undirritaður fyrir 4. janúar næst-
komandi skuli gerðadómur ákveða
kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17.
febrúar á næsta ári.
Guðmundur Úlfar Jónsson, for-
maður Flugvirkjafélags Íslands,
segir flugvirkja ekki ósátta við þá
lendingu að kjaradeilan fari í gerð-
ardóm ef ekki náist samningar.
„Þetta eru leikreglurnar, við för-
um eftir því,“ segir Guðmundur
Úlfar Jónsson.
Tekist var á um málið á Alþingi í
gær. Píratar greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu. Þórhildur Sunna Æv-
arsdóttir, þingmaður Pírata, gagn-
rýndi Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra harðlega og sagði að
Katrín hefði lagt til að verkfalls-
rétturinn skyldi tekinn af vinnandi
fólki með ummælum sínum um það
að eðlilegt gæti talist að ríkissátta-
semjari fengi heimild til frestunar
verkfalla.
Katrín brást við orðum Þórhildar
og sagði að málflutningur hennar
væri á sérstaklega lágu plani. Það
væri fjarri öllum sannleika og um-
mæli Þórhildar hlytu að dæma sig
sjálf „eins og málflutningur hátt-
virts þingmnns gerir reyndar oft.“
Þá gagnrýndu Andrés Ingi Jóns-
son og Rósa Björk Brynjólfsdóttir,
fyrrum flokkssystkini Katrínar,
hana einnig fyrir fyrrnefnd um-
mæli.
„Ég vona að sú breyting gegn
rétti vinnandi fólks til að berjast
fyrir sínum kröfum verði ekki að
veruleika,“ sagði Andrés Ingi.
Oddný G. Harðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði það á
ábyrgð samningsaðila að ná samn-
ingum en stjórnvöld hefðu ekki
staðið undir þeirri ábyrgð. Staðan
væri í boði ríkisstjórnarinnar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra þakkaði þing-
mönnum fyrir að hafa brugðist
„hratt og vel“ við frumvarpinu.
„Það var ljóst að staðan var orðin
grafalvarleg en með afgreiðslu
þessa frumvarps liggur nú fyrir að
flugvirkjar munu koma strax til
starfa og að flugrekstur Landhelg-
isgæslunnar mun því smám saman
komast í eðlilegan rekstur og björg-
unarþyrla verður vonandi til taks í
síðasta lagi á sunnudag.“
Þá sagði Áslaug að ekki hefði
verið gripið til þessa ráðs nema
þegar fullreynt hefði verið að ná
samningum.
Alþingi samþykkti
lög á verkfallið
Vinnustöðvun flugvirkja Landhelgisgæslunnar nú bönnuð
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Guðmundur
Úlfar Jónsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikill meirihluti íbúa þeirra fimm
sveitarfélaga á Suðurlandi sem
verið hafa í óformlegum viðræðum
um sameiningu eru fylgjandi því
að sveitarfélögin taki upp form-
legar sameiningarviðræður. Meiri-
hluti var fyrir þessari afstöðu í
fjórum sveitarfélögum, öllum
nema því minnsta. Í Ásahreppi
voru heldur fleiri þeirra sem
spurðir voru mótfallnir þessari
þróun mála en þeir sem voru með-
mæltir.
„Þessi könnun var lokahnykk-
urinn í starfi verkefnahópsins sem
verið hefur í óformlegum við-
ræðum og styrkti ákvörðun okkar
um að senda tillögur til sveitar-
stjórnanna fimm um að hefja form-
legar viðræður um sameiningu.
Það er síðan undir hverri og einni
sveitarstjórn komið að ákveða
framhaldið,“ segir Anton Kári
Halldórsson, formaður verkefna-
hópsins, um niðurstöður könnunar-
innar.
Tillagan verður tekin fyrir á
næstu fundum sveitarstjórnanna.
Ef allar samþykkja verður vænt-
anlega hægt að leggja tillögu um
sameiningu fyrir íbúana í atkvæða-
greiðslu á næsta ári, annaðhvort
næsta vor eða um haustið. Niður-
stöður sveitarstjórnanna munu
liggja fyrir snemma í mánuðinum.
Valdið er hjá íbúunum
Í heildina sögðust 69% þeirra
íbúa sem spurðir voru hlynnt því
að sveitarfélögin taki upp form-
legar sameiningaviðræður en 16%
sögðust andvíg.
Íbúar fjögurra sveitarfélaga,
Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps,
Rangárþings eystra og Rangár-
þings ytra, lýstu sig samþykka
áframhaldandi viðræðum en í Ása-
hreppi voru 43% spurðra á móti en
41% með slíkri þróun mála.
Þegar þátttakendur voru spurð-
ir beint um viðhorfið til samein-
ingar síns sveitarfélögs við hin
kom svipað svar nema hvað mikill
meirihluti íbúa Ásahrepps myndi
vilja fella sameiningu, ef kosið
væri nú.
„Ég er mjög ánægður með þátt-
töku íbúanna. Á íbúafundum var
hugur íbúanna skýr, þeir vildu
halda áfram og ljúka verkefninu
með því að taka upplýsta ákvörðun
um sameiningu í atkvæðagreiðslu.
Ég er mjög ánægður með að lýð-
ræðið virkar og valdið er hjá íbú-
unum,“ segir Anton Kári.
Meirihluti vill form-
legar viðræður
Sveitarstjórnir ræða sameiningu