Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 359.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 416.500 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! (SÍÐUSTU HÚSIN 2020) VANTAR ÞIGPLÁSS? Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skoðar nú hvort hann þurfi að skila nýjum tillögum um sóttvarnaaðgerð- ir vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. Hann skilaði til- lögum í vikunni en endurskoðun er nú nauðsynleg vegna aukins smitfjölda. 20 greindust smitaðir innanlands á fimmtudag. Níu voru í sóttkví við greiningu en ellefu utan sóttkvíar. Um er að ræða hæsta smitfjölda inn- anlands síðan 10. nóvember. Núverandi reglugerð um sótt- varnaaðgerðir vegna faraldursins gildir til annars desember. Í tillögunum sem Þórólfur skilaði til ráðherra í vikunni var fyrirvari um endurskoðun ef breytingar yrðu. „Ég er að skoða það núna hvort koma þurfi til nýrra tillagna,“ segir Þórólfur. Spurður út í það hvort þróunin síð- ustu daga komi alveg í veg fyrir að hann muni mæla með einhverjum til- slökunum segir Þórólfur að hvort sem staðan líti vel út eða ekki þá hafi hann alltaf sagt að skynsamlegt sé að fara hægt í allar afléttingar. „Það gildir sérstaklega þegar við sjáum vöxt [í tölum].“ Þórólfur segist hafa mestar áhyggjur af þeim fjölda sem greinist utan sóttkvíar. Tölur dagsins séu þó í takt við það sem gert hafi verið ráð fyrir og spáð miðað við þann fjölda smita sem hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna daga. Þórólfur segir að ef sama þróun haldi áfram gæti daglegur fjöldi smita margfaldast og orðið nokkrir tugir, jafnvel um 100 dagleg smit, svipað og á hápunktinum fyrir nokkr- um vikum. „Þetta gæti gerst mjög hratt,“ seg- ir Þórólfur um hver tímarammi slíkr- ar þróunar gæti verið. „Það eru vís- bendingar um að þetta sé að fara upp í veldisvöxt aftur,“ segir hann ef ekk- ert verði til þess að breyta þróuninni. Segist Þórólfur hafa miklar áhyggjur af ástandinu. „Þetta er eitthvað sem við viljum auðvitað ekki að fari af stað aftur.“ Þórólfur bendir á að alvarleg veik- indi vegna veirunnar komi venjulega fram um viku eftir að smit greinist. Því gæti hækkun í smittölum núna birst okkur eftir um viku í alvarleg- um veikindum og álagi á sjúkrahús- um. Skoðar nýjar tillögur vegna smitfjölda  20 greindust innanlands á fimmtudag  Vísbendingar um að veldisvöxtur sé væntanlegur að sögn sóttvarnalæknis  Smitum gæti fjölgað mikið mjög hratt og dagleg smit jafnvel farið upp í 100 Nýgengi innanlands: 35,7 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 20 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 176 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóvember Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is 75 20 16 99 86 Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu voru tendruð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í gærmorgun af Rósu Guðbjartsdóttur bæj- arstjóra Hafnarfjarðar, Dietrich Becker, sendiherra Þýska- lands á Íslandi, og Gísla Valdimarssyni, formanni vinabæj- arfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven, að viðstöddum hópi leikskólabarna. Tendrun ljósa á trénu hefur til þessa verið formleg og athöfnin opin öllum en í ljósi aðstæðna í þjóðfélag- inu var tendrunin í ár fámenn og góðmenn. Jólaþorpið í Hafn- arfirði er nú að rísa og opnar það í dag klukkan eitt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt jólaljós tendruð í Hafnarfirði Helgi Jóhannesson, eigandi sæl- gætisgerðarinnar Góu, sem hefur látið sig málefni eldri borgara miklu varða, segir að nú þegar búið sé að loka Hótel Sögu sé upplagt að opna þar elliheimili. „Sem gam- all vesturbæingur, sem ólst upp í hverfinu á þeim tíma sem verið var að byggja Hótel Sögu og lék sér í stóra drullupollinum í grunninum, finnst mér upplagt að breyta hót- elinu í elliheimili, nú þegar búið er að skella í lás. Við erum með mat- staðinn kláran niðri. Svo getum við haft dansiball tvisvar í viku í Súlna- sal til að létta lundina hjá eldri borgurum.“ Helgi bendir á að tæknin sé orð- in það góð að hægt sé að varpa alls konar tónlistarfólki upp á tjald í gegnum símann og spila tónlistina. Nefnir Helgi þar listamenn bæði lífs og liðna, menn eins og Ragga Bjarna, Svavar Gests, Elvis Pres- ley, Fats Domino og Ómar Ragn- arsson. „Við tökum fyrst góða sveiflu með Svavari Gests og Óm- ari Ragnarssyni. Svo væri tilvalið að enda kvöldið á góðum vanga- dansi þar sem Raggi Bjarna myndi syngja Góða nótt.“ Ekki nóg að tala Helgi segir ekki nóg að tala um að gera eitthvað fyrir eldra fólkið. Nauðsynlegt sé að taka upp skófl- una og framkvæma. „Eins og ég hef gert um ævina,“ bætir hann við. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í lok október sl. hvarf rekstrargrundvöllur Hótels Sögu með þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið var til í október, líkt og Ingi- björg Ólafsdóttir hótelstjóri út- skýrði. Í frétt á vef Bændasamtak- anna, sem áttu og ráku hótelið, segir að Hótel Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjusamdrætti vegna faraldursins. tobj@mbl.is Hótel Saga verði elliheimili  Matstaðurinn klár  Hægt að hafa dansiball í Súlnasal Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðaþjónusta Hótel Saga var tekin í notkun árið 1962.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.