Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 8

Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega áformum Fiskeldis Aust- fjarða hf. um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Í harðorðri ályktun segir sambandið að eldi á norskum eldislaxi í Seyðisfirði sé „tilræði við villta laxastofna“. Í ályktunni segir að sambandið taki undir mótmæli veiðifélaga í Vopna- firði og deili áhyggjum Seyðfirðinga. „Tugir þúsunda ferðamanna koma til landsins ár hvert með farþegaskipinu Norrænu. Ef áætlanir Fiskeldis Austfjarða hf. ganga eftir verður fyrsta sýn þessara ferðamanna opnar sjókvíarverksmiðjur í sjónum. Þessi sýn er í boði íslenskra stjórnvalda sem lagt hafa mikla áherslu á að kynna íslenska náttúru sem hreina og óspillta.“ Jafnframt segja Landssamtök veiðifélaga að hugmyndir um eldi gangi í berhögg við markmiðsákvæði laga um náttúruvernd. „Einkum er vísað til þess að markmið laganna er m.a. að vernda líffræðilega fjölbreytni og tryggja þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum. Með því að staðsetja sjókvíaeldi í Seyðisfirði er gengið gegn þessu markmiði enda ljóst að villtir stofnar laxfiska sem eiga heimkynni í firðinum, sem og í öðrum austfirskum ám, munu verða fyrir verulega nei- kvæðum áhrifum af eldisiðnaðninum.“ Mótmæla „tilræði“ við villtan lax  Landssamband veiðifélaga ósátt við fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Óánægju gætir með stór áform um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með margmiðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Rósa Björk Brynjólfsdóttir,þingmaður utan flokka, hef- ur í þriðja sinn lagt fram þing- mannafrumvarp um breytingu á útlendingalögum hvað varðar ald- ursgreiningu þegar vafi leikur á að hælisleitandi, sem segist vera barn, sé það í raun. Hún vill leggja af tanngreiningu og taka fólk bara trú- anlegt um aldurinn. Þetta væri óskyn- samlegt, en það er þó ekkert hjá óheiðarlegum málatilbúnaði þing- mannsins, sem laðað hefur fram- einhverja harðorðustu umsögn um frumvarp, sem sést hefur, ritaða af þeim fjórum réttartannlæknum, sem annast hafa aldursgreiningar hælisleitenda hér á landi frá upp- hafi.    Réttartannlæknarnir afhjúpahreinar og beinar rang- færslur í greinargerð Rósu Bjark- ar, saka hana um að skálda tilmæli af vettvangi Evrópuráðsins gegn tanngreiningum þegar öll Evr- ópuríki nema tvö beiti þeim, að hún vísi til gagnrýni í þjóðmála- umræðu þegar hún sé aðallega að vitna til eigin orða, að hún leggi Tomáš Bocek flóttamannafulltrúa Evrópuráðsins orð í munn, sem hafi átt að hafa fallið á málþingi (sem Rósa hélt sjálf!), að hún vitni ranglega í ályktun Evrópuráðs- þingsins (sem Rósa samdi sjálf!).    Rósa getur hvorki borið viðfjótfærni né vanþekkingu. Rangfærslur eru svo margar og alvarlegar, að þær eru fals. Fals í frumvarpi. Ef ráðherra afvega- leiðir þingið er honum ekki sætt lengur. Er þingmanni sætt eftir að verða uppvís að hinu sama? Rósa ætti að hugsa vel en ekki lengi um afsögn. Í allra minnsta lagi að draga frumvarpið til baka og biðja þingheim afsökunar. Þessi vinnu- brögð eru henni og þinginu til vansæmdar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fals í frumvarpi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhann Hjálmarsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík 2. júlí 1939 og ólst upp þar og á Hellissandi. Hann lærði til prentiðnar við Iðnskólann, en hélt þaðan til spænskunáms í háskólanum í Barce- lona, fyrst árið 1959 og svo frá 1965-1966 er hann lagði þar stund á spænsku, las bók- menntafræði og spænskar bókmenntir. Hann las einnig bókmenntir í Kaup- mannahöfn og í Stokkhólmi 1962- 1963 þar sem hann lagði stund á nor- rænar samtímabókmenntir. Eftir Jóhann liggur sægur ljóða- bóka, bæði með eigin ljóðum og ljóðaþýðingum, auk safnrita, en nokkrar þeirra komu út í þýðingu erlendis. Jóhann starfaði lengi hjá Pósti og síma, var þar útibússtjóri og síðar blaðafulltrúi Pósts og síma frá 1985- 1990. Samhliða öðrum störfum var hann bókmennta- og leiklist- argagnrýnandi Morgunblaðsins um áratugaskeið, en árið 1990 gerði hann gagnrýnina að aðalstarfi og var umsjónarmaður með bókmenntagagnrýni Morgunblaðsins frá 1990-2000. Þá stjórn- aði hann bókmennta- þáttum á RÚV um skeið. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum á sínu sviði, sat í stjórn Félags íslenskra rit- höfunda og Rithöf- undasambandsins, í dómnefnd Bókmennta- verðlauna Norð- urlandaráðs um árabil og formaður hennar 1987-1989, í þýðinganefnd Evrópu- sambandsins, Ariane, og annaðist ritstjórn ýmissa menningartímarita hér og ytra. Þá var hann valinn í ótal nefndir á vegum hins opinbera og var félagi í PEN, alþjóðasamtökum rithöfunda. Jóhann kvæntist Ragnheiði Krist- rúnu Stephensen hjúkrunarfor- stjóra sem lést fyrir rúmum tveimur árum, Þau eignuðust þrjú börn, Þorra, rithöfund og kvikmyndaleik- stjóra, Döllu dagskrárgerðarmann og Jóru ljósmyndara. Morgunblaðið átti langt og heilla- ríkt samstarf með Jóhanni og þakk- ar honum samfylgdina. Andlát Jóhann Hjálmarsson rithöfundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.