Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Færri strokulaxar úr sjókvíaeldi
veiddust í laxveiðiám á þessu ári en
síðustu ár, svo staðfest sé. Tveir til
þrír slíkir laxar eru til athugunar
hjá Hafrannsóknastofnun og búið er
að staðfesta að einn þeirra er úr til-
kynntu atviki hjá sjókvíaeldisstöð.
Verið er að arfgerðargreina annan
lax og beðið er sýnis úr þeim þriðja.
Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að
líffræðingur fann fjóra laxa sem
hann telur vera eldislaxa í lítilli á í
Arnarfirði.
Matvælastofnun fékk þrjár til-
kynningar um bilanir í búnaði
sjókvía á Vestfjörðum og mögulegt
strok í febrúar og apríl á þessu ári.
Ástæðan var í öllum tilvikum vont
veður. Sett voru út net eftir at-
burðina en enginn lax kom í þau.
Eigi að síður var ekki hægt að úti-
loka strok, að mati Mast. Á síðasta
ári urðu alls þrjú slík tilvik.
Úr Berufirði í Seyðisfjörð
Komið er í ljós að eldislax sem
veiddist í sjó í Seyðisfirði var úr
sjókvíum Fiskeldis Austfjarða við
Glímeyri í Berufirði og er talið að
hann hafi sloppið í september þegar
gat kom á netpoka sjókvíar. Verið er
að arfgerðargreina eldislax sem
veiddist í Staðará í Steingrímsfirði
og beðið er eftir sýni úr laxi sem
veiddur var í Víðidalsá til að finna
uppruna hans.
Fiskeldisfyrirtækjum er skylt að
afhenda Matvælastofnun erfðaefni
allra fiska sem notaðir eru til undan-
eldis og hvar seiðin síðan fara í sjó.
Hafró sækir erfðaefnið til Matvæla-
stofnunar og fær Matís til að bera
það saman við sýni úr stroku-
laxinum. Þannig er hægt að rekja
uppruna eldislaxa sem veiðast til
heimakvía. Þetta kerfi getur einnig
verið gagnlegt þegar sjúkdómar
koma upp.
Fjórir líklegir að vestan
Auk þeirra laxa sem Hafrann-
sóknastofnun hefur fengið tilkynn-
ingar um, og látið rannsaka, kom
fram í skoðanagrein Jóhannesar
Sturlaugssonar líffræðings í Frétta-
blaðinu að af 26 hrygningarlöxum
sem teknir voru úr Fífustaðadalsá í
Arnarfirði voru fjórir eldislaxar
runnir úr sjókvíaeldi, samkvæmt út-
litskennum og hreisturgögnum. Tók
hann fram að lífsýni af löxunum
yrðu greind til að staðfesta niður-
stöðurnar.
Hafrannsóknastofnun hefur ekki
fengið tilkynningar um þessa laxa
eða sýni til rannsóknar, að sögn
Ragnars Jóhannssonar, sviðsstjóra
fiskeldis hjá stofnuninni. Hins vegar
fékk Hafró tilkynningar frá Fiski-
stofu um þrjá hugsanlega eldislaxa
úr Fífustaðadalsá en þeir reyndust
allir vera „Íslendingar“. Þess má
geta að Fífustaðadalsá er afar lítil á
og er í hringiðu mesta laxeldis-
svæðis landsins. Sjókvíar eru til að
mynda skammt frá árósum hennar,
kenndar við Hringsdal.
Ef greiningar á sýnum úr löxun-
um sem veiddir voru í Víðidalsá og
Fífustaðadalsá staðfesta að þeir eru
af norskum eldisstofni og hægt
verður að ættfæra þá til eldisstöðva
hér verður heildarfjöldi veiddra
strokulaxa ekki tveir til þrír heldur
sjö. Það er svipað og á árinu 2019 en
mun minna en 2018 þegar tólf eld-
islaxar veiddust.
Enginn af annarri kynslóð
Hafrannsóknastofnun vaktar
nokkrar ár sérstaklega, meðal ann-
ars með myndavélum sem hægt er
að skoða á netinu. Margir fylgjast
með þessum myndböndum þannig
að starfsmenn Hafró og Fiskistofu
fá mikla hjálp við að greina hvort
laxar sem ganga upp í árnar eru lík-
legir eldislaxar. Enginn slíkur sást á
myndböndunum í ár, að sögn Ragn-
ars. Einnig fær Hafró margar
ábendingar um hugsanlega eldislaxa
frá veiðimönnum, meðal annars með
ljósmyndum í umræðum í hópum
þeirra á samfélagsmiðlum. Ekki eru
því líkur á að eldislaxar sleppi
framhjá þessu eftirliti.
Frá árinu 2018 hefur Hafró látið
greina 76 laxa vegna gruns um að
þeir væru úr eldi. Reyndust 20
þeirra vera eldislaxar en afgang-
urinn „Íslendingar“.
Tólf þúsund seiði hafa verið tekin
úr laxveiðiám til rannsóknar frá
árinu 2017. Verið er að rannsaka
þau með tilliti til þess hvort þau eru
undan eldislöxum eða blendingar
eldislaxa og laxa af stofni viðkom-
andi ár. Unnið er að þessum rann-
sóknum í samvinnu við norsku
náttúrufræðistofnunina og er ekki
lokið. Enn sem komið er hafa ekki
fundist nein dæmi um lax af annarri
kynslóð undan eldislaxi í íslenskum
laxveiðiám.
GRUNUR UM ELDISLAX
Fífustaðadalsá, Arnarfi rði
Fjöldi 4
Ekki verið tilkynnt til Hafró
22. JANÚAR 2019
Hringsdalur, Arnarfi rði
Fyrirtæki Arnarlax
Líklegar ástæður Galli í framleiðslu nótapokans
ELDISLAX VEIDDUR Í LAXVEIÐIÁ
Staðará í Steingrímsfi rði
Fjöldi 1
Uppruni Í rannsókn
GRUNUR UM ELDISLAX
Víðidalsá
Fjöldi 1
Uppruni Beðið eftir sýni
1. FEBRÚAR 2020
Eyrarhlíð, Dýrafi rði
Fyrirtæki Arctic Fish
Líklegar ástæður Vont veður
15. APRÍL 2020
Eyri, Patreksfi rði
Fyrirtæki Arnarlax
Líklegar ástæður Vont veður
16. MAÍ 2019
Laugardalur, Tálknafi rði
Fyrirtæki Arnarlax
Líklegar ástæður Óljóst
ELDISLAX VEIDDUR
Seyðisfjörður, í sjó
Fjöldi 1
Uppruni Glímeyri, Berufi rði, ágúst 2019
Tilkynningar til Mast um bilanir á
búnaði og mögulegt strok 2019-2020
Eldislaxar veiddir í laxveiðiám 2020
12
6
2018 2019 2020
Úr þekktum
slysasleppingum 10 5 1
Óþekktur uppruni 1 1
Erlendur uppruni 1 1
Samtals 12 6 2
Eldislaxar
veiddir í
laxveiðiám
2
Heimild: Mast, Hafrannsóknastofnun o.fl .
2. APRÍL 2020
Hringsdalur, Arnarfi rði
Fyrirtæki Arnarlax
Líklegar ástæður Vont veður
17. SEPTEMBER 2019
Glímeyri, Berufi rði
Fyrirtæki Fiskeldi Austfjarða
Líklegar ástæður Þvottavél talin hafa orsakað gat
Laxar raktir til heimakvíar
Unnið að arfgerðargreiningu eldislaxa úr laxveiðiám Tveir staðfestir frá þessu ári en eftir að
greina nokkra til viðbótar Einn rakinn til sjókvíar í Berufirði Þrjú hugsanleg strok tilkynnt
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíaeldi Með því að bera saman erfðaefni hænga og strokulaxa sem
leita upp í laxveiðiár má oftast finna út hvaðan laxarnir hafa strokið.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18