Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Frækex Gott með ostum Gott með álegg Gott fyrir umhverfið Gott fyrir þig Keto, vegan, gluteinlaust og að sjálfsögðu lífrænt í umhverfisvænum umbúðum SVIÐSLJÓS Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Það lætur ekki mikið yfir sér að ut- an, húsið í gamla bænum í Borgar- nesi. Daufur ilmur af greni og ómur af jólalögum gefa þó vísbendingu. Gestir staldra við í dyrunum og segja „vá“, því þeir eru engan veg- inn viðbúnir þeirri dásemd sem við blasir. Brosandi taka mæðgurnar Svava Víglundsdóttir og Katrín Huld Bjarnadóttir á móti þeim sem kíkja í bæinn, um leið og stigið er inn í þennan töfraheim jólanna, en þær eiga og reka Blómasetrið og Kaffi Kyrrð ásamt Unnsteini Ara- syni. Öllu hefur verið smekklega fyrirkomið, sóttvarnir virtar á kaffi- húsinu og andrúmsloftið er afslapp- að. Svava Víglundsdóttir stofnaði blómabúð árið 2006 í Borgarnesi og var verslunin fyrst til húsa á öðrum stað í bænum. Svava segir í gamni að bóndinn hafi gleymt að gefa henni blóm á konudaginn en bætt það upp með því að kaupa heila blómabúð. Þá verslaði hún eingöngu með blóm og gjafavöru. „Við keyptum þetta hús hér árið 2012, opnuðum kaffihúsið 1. júní og lögðum áherslu á það ásamt heima- gistingu. Við tókum síðan þá ákvörð- un árið 2018 að hætta að vera með afskorin blóm daglega, en bjóðum áfram upp á pottablóm og pöntum einnig afskorin fyrir fólk, ef það ósk- ar þess.“ Það var með undraverðum hraða sem húsinu var breytt frá því það var keypt og þar til verslunin var opnuð. „Við höfum getað gert mest- allt sjálf,“ segir Svava og heldur áfram. „Unnsteinn er húsasmíða- meistari að mennt og við Kata erum liðtækir handlangarar. Við hefðum aldrei getað gert þetta ef við hefðum þurft að kaupa iðnaðarmenn í alla vinnu. Ég segi oft við bóndann: Hafðu hamarinn og leyfðu mér að hafa augað.“ Þær mæðgur eru sammála um að það hafi verið mikið gæfuspor að kaupa húsið sem hýsir verslunina nú. „Við erum hér á álfhól,“ segir Katrín, „í miklu og góðu nágrenni við þá sem þar búa. Mikið er um góðar og verndandi vættir í hólnum sem viðskiptavinir okkar finna fyrir, án þess jafnvel að gera sér grein fyr- ir því. Alla jafna gengur fólk glaðara héðan út en það kom inn því þessi góða orka smitast inn í alla króka og kima hússins. Við segjum því hiksta- laust að allir fái hjálp hérna inni,“ segir hún leyndardómsfull. Í búðinni vappar jafnframt um lít- ill hundur sem kætir marga, ekki síst yngstu kynslóðina. Hann heitir Álfur, hvað annað? Gjafavaran aukin Í nokkurn tíma hefur verslunin og kaffihúsið verið í mótun. „Við höfð- um svona verið að finna taktinn,“ segir Katrín brosandi. „Árið 2018 var fjölskyldunni erfitt. Það voru mikil veikindi og við ákváðum, úr því að allir komust heilir út úr því, að staldra við og athuga hvað okkur langaði að gera, á hvað við vildum leggja áherslu. Mamma er mikið jólabarn og hefur gaman af því að skreyta. Við höfum því verið að auka við gjafavöruna almennt og fyrir þessi jól ákváðum við að bæta hressilega í allt það sem viðkemur jólum. Okkur hefur heyrst að það hafi mælst vel fyrir. Og enn eru kerti af öllum gerðum það sem heillar ekki síst fyrir jólin, alla vega eru sem stendur Völuspár-kertin og snúin kerti í mörgum litum það sem er vinsælast.“ Breytingar á aðventunni Alla jafna hefur Kaffi Kyrrð boðið upp á aðventuhlaðborð á sunnudög- um á þessum tíma árs með heima- gerðum brauð- og rjómatertum ásamt ýmsu öðru góðmeti. Á því verður breyting að þessu sinni. „Við verðum að hlýða Víði,“ segir Katrín kímin, „við ætlum því að að- laga okkur því sem er í gangi í sam- félaginu og bjóða upp á „smörre- bröd“ í staðinn. Það verður auðvitað skreytt eftir kúnstarinnar reglum. En þessi aðventuhlaðborð hafa verið afar vinsæl. Fólki finnst gott að skreppa aðeins út og líta upp úr önn- um við undirbúning jólanna, kíkja við og fá sér gott kaffi og með því. Reyndar bjóðum við upp á gott kaffi allan ársins hring en aðventustemn- ingin er auðvitað bara í boði á að- ventunni. Við munum einnig hafa á boðstólum jólaöl frá brugghúsum og sérstakan jóladrykk Kaffi Kyrrðar hvort sem fólk kýs að hafa hann heitan eða kaldan. Svo má ekki gleyma jólakortahorninu okkar, þar sem hægt er að setjast niður og skrifa jólakveðjurnar og meira að segja er hægt að kaupa jólakortin hér og við munum póstleggja þau, ef fólk kýs svo. Hornið hefur verið nokkuð vinsælt.“ Taíland og Indland mótuðu En af hverju blómabúð? Upphafið að öllu þessu má rekja til ferðar sem Svava fór til Taílands og Indlands sem ung stúlka, árið 1975. „Það mót- aði hana fyrir lífstíð að fara þangað,“ segir Katrín. „Henni fannst ljúfa viðmótið, persónulega þjónustan sem þar var veitt, ásamt gleðinni, kærleikanum og afslöppuðu and- rúmsloftinu svo meiriháttar.“ Og Svava bætir við að hún hafi þá þegar ákveðið að ef hún færi einhvern tíma í verslunarrekstur yrði það á þess- um nótum. „Og það erum við að reyna hér,“ segir hún og nefnir að viðskiptavinirnir séu afar ánægðir með hvernig hefur til tekist. „Marg- ir hafa á orði að þeim líði eins og þeir séu að heimsækja ömmu eða gamla frænku þegar þeir koma hingað inn. Gömlu húsgögnin spila þar inn í en einnig sá kærleikur og notalega and- rúmsloft sem hér svífur yfir vötn- unum. Það finnst okkur afar vænt að heyra því við teljum að hjartað þurfi að vera með í svona verslun, annars virkar hún ekki. Það eru því allir hjartanlega velkomnir í töfraheim jólanna,“ segja þær mæðgur bros- andi og benda fólki einnig á að kíkja á facebooksíðu fyrirtækisins, Blómasetrið – Kaffi Kyrrð. Jólalegt Ekkert vantar upp á hugmyndaflugið í jólaskreytingum í Blómasetrinu. Jólasveinninn lengst til hægri hefur fylgt eigendum sínum um langa hríð. Töfraheim- ur jólanna  Jólastemningin fönguð í Blóma- setrinu og Kaffi Kyrrð í Borgarnesi Morgunblaðið/Birna G. Konráðsdóttir Í Blómasetrinu Mæðgurnar Katrín Huld Bjarnadóttir og Svava Víglundsdóttir og hundurinn Álfur sem gleður gesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.