Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Þú finnur örugg tilboð á www.securitas.is/vefverslun
SV
AR
TU
R FÖSTUDAGUR20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLU Í VEFVERSLUN27. - 30. NÓVEM
BE
R
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nýr fréttatengdur þáttur á Rás 1,
Hádegið, hefur göngu sína næst-
komandi þriðjudag, 1. desember.
Þátturinn nýi verður á dagskrá alla
virka daga milli kl. 12:02 og 13:00 og
er í raun tvískiptur; um það bil 10
mínútur fyrir hádegisfréttir og um
20 mínútur að þeim loknum. Um-
sjónarmenn þáttarins verða Guð-
mundur Björn
Þorbjörnsson og
Katrín Ásmunds-
dóttir og til um-
fjöllunar verða
málefni líðandi
stundar með
fréttaskýringum,
viðtölum, um-
ræðum, stuttum
pistlum og öðru
slíku. Þátturinn
verður aðgengilegur í Spilaranum á
vefnum ruv.is og öllum helstu hlað-
varpsveitum strax að lokinni útsend-
ingu.
Fastir liðir felldir
inn í heildstæðan þátt
„Við höfum lengi horft til þess að
styrkja hádegisútvarpið, einmitt
þann tíma dagsins þegar flestir
leggja við hlustir. Til þessa hafa í há-
degisútvarpinu verið ýmsir fastir lið-
ir sem nú verða felldir inn í heild-
stæðan þátt sem við erum mjög
spennt fyrir. Við væntum þess að
hlustendur eigi eftir að kunna að
meta það að fá vel unnið og áhuga-
vert útvarpsefni um málefni líðandi
stundar í hádeginu,“ segir Þröstur
Helgason dagskrárstjóri í samtali
við Morgunblaðið.
Hádegisfréttatíminn verður á sín-
um stað kl. 12:20 og sömuleiðis síð-
asta lag fyrir fréttir; íslenskt söng-
lag sem landinn lætur sig jafnan
miklu varða hvert er og hver syngur.
Strax að loknum fréttum munu um-
sjónarmenn fara yfir veðurspána, en
horfið verður frá því að vaktmaður á
Veðurstofu Íslands lesi veðurfréttir
eins og verið hefur.
„Veðurfréttirnar í þeirri mynd
sem við þekkjum hæfa kannski ekki
blæ eða svip þáttarins nýja. Þá ber
að hafa í huga að spáin í hádeginu er
orðin nokkurra klukkustunda gömul
og hefur áður verið lesin í veður-
fréttatíma kl. 10:05 sem að sjálf-
sögðu verður áfram á dagskránni.
Sé svo eitthvað mikið að gerast,
veðrabrigði í nánd eða viðvaranir af
einhverjum toga, verða veðurfræð-
ingar á línunni, ef ástæða er til,“ seg-
ir Þröstur Helgason.
Krufið til mergjar
Unnið hefur verið að undirbúningi
þáttarins Hádegisins um nokkurt
skeið og Guðmundur Björn Þor-
björnsson verður ritstjóri. Sam-
félagsmál í sinni víðustu mynd verða
á dagskrá þáttarins, bæði fréttir
stundarinnar og annað sem vekur
forvitni.
„Þetta geta verið pólitík, neyt-
endamál, íþróttir, erlend málefni og
svo framvegis. Ýmis mál verða kruf-
in til mergjar og hugtök einnig út-
skýrð. Loftslagsbreytingar, stýri-
vextir, verg landsframleiðsla eða
stjórnarskrárákvæði; þessi orð og
fleiri þekkja allir en hvað þau
merkja er önnur saga og slíku mun-
um við leitast við að svara í þætti á
besta hlustunartíma dagsins,“ segir
Guðmundur Björn sem starfað hefur
hjá RÚV sl. fimm ár en Katrín
skemur. Bæði hafa þau verið á
fréttastofunni en einnig sinnt gerð
ýmissa þátta á Rás 1.
„Því fylgir mikil ábyrgð að fjalla
um fréttir og fréttatengd efni. Mik-
ilvægt er að leggja sig allan fram við
að vinna af heilindum, kynna sér
efnistök og nálgast viðfangsefnin frá
ólíkum áttum,“ segir Katrín Ás-
mundsdóttir. „Sérstaklega finnst
mér spennandi þegar hægt er að
fara á dýptina og skoða málefni í
stærra samhengi við samfélagið,
sem getur þó verið krefjandi í hröðu
fréttaumhverfi. Að annast slíka um-
fjöllun í fréttaþættinum Hádeginu
er því spennandi áskorun.“
Hádegisútvarpið eflt
með nýjum þætti
Fréttir, viðtöl, pistlar og síðasta lag Rás 1 á RÚV
Morgunblaðið/Eggert
Útvarpsfólk Katrín Ásmundsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson í
hljóðveri við undirbúning á þættinum sem fer í loftið nk. þriðjudag. Þröstur Helgason
Samningar voru undirritaðir í gær
um kaup Sigtúns þróunarfélags á
Landsbankahúsinu við Austurveg á
Selfossi. Fjögur tilboð bárust og var
tilboð Sigtúns það hæsta, 352 millj-
ónir króna. Landsbankinn mun
leigja hluta hússins undir starfsemi
sína uns flutt verður á nýjan stað.
„Þessi kaup eru liður í uppbygg-
ingu okkar á Selfossi og undirstrika
þá sannfæringu sem við höfum fyrir
framtíðarmöguleikum bæjarins,“
segir Leó Árnason stjórnarformaður
Sigtúns. Hann segir óákveðið hvern-
ig húsið nýtist, en það skýrist vænt-
anlega innan tíðar.
Landsbankahúsið á Selfossi var
reist 1949-1953, eftir teikningum
Guðjóns Samúelssonar arkitekts.
Guðjón teiknaði einnig byggingu
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi
sem var reist 1929 en rifin 1956. Í
nýjum miðbæ á Selfossi, sem nú er
verið að reisa á vegum Sigtúns, verð-
ur hús í sama stíl og gamla mjólkur-
búið. Þannig myndast því tenging
við húsameistarann.
Lilja Björk Einarsdóttir, banka-
stjóri Landsbankans, segir húsið á
Selfossi of stórt fyrir núverandi
starfsemi. Flutt verði í hentugra hús,
sem óvíst sé hvert verði. sbs@mbl.is
Selja Landsbanka-
húsið á Selfossi
Sigtún kaupir á 352 millj. kr. Möguleikar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Hús Landsbankans er svipsterkt og stendur við aðalgötu bæjarins.
„Ríkisútvarpið er að mínu mati ein
mikilvægasta menningarstofnun
þjóðarinnar,“ segir Stefán Eiríks-
son útvarpsstjóri „Auðvitað hefur
margt breyst á þessum níutíu árum
sem RÚV hefur starfað og ekki bara
í tækniumhverfinu, en á sama langa
tímabili hefur kjarninn í starfsem-
inni verið hinn
sami. Að miðla
upplýsingum og
fréttum, sinna
menningar-
hlutverki sínu
með fjölbreyttum
hætti og
skemmta fólki.“
Fréttir réttar
og traustar
Fyrstu útsendingar Ríkisútvarps-
ins voru dagana 20. og 21. desember
1930. Í tilefni þessa 90 ára afmælis
verður fjölbreytt afmælisdagskrá á
Rás 1 í desember. Á dagskrá verður
meðal annars 21 örþáttur undir
yfirskriftinni Það sem skiptir máli.
Þar munu viðmælendur, jafnmargir
þáttunum, segja hvað þeim finnst
skipta mestu máli nú þegar þetta
undarlega ár er að líða. Þættirnir
verða sendir út dagana 1.-21. des-
ember kl. 13:03 og eru í umsjón Þor-
gerðar E. Sigurðardóttur. Þær
Anna Sigríður Þráinsdóttir og Jó-
hanna Vigdís Guðmundsdóttir sjá
svo um þrjá þætti um stöðu íslenskr-
ar tungu nú á 90 ára afmælinu.
Á afmælisdeginum sjálfum, 21.
desember, verður útsending úr öll-
um þeim húsum í Reykjavík þar sem
Ríkisútvarpið hefur verið með starf-
semi sína á síðastliðnum níutíu ár-
um; Hafnarstræti 12, Landssíma-
húsinu við Austurvöll, Skúlagötu 4
og Efstaleiti. Í þessum útsend-
ingum verða meðal annars rifjaðir
upp nokkrir atburðir og sagt frá
fólki sem tengst hefur Ríkisútvarp-
inu í tímans rás.
„Ég tel að hlutverk og erindi
Ríkisútvarpsins sé mikilvægt í dag,
ekki síður en á undanförnum ára-
tugum. Þar koma meðal annars inn
atriði eins upplýsingaóreiða. Það
er ánægjulegt að sjá að traust til
fréttastofu RÚV er á stöðugri upp-
leið samkvæmt mælingum sem
gerðar eru tvisvar á ári og hefur
aldrei mælst hærra en nú. Það er
öflugt mótvægi við aukna upplýs-
ingaóreiðu að vita hvert hægt sé að
leita eftir réttum og traustum
fréttum og upplýsingum.“
Fjölmiðlar þróist með tækni
Hröð tækniþróun er ein af þeim
stóru áskorunum sem fjölmiðlar
standa frammi fyrir. Stefán segir
margt hafa breyst síðan hann vann
sem blaðamaður fyrir 30 árum,
þótt störf þeirra sem vinna á fjöl-
miðlum séu í grunninn þau sömu.
„Það eru í sjálfu sér ekki mörg
ár síðan hefðbundið útvarp og sjón-
varp voru einu leiðirnar til að nálg-
ast okkar efni. Þær eru orðnar
mun fleiri í dag og fjölbreyttari.
Þróunin á næstu árum verður
áfram mjög hröð og mikilvægt að
fjölmiðlar hér á landi þróist í takt
við tæknina. Áfram mun þó sjálfur
grunnurinn skipta öllu máli, það er
að búa til og miðla gæðaefni til
fólksins í landinu eins og Rík-
isútvarpið hefur gert með sóma
síðastliðin 90 ár,“ segir Stefán Ei-
ríksson.
Morgunblaðið/Eggert
Efstaleiti RÚV er mikilvæg menningarstofnun, segir útvarpsstjóri um
starfsemina, sem verði að þróast í takt við samfélag og tækni.
Mikilvægt í óreiðunni
Ríkisútvarpið hefur verið í loftinu í 90 ár
Stefán
Eiríksson