Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Albert Eymundsson
Höfn
Kórónuveirufaraldurinn hefur
sín áhrif hér um slóðir eins og ann-
ars staðar. Bæjarlífspistillinn verður
því með nokkuð breyttum áherslum
að þessu sinni þar sem félagslíf,
uppákomur og tómstundir eru ekki
áberandi eins og gefur að skilja.
Ferðaþjónustan í héraðinu
hefur byggst hratt upp á síðustu ár-
um og er ein af undirstöðuatvinnu-
greinum héraðsins með fjölda
starfa. Faraldurinn bitnar helst á
ferðaþjónustunni og fara íbúar hér
ekki varhluta af því eins og atvinnu-
leysistölur sýna. Fólkið tekur
ástandinu þó almennt af yfirvegun
og notar tímann til að búa í haginn.
Þrátt fyrir erfiða tíma er mikill
kraftur í samfélaginu segir bæj-
arstjórinn Matthildur Ásmunds-
dóttir.
Iðnaðarmenn hafa næg verk-
efni, mikið er byggt og íbúar dugleg-
ir að halda við eignum sínum. Meðal
verkefna er bygging raðhúss með
átta íbúðum á góðum stað fyrir eldri
íbúa og eru allar seldar. Byrjað er að
undirbúa byggingu fleiri sambæri-
legra íbúða. Svo fagna Skaftfellingar
miklum framkvæmdum í brúargerð
og fækkar þar með einbreiðum
brúm á hringveginum sem eru flest-
ar í sýslunni.
Hitaveituframkvæmdum hef-
ur miðað vel undanfarið. Verið er að
ljúka við lagningu 20 km stofnlagnar
frá Hoffelli til Hafnar samhliða
byggingu dælustöðva. Stefnt er að
því að tengja nýju stofnlögnina við
dreifikerfi veitunnar á Höfn fyrir
áramót. Fyrst um sinn munu þannig
um 2⁄3 hlutar húsa á Höfn sem í dag
tengjast fjarvarmaveitu RARIK
tengjast hitaveitunni.
Á tímum sem þessum kemur
sér vel að hafa öflug sjávarútvegs-
fyrirtæki í sveitarfélaginu. Starfs-
fólk Fiskmarkaðsins lætur vel af
afla báta þegar gefur á sjó. Skinney-
Þinganes heldur uppi vinnslu á bol-
fiski og síld en stuttri síldarvertíð
var að ljúka í vikunni.
„Þrátt fyrir enga loðnuveiði,
hrun í humarveiðum og miklar
sveiflur á mörkuðum kvörtum við
ekki. Með góðu starfsfólki, fjöl-
breyttum vinnslubúnaði ásamt því
að stjórna fiskveiðunum tekst okkur
að skapa samfellda vinnu fyrir fólk-
ið,“ sagði Ásgeir Gunnarsson, út-
gerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi.
Tvær nýjar verslanir hófu
rekstur nýverið. Önnur er í elsta
íbúðarhúsinu á Höfn, Kaupfélags-
húsinu, þar sem fyrir er veitinga-
staðurinn Ottó. Auður Mikaels-
dóttir, eigandi Kaupfélagshússins,
segir að heimamenn hafi verið dug-
legir að fara út að borða undanfarið
en hún vildi auka umsvifin í húsinu
og í aðdraganda aðventunnar kom
upp sú hugmynd að bjóða upp á
ýmsar heimilistengdar vörur í kjall-
ara hússins.
Önnur verslun nefnist Berg-
spor og segist eigandi hennar, Erla
Berglind, vera bjartsýn á fram-
haldið en auk þess að versla með
fatnað, skó, handklæði, sængurföt,
handavinnuefni o.fl. saumar hún
merkingar á ýmislegt fyrir fólk.
Sömuleiðis má nefna nýjan veit-
ingastað, Úps, sem bætist í fjöl-
breytta flóru veitingastaða og var
nýlega fjallað um í frétt í blaðinu.
Helgistundir á netinu hafa
komið í stað almennra athafna í
kirkjum prestakallsins. Prestarnir
okkar hafa tekið upp fjölbreyttar
helgistundir í öllum sjö kirkjum í
héraðinu og notað tækifærið til að
segja sögu kirknanna, sýna hönnun
þeirra og ýmsa muni. Hefur þessu
verið vel tekið.
Morgunblaðið/Albert
Byggt Verið er að byggja raðhús með átta íbúðum á góðum stað á Höfn fyrir eldri íbúa og eru allar seldar.
Mikill kraftur í samfélaginu
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1
Kolibri trnur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavrum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
„Að í hverju byggðarlagi sé dag-
vöruverslun er grunnþjónusta.
Sveitarfélagið lætur þetta mál sig
því miklu varða
og við setjum all-
an okkar kraft í
að tryggja áfram
slíkan rekstur
hér á staðnum,“
segir Sandra Brá
Jóhannsdóttir
sveitarstjóri
Skaftárhrepps.
Forsvarsmenn
Festar hf., sem
rekur Kjarval og
fleiri búðir, tilkynntu fyrr í vikunni
fyrirhugaða lokun verslunar fyrir-
tækisins á Kirkjubæjarklaustri frá
og með áramótum. Húsnæði versl-
unarinnar hefur jafnframt verið selt
og verður í byrjun febrúar afhent
nýjum eigendum. Þeir eru eigendur
veitingahússins Systrakaffis sem nú
skoða möguleikann á því að opna
sjálfir verslun, sem kæmi í stað
Kjarvals.
Forsvarsmenn Festis hafa kynnt
og boðið íbúum og sveitarstjórn í
Skaftárhreppi að efla þjónustu á
svæðinu með netverslun. Að fólki
bjóðist að panta vörur sem svo séu
afhentar tvisvar í viku og megi nálg-
ast á völdum stöðum eystra. Lítill
hljómgrunnur er fyrir því.
Mjólk og brauð á beinsínstöð
„Sú þjónusta dugar okkur alls
ekki, né heldur að við fáum mjólk,
brauð og allra helstu nauðsynjar
með hárri álagningu á bensínstöð.
Við í dreifbýlinu viljum og þurfum að
vera jafnsett öðrum um sjálfsagða
þjónustu,“ segir Sandra Brá. „Við
eðlilegar aðstæður fara hér þúsundir
ferðamanna í gegn á hverjum degi
og fyrir vikið ætti verslunarrekstur
hér að vera vel arðbær. Þótt fáir séu
á ferðinni einmitt núna búast allir við
að ferðaþjónustan verði aftur komin
á snúning í vor og þá eru betri að-
stæður. Að Festi ætli að loka versl-
uninni nú vegna tímabundis ástands
finnst mér einfaldlega ábyrgðarlítið
gagnvart samfélaginu hér.“
Sandra Brá væntir þess að niður-
staða fáist í verslunarmálin á Klausti
innan tíðar. Verkefni þetta sé í for-
gangi hjá stjórnendum sveitar-
félagsins. Fyrsta val sé að heimafólk
taki við keflinu, en ef ekki verði leit-
að annarra leiða. Ljóst sé þó að ein-
hver eyða geti myndast, því núver-
andi verslunarhús þurfi endurbóta
við áður en nýir kaupmenn taka við,
hverjir sem það verði. sbs@mbl.is
Grunnþjónusta við
íbúana sé tryggð
Kjarvali lokað Klaustur er arðbært
Sandra Brá
Jóhannsdóttir
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Húsasmiðjan hefur hafið byggingar-
framkvæmdir við Freyjunes á Akur-
eyri og hyggst flytja starfsemi sína
frá Lónsbakka þar sem hún hefur
verið um árabil og í nýtt húsnæði í
Nesjahverfi.
Fasteignir á Lónsbakka þar sem
Húsasmiðjan er nú eru í eigu fast-
eignafélags ótengds Húsasmiðjunni.
Árni Stefánsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, segir að jarðvinna sé
langt komin. Eftir útboð í haust var
samið við Tréverk um uppsteypu
sökkla og er sú vinna nú að hefjast.
„Þetta verður glæsileg Húsa-
smiðju- og Blómavalsverslun ásamt
því að rafiðnarheildsalan Ískraft
verður jafnframt opnuð í sama hús-
næði,“ segir Árni.
Verslunin verður um 5.000 fer-
metrar að stærð og segir Árni að
stefnt sé að því að opna hana á síðari
hluta næsta árs.
Nýja verslunin verður nær miðju
Akureyrar og nýja staðsetningin
hentar smásöluverslun betur. Sér-
hönnuð út frá þörfum viðskiptavina.
Húsasmiðjan á langa viðskiptasögu á
Lónsbakka en Árni segir að menn
sjái tækifæri í að flytja starfsemina í
nýtt húsnæði þar sem meðal annars
verður innangengt í timbursöluna og
staðsetning nýju lóðarinnar sé frá-
bær.
„Verslunin verður sérhönnuð út
frá þörfum viðskiptavina okkar, og
við erum sannfærð um að Akureyr-
ingar og nærsveitamenn muni fagna
nýju versluninni og því aukna vöru-
úrvali sem þar verður,“ segir Árni
enn fremur.
Framkvæmdir á fullt við Freyjunes
Færa sig nær miðpunkti bæjarins
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Freyjunes Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á Akureyri vegna áforma
Húsasmiðjunnar um að byggja nýtt og stærra verslunarhúsnæði.
Húsasmiðjan
stækkar við sig
á Akureyri