Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Kvöldroði Keilir laðar til sín linsur ljósmyndaranna, ekki síst að kvöldlagi þegar sólin er að setjast. Fjallið er okkar egypski píramídi norður á norpandi Íslandi.
Kristinn Magnússon
„Lífeyrissjóður er
launþegans“ er yf-
irskrift greinar sem
Inga Sæland alþing-
ismaður birti í Morg-
unblaðinu 24. nóv-
ember sl. og það er
vissulega bæði satt og
rétt. Í sjálfri greininni
er hins vegar að finna
staðhæfingar og álykt-
anir sem ekki standast
og eru því ekki fallnar til þess að
skila okkur fram á veginn í upp-
lýstri umræðu um lífeyrissjóðakerf-
ið.
1. Skylduaðild að lífeyrissjóðum á
rætur að rekja til kjarasamnings á
almennum vinnumarkaði vorið
1969. Verkalýðshreyfingin hefur all-
ar götur síðan þá talið þetta skref
vera eitt hið merkasta í sam-
anlagðri baráttusögu
sinni á öldinni sem
leið. Grunngildi
skylduaðildar eru að
tryggja launafólki eft-
irlaun til æviloka og
vera öryggisnet gagn-
vart skakkaföllum hve-
nær sem er á lífsins
leið.
2. Lífeyrisréttindi í
samtryggingardeildum
eru eign sjóðfélaga og
lögvarin sem slík.
Þetta hefur verið stað-
fest margsinnis með dómum og er
hafið yfir allan vafa.
3. Lífeyrisréttindi í samtrygging-
ardeildum jafngilda ekki fjár-
munum sem sjóðfélagar „eiga“
heldur eru þau réttindi sem fólk
öðlast á vinnumarkaði og gengur
síðan að eftir atvikum sem eft-
irlaunum, örorkulífeyri, makalífeyri
eða barnalífeyri.
4. Þessi réttindi erfast ekki en
þau gilda óháð því hve lengi við-
komandi greiða í samtrygging-
ardeildirnar. Sumir lenda í skakka-
föllum snemma á ævinni eða deyja
um aldur fram, aðrir lifa lengi, eru
lengi heilsuhraustir og fá jafnvel
greidd eftirlaun mun lengur en sem
svarar til iðgjalda sem þeir greiddu
til kerfisins á starfsferli sínum.
Þetta er eðli máls samkvæmt, þann-
ig virkar samtryggingarkerfi.
5. „Kaldhæðnislegt en satt að
stjórnirnar [í lífeyrissjóðunum] eru
að meirihluta skipaðar fulltrúum at-
vinnurekenda“ skrifar alþingismað-
urinn. Rangt. Allt frá 1969 hafa
stjórnir vinnumarkaðstengdra sjóða
verið skipaðar að jöfnu fulltrúum
samtaka atvinnurekenda annars
vegar og launafólks hins vegar.
Þetta stjórnarfyrirkomulag hefur
reynst farsælt.
6. Séreignarsparnaður er allt
annars eðlis en samtryggingarhluti
lífeyrissjóðakerfisins. Fólk ákveður
sjálft hvort það vill yfirleitt leggja
fyrir í séreignarsparnað og þá hve-
nær það hefur slíkan sparnað eða
hættir og í hvaða sjóði greitt er.
7. Séreign er ekki ávísun á rétt-
indi heldur sérgreindir fjármunir
sem sjóðfélagi felur vörsluaðila að
ávaxta fyrir sig þar til kemur að því
að taka út sparnaðinn. Séreign
rennur til maka og barna við fráfall
eigenda hennar.
8. Lífeyrisréttindi í samtrygging-
arsjóðum eru gríðarlega mikilvæg
eign sjóðfélaganna og fela í sér afar
hagkvæma tryggingu sem fólk nýt-
ur. Því miður líta samt alltof fáir á
lífeyrisréttindi sín sem tryggingu
en það er einmitt eitt af meginhlut-
verkum lífeyrissjóða að veita fjár-
hagslega vernd ævina á enda: SAM-
trygging! Inga Sæland horfir fram
hjá þessu eðli lífeyrissjóðakerfisins.
9. Íslenska lífeyrissjóðakerfið er
skilvirkt, öflugt og þjónar hlutverki
sínu afar vel. Til þess er horft sem
fyrirmyndar víðs vegar að úr ver-
öldinni. Skilja má skrif alþing-
ismannsins á þann veg að réttast
væri að leggja af skyldugreiðslur til
samtryggingar lífeyrissjóðakerf-
isins og að hver sjái bara um sig.
Slíkt væri fráleitt og víst er að
margur maðurinn myndi þá hugsa
og segja upphátt: Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur.
Eftir Þóreyju S.
Þórðardóttur » Íslenska lífeyris-
sjóðakerfið er skil-
virkt, öflugt og þjónar
hlutverki sínu afar vel.
Til þess er horft sem
fyrirmyndar víðs vegar
að úr veröldinni.
Þórey S. Þórðardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Áréttað um lífeyrissjóði
Ríkið er skrítin skepna. Hagar sér
með furðulegum og mótsagna-
kenndum hætti í sumum málum, til
dæmis húsaleigumálum. Ríkið á eðli
máls samkvæmt margar byggingar.
Sumar hverjar notar það undir eigin
starfsemi, aðrar eru leigðar út til
reksturs þar á meðal hjúkr-
unarheimila. Ein af þeim fasteignum
sem eru í eigu ríkisins og umsjá Rík-
iseigna er hjúkrunarheimilið á Höfn í
Hornafirði, Skjólgarður. Skv. gögn-
um sem ég hef undir höndum greiðir
Skjólgarður rúmlega 1,5 milljónir á
mánuði í húsaleigu til ríkisins/
Ríkiseigna af því húsnæði sem hjúkr-
unarheimilið er rekið í, eða rúmlega
18 milljónir á ári. Þessir peningar
eru greiddir af daggjöldum sem
Skjólgarður fær skv. samningi sínum
við Sjúkratryggingar Íslands en í 11.
gr. þess samnings segir meðal ann-
ars að svokölluðu húsnæðisgjaldi sé
ekki ætlað að standa undir stofn-
kostnaði, afskriftum og meiri háttar
breytingum. Þá segir í
14. gr. sama samnings
að það sé óheimilt að
ráðstafa fé í annað en
er tilgreint í samn-
ingnum og það kemur
ekkert fram í honum að
það megi greiða húsa-
leigu af þessum aurum,
eins og reyndar er gef-
ið einnig í skyn í 11. gr.
Það sem er að gerast
hjá Skjólgarði er að
ríkið er að neyða þau til
að brjóta samninginn
með því að innheimta
þessa húsaleigu með þessum hætti
auk þess sem ríkið er að skerða þjón-
ustu við þá heimilismenn sem þar
búa um rúmlega 18 milljónir á ári
þar sem það er alls ekki gert ráð fyr-
ir slíkum útgjöldum í rekstrarsamn-
ingnum. Það væri hægt að gera ým-
islegt fyrir heimilismenn Skjólgarðs
fyrir þessar 18 milljónir sem ríkið
innheimtir í húsaleigu. Og ætli
Sjúkratryggingar Íslands viti af því
að Skjólgarði er gert að brjóta samn-
inginn við SÍ með þessum hætti? Að
boðvaldi ríkisins?
Á sama tíma hafa Grundarheimilin
Grund og Ás, ásamt Hrafnistu, þurft
að höfða mál á hendur ríkinu til að
reyna að fá greidda sanngjarna
húsaleigu fyrir það húsnæði sem
heimilin útvega ríkinu til að veita
öldrunarþjónustu. Málið var dæmt
okkur í óhag í héraði og Landsrétti
en Hæstiréttur tekur það fyrir í
byrjun næsta árs.
Framangreint lýsir talsverðum
tvískinnungi af hálfu ríkisins í húsa-
leigumálum. Rukka aðra fyrir það
húsnæði sem ríkið útvegar í hjúkr-
unarheimilisþjónustu á sama tíma og
það neitar að greiða húsaleigu til
annarra sem útvega ríkinu húsnæði í
hjúkrunarheimilisþjónustu. Vægast
sagt furðulegt í alla staði.
Eftir Gísla Pál Pálsson og Guð-
rúnu Döddu Ásmundardóttur »Og ætli Sjúkratrygg-
ingar Íslands viti af
því að Skjólgarði er gert
að brjóta samninginn við
SÍ með þessum hætti?
Að boðvaldi ríkisins?
Gísli Páll
Pálsson
Gísli Páll er formaður Samtaka fyr-
irtækja í velferðarþjónustu og Guð-
rún Dadda er framkvæmdastjóri
Skjólgarðs – öldrunarþjónustu.
gisli@grund.is og gudrundadda-
@hornafjordur.is
Guðrún Dadda
Ásmundardóttir
Tvískinnungur ríkisins í húsaleigumálum