Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Átímum „tilfinninga-upplifana“ og „ást-arkrafts“ er við hæfi aðminnast Áslaugar, konu
Ragnars loðbrókar. Heimir fóstri
hennar leyndi henni í hörpu sinni
og flutti hana frá Hlymsdölum til
Noregs eftir að faðir hennar Sig-
urður Fáfnisbani hafði verið
drepinn og móðir hennar Bryn-
hildur lagt sig sverði, „og var hún
brennd með Sigurði“.
Á Spangarheiði drápu gestgjaf-
arnir Heimi en „gerðu Áslaugu
koll“ og báru tjöru í bert höfuð
hennar og kölluðu hana Kráku.
Hér ólst hún upp við illan kost
uns Ragnar konung loðbrók bar
að garði. Þá hafði hún með leynd
getað látið hárið vaxa undir síð-
um hetti. Og þegar hún þurfti að
ganga fyrir konunginn lét hún
það hylja allan líkama sinn, að
vísu með urriðanet yfir sér, enda
var það skipun Ragnars að hún
kæmi hvorki klædd né óklædd á hans fund.
Í þessari sögu glittir í ofurást milli Áslaugar og stjúpsonar henn-
ar; hann hafði verið handtekinn í Svíþjóð eftir misheppnaða herferð
– sem hann fór hennar vegna. Á dauðastund lét hann senda Áslaugu
hring sinn. Þegar hringurinn barst henni felldi hún tár„en það var
sem blóð væri álits en hart
sem haglkorn“. Áslaug
hefndi hans og hét þá Ran-
dalín.
Spenna hafði verið í
hjónabandinu – enda hafði
Ragnar ætlað að svíkja Ás-
laugu og ganga að eiga
sænska kóngsdóttur. Fuglar sögðu Áslaugu frá þessum svikum.
Á brúðkaupsnótt þeirra hjónanna hafði Ragnar viljað „eiga hjú-
skaparfar“ við Áslaugu en hún beðið hann að bíða með það í þrjár
nætur. Hann gaf því engan gaum. Hún eignaðist beinlausan son.
Af Ívari beinlausa er löng saga; hann gerðist konungur yfir Eng-
landi. En „hann átti ekki barn því að hann var svo skapaður að hon-
um fylgdi engin girnd né ást“. Bölvun brúðkaupsnæturinnar?
Hár Áslaugar beinir huga okkar að hári Hallgerðar langbrókar
og þar með að þeim áhrifum sem Áslaug hefur haft á stallsystur
sínar í Íslendingasögum. Bjarni Guðnason sagði um Áslaugu í
snjallri grein árið 1969: „Margar kvenhetjur Íslendingasagna spegl-
ast í henni.“ Rétt eins og hár Hallgerðar birtist okkur á ný við ævi-
lok Gunnars (kraftur hatursins), þá sjáum við hár Áslaugar á ör-
lagastund í lífi hennar: Þegar hún fær kveðju stjúpsonarins situr
hún í hásæti „og ætlaði að kemba sér, og hárið hafði hún leyst“.
Ragnar var í herleiðangri. Átti Áslaug kannski von á stjúpsyninum
sjálfum en ekki frétt um dauða hans á þessu magnþrungna augna-
bliki?
Og enn kemur hár Áslaugar við sögu: Þegar hún kvaddi Ragnar í
hinsta sinn eftir árangurslausar viðvaranir færði hún honum „heil-
aga hjúpu“ (serk) sem engin vopn bitu og ofin var úr „hársíma
gránu“. Helgi Skúli Kjartansson sagði mér einu sinni að þetta
merkti ekkert annað en serk, ofinn úr hennar eigin hári. Með öðrum
orðum: Áslaug fórnaði sínu síða (og gráa) hári fyrir eiginmanninn á
þeirra lokafundi. Ástarkraftur!
Ragnar endaði sína daga í ormagarði eftir að serknum hafði verið
af honum flett.
„Ástarkraftur“
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Áslaug í Hörpunni Heimir fóstri henn-
ar leyndi Áslaugu, konu Ragnars loð-
brókar, í hörpu sinni og flutti hana frá
Hlymsdölum til Noregs.
Ljósmynd/Wikipedia;
A Malmström: Kung Heimer och Aslög.
Ætla mætti að svarið við spurningunni ífyrirsögninni hér að ofan sé augljóst:Ísland sé ekki til sölu. En svarið erekki svo einfalt. Sívaxandi kaup útlend-
inga á íslenzku landi sýna að málið er flóknara. Og þá
mætti spyrja annarrar spurningar: Hvar ætli tak-
mörkin liggi? Hvað mega útlendingar eignast mikið af
íslenzku landi án þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar
bregðist við?
Um þetta er fjallað nú vegna nýrra frétta um að
Hjörleifshöfði sé kominn í eigu hlutafélags, sem er að
meirihluta til í þýzkri eigu.
Í barnæsku greinarhöfundar voru Ingólfshöfði og
Hjörleifshöfði einna fyrstu kennileitin á Íslandi sem
barnssálin stimplaði inn – vegna sögunnar. Á þessum
tveimur höfðum höfðu þeir vetursetu, fóstbræðurnir
Ingólfur og Hjörleifur.
Í fyrsta bindi Sögu Íslands (sem þjóðin gaf sjálfri
sér í afmælisgjöf á 1000 ára afmæli Íslands byggðar
1974) segir svo um Hjörleifshöfða:
„Á Mýrdalssandi hafa orðið ærnar breytingar á
sögulegum tíma. Vestan til á
sandinum hefur strönd færzt út
meir en dæmi eru um annars
staðar á landinu. Á landnámsöld
gekk Hjörleifshöfði í sjó fram og
vík eða fjörður, Kerlingarfjörður,
inn með honum að vestan. Mun núverandi Reynisdjúp
vera í framhaldi af þessum „firði“ … Hefur fjörður
þessi verið orðinn fylltur af framburði fyrir tilkomu
Styrmisbókar Landnámu. Ekki er ólíklegt að hlaup
samfara Kötlugosinu um 1000 hafi farið vestan Hjör-
leifshöfða, en fyrsta hlaup, sem vitað er um af skráð-
um heimildum að farið hafi þá leið, er það hlaup, sem
saga Þorláks biskups Þórhallssonar hin yngri nefnir
Höfðahlaup og varð það skömmu fyrir 1179.“
Nú er þessi fallegi höfði kominn í meirihlutaeigu
útlendinga. Áður hefur komið fram, að töluverður
hluti Norðausturlands er kominn í eigu brezks auð-
kýfings sem nú býr í Mónakó. Skýringin á jarða-
kaupum hans er sögð vera áhugi á að friða laxastofn-
inn í ám á því svæði.
Áhugi Þjóðverjanna á Hjörleifshöfða er sagður
vera sandurinn á þeirri landareign, sem um er að
ræða.
En hvaða máli skiptir, þótt útlendingar eigi jarðir
hér?
Því er svarað í greinargerð stjórnarfrumvarps, sem
orðið er að lögum og hefur að geyma breytingar á
ýmsum lögum, sem snúa að fasteignum og jarða-
eignum, á þennan veg:
„Land er undirstaða fullveldis ríkis og telst til tak-
markaðra gæða á sama hátt og mikilsverðar nátt-
úruauðlindir eins og fiskistofnar og jarðhiti.“
Land er undirstaða fullveldis …
Það hlýtur að þýða að einhver takmörk eru fyrir
því, hvað mikið má selja af slíku landi til útlendinga.
Úr því að brezkur auðkýfingur fær þá hugmynd að
kaupa töluverðan hluta Norðausturlands gætu t.d.
Kínverjar (sem áður hafa reynt að kaupa land hér)
fengið þá hugmynd að kaupa allar eyðijarðir á Vest-
fjarðakjálkanum og eignast þar með verulegan hluta
af honum.
Það mundi koma sér vel fyrir þá, þegar skipaflutn-
ingar þeirra um norðvesturleiðina yfir pólinn aukast
að ráði. Þeir hafa ekki bara sýnt áhuga á að kaupa
stóra jörð á Íslandi. Þeir reyndu fyrir nokkrum árum
að kaupa stórt landsvæði á Grænlandi en tókst ekki –
og sýna Færeyjum áhuga.
Sennilega gæti brezki auðkýfingurinn hagnast
mikið á því að selja Rússum jarðir sínar á
Norðausturlandi í einni kippu. Það mundi nýtast þeim
vel í vaxandi átökum stórveldanna á norðurslóðum.
Kannski finnst einhverjum svona vangaveltur
fáránlegar. Ekki að mati þeirra, sem sömdu fyrrnefnt
stjórnarfrumvarp. Í greinargerð
þess, sem áður var vísað til, segir
líka:
„Lega og landgæði Íslands,
þ.m.t. nálægð landsins við norð-
urslóðir, möguleikar til fram-
leiðslu hreinnar orku, hreint neyzluvatn og fleiri
þættir geta vakið áhuga á fjárfestingu í íslenzku landi
og þá eftir atvikum í spákaupmennskuskyni. Með
hliðsjón af þessu má telja nauðsynlegt að lög tryggi
viðeigandi stjórnvöldum m.a. heimildir til að taka af-
stöðu til þess, hvort kaup eða nýting á landi og auð-
lindum samræmist þjóðaröryggissjónarmiðum.“
Allt er þetta rétt og réttlætir þá spurningu, sem
sett var fram hér að framan, hvar mörkin liggi,
hversu mikinn hluta landsins megi selja til útlendinga
án þess að fullveldi okkar sé stofnað í hættu því að
það er líka rétt, sem áður var vitnað til, að „land er
undirstaða fullveldis ríkis …“
Frá því að við gerðumst aðilar að Evrópska efna-
hagssvæðinu hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn og ráð-
herra eftir ráðherra gefist upp á því að gæta hags-
muna þeirrar fullvalda þjóðar, sem hér býr og á þetta
land. Þó er það svo, að sá ráðherra, sem gerði þann
samning, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur ítrekað
bent á að skv. þeim samningi getur Ísland sagt nei.
Reyndar er ljóst að eigendur Hjörleifshöfða vildu
selja íslenzka ríkinu jörðina. Hvers vegna var því boði
ekki tekið? Það hefði kostað mun minna en sá einn og
hálfi milljarður, sem íslenzka ríkið lagði á sínum tíma
í fánýta tilraun til að fá Ísland kjörið í Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna fyrir allmörgum árum. Af hverju
var það svona mikilvægt? Datt einhverjum raunveru-
lega í hug að það mundi færa þessu örríki einhver
alvöruáhrif á heimsvísu? Og til hvers?
Hvað veldur sofandahætti kjörinna fulltrúa, þegar
kemur að jarðakaupum útlendinga? Hafa þeir alveg
tapað tengslum við samfélagið, sem þeir búa í?
Kannski þarf að efna til námskeiðs fyrir þá um
Sögu Íslands.
Er Ísland til sölu?
Hvað veldur sofandahætti
kjörinna fulltrúa?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árið 1948 gaf Jóhannes S. Birki-land út bókina Harmsögu æfi
minnar: Hvers vegna ég varð auðnu-
leysingi. Þjóðin brosti, ef til vill ekki
alltaf góðlátlega, og Megas söng um
hann vísur. Árið 2020 gefur Ólína Þ.
Kjerúlf út bókina Spegil fyrir
skuggabaldur: atvinnubann og mis-
beiting valds. Undirtitill hennar
gæti verið: Hvers vegna enginn vill
ráða mig í vinnu. Og þjóðin andvarp-
ar og spyr, hvort blessuð konan ætti
ekki að líta í eigin barm í leit að
skýringu.
Í harmatölu sinni reifar Kjerúlf þá
kenningu, að bækur Halldórs Lax-
ness hafi ekki komið út í Bandaríkj-
unum á fjórða og fimmta áratug síð-
ustu aldar, af því að íslensk og
bandarísk stjórnvöld hafi lagst gegn
því. Þessu til stuðnings nefnir hún
ýmis skjöl um samskipti íslenskra og
bandarískra ráðamanna frá árunum
1947-1949, sem fundist hafa í banda-
rískum söfnum.
Eins og ég benti á í Morgun-
blaðinu í gær, föstudaginn 27. nóv-
ember, eru þau skjöl alls ekki um
neitt slíkt. Þau eru um áhuga stjórn-
valda á að rannsaka, hvort Laxness
hefði vantalið tekjur frá Bandaríkj-
unum í íslensku skattframtali sínu
og brotið reglur um skil á gjaldeyr-
istekjum, og reyndist svo hvort
tveggja vera.
Brella Kjerúlfs er að veifa með
fyrirgangi og þjósti skjölum um allt
annað efni en verið er að tala um.
Hún fetar þannig ekki aðeins í fót-
spor Birkilands, heldur líka Ólafs
Friðrikssonar Möllers, kaffihúsa-
spekings í Reykjavík og eins helsta
frumkvöðuls jafnaðarstefnu á Ís-
landi. Ungur og óreyndur vinstri-
maður ætlaði eitt sinn í framboð.
Hann spurði Ólaf, hvernig hann
skyldi bregðast við frammíköllum á
fundum. „Uss, það er ekkert mál,“
svaraði Ólafur. „Þú gerir bara það
sama og ég gerði einu sinni á fundi,
þegar einhver náungi fór að kalla
fram í fyrir mér. Þá hvessti ég á
hann augun og sagði hátt og snjallt:
Þú varst ekki svona borubrattur
forðum, þegar þú grést úti í Viðey!
Maðurinn snarþagnaði. Hann hafði
sennilega aldrei komið út í Viðey. En
við þessu átti hann ekkert svar.“
Þeir Birkiland og Ólafur enduðu
að vísu báðir á Kleppi. En sem betur
fer hefur viðhorf okkar til furðufugla
breyst.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Nýr Birkiland?