Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 30.11. KL. 17.00–17.30
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Veghús 7, 112 Reykjavík Verð 46,9 millj.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is
Stór og falleg fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa,
eldhús með borðkrók, þvottahús innan íbúðar og stórar suðursvalir. Baðherbergið er
með opnanlegum glugga, hvítri innréttingu og sturtu í baðkari. Þvottaherbergi innan
íbúðar.
Íbúð – Stærð 126,5 fm
Einn mikilvægasti eiginleikikeppnismanns í hvaðagrein sem er hlýtur alltafað vera sá að gefast ekki
upp þótt á móti blási.
Aronjan – Nepomniachtchi
Staðan kom upp í úrslitakeppni á
Skilling open, enn einu netmótinu
sem stendur yfir þessa dagana, og er
hluti mótaraðar sem Magnús Carl-
sen skipuleggur. Átta efstu í tólf
manna keppni héldu áfram í útslátt-
arkeppni með fremur flóknu fyrir-
komulagi þar sem tefld eru þrjú fjög-
urra skáka einvígi.
Armeníumaðurinn virtist í erf-
iðleikum vegna hótunar á f2. En
hann lagði ekki árar í bát og bjargaði
sér á snilldarlegan hátt:
43. Rg4! hxg4?
Sennilega hefur Nepo talið að
hvítur ætti ekki meira en þráskák og
jafntefli. betra var 43. … Kg7 og eft-
ir 44. Df5 má leika 44. … Dc6 og
staðan er jöfn.
44. Dxg4+ Kf6
Vitaskuld ekki 44. … Kg8 45. Dg8
mát.
45. e5+! Hxe6 46. Df4+
… og nú sá Nepo að 46. … Hf5 er
svarað með 47. Dxh6 mát. Hann varð
að leika 46. … Kg7 en eftir 47. Hxe5
var endataflið harla vonlaust og hann
gaf skákina eftir 86 leiki.
Sú ákvörðun Nepos að taka ridd-
arann strax afhjúpar ákveðinn veik-
leika í fari hans sem gerir svo sem
vart við sig hjá bestu skákmönnum –
að leika fyrst og hugsa svo.
Aðrir sem komust áfram í útslátt-
arkeppnina voru Magnús Carlsen,
Giri, Nakamura, Vachier-Lagrave,
Radjabov og So. Vinsældir ítalska
leiksins, sem nefndur er eftir skák-
meisturum endurreisnartímans, vek-
ur athygli. Þessi ágæta byrjun hefur
komið upp 18 sinnum í mótinu. Þetta
eru oft á tíðum snúnar og flóknar
baráttuskákir og úrslitin velta oft á
einum ónákvæmum leik:
Skilling open 2020; 1. umferð úr-
slita:
Jan Nepomniachtchi – Levon Ar-
onjan
Ítalski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4.
c3 Rf6 5. d3
Að leika 5. d4 strax er hættuleg
leið kunni stjórnandi svarta liðsafl-
ans ekki skil á ýmsum refilstigum
þeirrar leikaðferðar.
5. … 0-0 6. 0-0 d6 7. h3 He8 8.
Rbd2 Be6 9. b4 Bb6 10. a4 a6 11.
Bxe6 Hxe6 12. Dc2 d5 13. Bb2 Rh5!?
Riddarinn stefnir til f4 eða jafnvel
til g3 ef verkast vill. En hann gefur
aðeins eftir á miðborðinu.
14. b5 Re7 15. c4 dxe4 16. Rxe4
c6?!
Það var erfitt að verja e5-peðið
vegna hótunarinnar 17. c5 sem lokar
af biskupinn. En 16. … Rf4 var betra
því að 17. Rxe5 má svara með 17. …
Rg6! og svartur á góða stöðu.
17. Rxe5
Enn betra var 17. bxa6 og 18. Bxe5
og biskupinn ver f4-reitinn.
17. … Rg6 18. d4 Rhf4 19. Rf3
Rh4 20. Rxh4 Dxh4 21. Rg3 Hae8
22. bxc6 bxc6 23. Bc3 h5 24. Hab1?
Hrekur biskupinn á stórhættu-
legan reit. Hann varð að bjóða
hrókakaup með 24. Hfe1 og staðan
er jöfn.
24. … Bc7 25. Hb7?
Skárra var 25. d5 þótt svarta sókn-
in sé stórhættuleg eftir 25. … Hg6.
25. … Rxh3+! 26. gxh3 Bxg3 27.
d5 Dxh3 28. fxg3 He2!
– og hvítur gafst upp.
Fjölsótt Íslandsmót ungmenna
fer fram um helgina
Það er að aðeins rofa til í skák-
mótahaldi hér á landi þó að enn tak-
markist það við yngstu aldurhópana.
Ef aðstæður leyfa fer Íslandsmót
ungmenna undir 15 ára aldri fram
um helgina í húsakynnum skák-
hreyfingarinnar í Faxafeni 12 í
Reykjavík. Keppt verður í fjölmörg-
um aldursflokkum ungmenna. Vel
yfir 100 krakkar hafa þegar skráð sig
til leiks.
Það kostar að leika
fyrst og hugsa svo
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
Netskák Íslendingar urðu í 3. sæti á NM ungmennasveita sem fram fór um
síðustu helgi. Fimm stúlkur tefldu með íslensku sveitinni.
Bjarni Guðbjörnsson banka-
stjóri fæddist í Reykjavík 29.11.
1912. Foreldrar hans voru Guð-
björn Guðbrandsson bókbands-
meistari og Jensína Jensdóttir.
Bjarni kvæntist Gunnþórunni
Björnsdóttur árið 1941 og þau
áttu börnin Björn Ragnar, Þórdísi
og Gunnar Þór. Bjarni lauk gagn-
fræðaprófi árið 1930 og vann ýmis
störf næsta áratuginn. Hann lauk
kennaraprófi frá KÍ 1941 og sama
ár hóf hann störf hjá Útvegsbank-
anum í Reykjavík. Eftir starfs-
nám í Privatbanken í Kaup-
mannahöfn og Skandinaviska
Banken í Stokkhólmi tók Bjarni
við útibússtjórastöðu Útvegs-
bankans á Ísafirði 1950. Bjarni
var farsæll útibússtjóri næstu 23
árin, á tíma sem eftirspurn eftir
lánsfé var miklu meiri en framboð
og lán voru skömmtuð. Bjarni
náði með mikilli útsjónarsemi að
styrkja atvinnulíf Ísafjarðar á
þessum erfiðu tímum. Frá Ísafirði
fór Bjarni suður 1974 og var eitt
ár útibússtjóri Útvegsbankans í
Kópavogi, en tók þá við sem
bankastjóri Útvegsbankans og
gegndi því embætti til starfsloka
1983. Bjarni var virkur í fé-
lagsmálum, sat m.a. í bæjarstjórn
Ísafjarðar í 22 ár og þar í forsæti í
fjögur ár, í stjórn fiskveiðasjóðs
og iðnþróunarsjóðs og var norsk-
ur vararæðismaður á Ísafirði í 22
ár. Bjarni var alþingismaður Vest-
firðinga fyrir Framsóknarflokk-
inn 1967-1974.
Bjarni lést 29. janúar 1999.
Merkir Íslendingar
Bjarni Guð-
björnsson
Í „Umsögn Reykjavík-
urborgar um tillögu til
þingsályktunar um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
framtíð Reykjavík-
urflugvallar, dagsettri
22. nóvember sl. og send
til Alþingis Íslendinga,
stendur þessi setning:
Rétt er að vekja at-
hygli á því að Reykjavík-
urborg hefur þegar stað-
ið fyrir almennri
atkvæðagreiðslu íbúa Reykjavíkur
um framtíð Reykjavíkurflugvallar
sem fór fram hinn 17. mars 2001. Nið-
urstaðan í þeim kosningum var sú að
meirihluti borgarbúa vildi að flugvöll-
urinn myndi víkja úr Vatnsmýrinni.
Litli „meirihluti borgarbúa“
Í nærri 20 ár hafa fulltrúar Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík end-
urtekið þessa ómerkilegu sögufölsun.
Sannleikurinn er sá, að einungis
14.913 atkvæðisbærra borgarbúa, eða
18,35%, greiddu atkvæði með því að
völlurinn myndi víkja. Það var ekki
meirihluti borgarbúa, það var minna
en einn af hverjum fimm.
Með sömu rökum mætti halda því
fram að 66.345 eða 81,65% borgarbúa
væri minnihluti þeirra. Meirihluti og
minnihluti samanlagðir hljóta að vera
100%. Ansi stór minnihluti það. Þar
að auki voru leikreglurnar þær að
75% borgarbúa þyrftu að taka þátt til
að kosningin yrði marktæk, en aðeins
37% tóku þátt, en því var vitanlega
gleymt.
Stóri minnihlutinn
Stór hluti stóra minnihlutans vill
ekki að hróflað verði við vellinum.
Sama á við um meirihluta þjóðarinnar
eins og margsinnis hefur komið fram í
skoðanakönnunum.
Flestir landsmenn vita að staðsetn-
ing Reykjavíkurflugvallar í Vatns-
mýrinni um langa framtíð er mjög
mikilvægt þjóðaröryggismál.
Þar er Landspítali þjóðarsjúkra-
hús, miðstöð flugsveitar Landhelg-
isgæslu Íslands, við-
bragðsmiðstöð
almannavarna vegna
náttúruvár og hópslysa,
svo eitthvað sé nefnt.
Flugvöllurinn er mik-
ilvægur öryggi allra
landsmanna, líka fyrir
litla 18,35% meirihlut-
ann í borginni.
Eldgömul umræða
Ég var um það bil að
senda þessa stuttu
grein til Morgunblaðsins þegar ég
hlustaði á viðtal við borgarstjórann í
Reykjavík, þann hinn sama og skrif-
aði fyrir fáum dögum undir setn-
inguna, sem ég gerði að umræðuefni
hér í upphafi.
Hann var spurður um ummæli
Njáls Trausta Friðbertssonar, sem
hafði sagt að við atkvæðagreiðsluna
2001 hefði ekki verið farið eftir leik-
reglunum. Svar borgarstjóra var orð-
rétt: „Ég vísa því nú út af fyrir sig til
föðurhúsanna, en það er eld eldgömul
umræða, satt best að segja.“ Samt
var hann fáum dögum áður að skrifa
undir sömu setninguna sem rök gegn
þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð
flugvallarins. Er hann að gera gys að
Alþingi?
Í sama þætti gerði hann enn og aft-
ur lítið úr þeim tíma sem það tekur að
koma fólki utan af landi undir lækn-
ishendur og taldi að of mikið væri
gert úr mikilvægi sjúkraflugsins á
sama tíma og sjúkraflutningar innan
höfuðborgarinnar eru framkvæmdir
með forgangsakstri og okkur leik-
mönnum talin trú um að mínútur
skipti máli.
Eftir Friðrik Pálsson
» Sannleikurinn er sá,
að einungis 14.913 at-
kvæðisbærra borgarbúa,
eða 18,35%, greiddu at-
kvæði með því að völl-
urinn myndi víkja.
Friðrik Pálsson
Höfundur er hótelrekandi.
Lágkúruleg söguföls-
un í 20 ár – sagan um
litla meirihlutann