Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Reykjavík varð höf-
uðstaður Íslands og síðar
höfuðborg allra lands-
manna. Íslendingar hafa
verið stoltir af sinni borg
með allt sitt fjölskrúðuga
mannlíf og átölulítið var
ekki aðeins Alþingi; lög-
gjafarvaldi þjóðarinnar,
heldur og fram-
kvæmdavaldinu –
Stjórnarráðinu með öll-
um sínum áhrifum – og svo auðvitað
Hæstarétti Íslands fundinn þar stað-
ur.
Í heimatúni borgarinnar gefur
einnig að líta margar og sællegar
stofnanir og fyrirtæki sem ætlað er að
þjóna landsmönnum öllum; Þjóðleik-
húsið, Þjóðminjasafnið, Þjóð-
arbókhlöðuna, Þjóðskrána og sjálfan
Háskóla Íslands. Og einnig má líta
Landspítalann, Landhelgisgæsluna,
Ríkislögreglustjórann, höfuðstöðvar
trygginga, banka, olíuverslana og
símafyrirtækja að ógleymdri aðal-
innflutningshöfn landsins og að sjálf-
sögðu Ríkisútvarpið, útvarp allra
landsmanna sem í þáttagerðum og
vali á viðmælendum nær vart út fyrir
túngarðinn enda eftir litlu að slægjast
hjá kotkörlunum og þannig mætti
áfram telja. Að undanskildum þeim
ágæta þætti Landanum.
Og vegna þessa hefur Reykjavík-
urborg ósjaldan tekið á herðar sínar
stærri og þyngri pakka en önnur
sveitarfélög og ekki minnst á það einu
orði.
Þess vegna hrekkur maður við þeg-
ar því er lýst yfir af borgarstjóra að
Reykjavíkurborg ætli að höfða mál til
að ná í „sinn skerf“ úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga – sjóði sem hefur það að
markmiði að jafna að einhverju leyti
mismunandi aðstöðu sveitarfélaganna
til tekjuöflunar og gera þar með bú-
setuskilyrði landsmanna lífvænleg
hvar á landinu sem er.
Friður hefur ríkt um okkar höf-
uðborg og ég get sem íbúi
þar í aldarfjórðung vottað
að hér hefur verið gott að
búa – ekkert þó betra en
á öðrum stöðum þar sem
ég hef verið enda Ísland
allt gott land.
Mér finnst hins vegar
farið á örla á „okkur“ og
„ykkur“ í umræðunni og
er ekki alveg viss um að
utanbæjarfólk sé jafn vel-
komið á götur borg-
arinnar og það áður var.
Öllu er troðið í miðbæ borgarinnar
þar sem þröngt er um vik; umferð-
aræðar torskildar enda þótt almenn-
ingssamgöngur eigi þar að dekka hin-
ar ýmsu dagsláttur höfuðbýlisins og
vel er látið í það skína að allir bílar séu
óvelkomnir á götum þess – einkum og
sérílagi þeir sem ætlaðir eru til akst-
urs um langa vegi landsins í hvaða
færð og veðri sem er.
Og nú þetta: Reykjavíkurborg á
ekki lengur málungi matar handa
gestum sínum; erlendum barna-
fjölskyldum sem meira og minna var
boðið að koma og margir buðu peysur,
sokka og herbergi í tvær vikur o.s.frv.
en gleymdist að gera ráð fyrir skóla-
göngu barnanna. Já, – barna-
fjölskyldur hafa alla tíð verið hrepps-
byrði og sýsluþrot. Vandræðafólk sem
hreppstjórar hafa í aldanna rás sent á
heimasveitir sínar með tilheyrandi
uppboðum og fjölskylduslitum. Búið
autt og búrið snautt á höfuðbýlinu.
Nú telur hreppstjóri okkar Reyk-
víkinga að ekki sé „sanngjarnt að
Reykjavík – eitt sveitarfélaga“ fái
ekki meðlag með þessum barnahópi.
Má ég minna á upphaf þessarar grein-
ar og spyrja: Er það „sanngjarnt“ að
nær öllum kjötkötlum landsins sé mis-
munað niður á par tugi hektara hjá
einu og sama sveitarfélaginu með til-
heyrandi valdi og tekjum sem þar
krauma en hin skófirnar ef einhverjar
eru? Maður, líttu þér nær.
Þá hljóta landsmenn að vera farnir
að skilja í eitt skipti fyrir öll að banna
á flug til Reykjavíkur og þar með tor-
velda enn frekar aðgang landsmanna
að þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á
hjá hinum ýmsu ríkisstofnunum. Nei
– enn skal troðið og þjappað á heima-
túnið enda þótt landrými jarðarinnar
rúmi vel milljónir manna – en að vísu
aðeins rúman stekkjarspöl frá bæjar-
hlaðinu. Ég skil ekki aumingjaskap
þingmanna sem halda vilja flugvellin-
um að ganga ekki í það verk og af-
greiða málið, hvort heldur er með
samningum eða lögum. Meirihluti
landsmanna, þar með taldir borgar-
búar, vill hafa flugvöllinn með allri
sinni athafnasemi, beinum og óbein-
um störfum og tilheyrandi gjöldum til
sveitarfélagsins. Við horfum upp á að
hægt og rólega er hnoðast yfir vall-
arstæðið – undir sama takti og göngu-
lagi og innleiðing reglugerða ESB,
svo brátt verður allt geirneglt og engu
þokað. (Viðurkennd aðferð stórþjóða
til að ná landi og eignum undir sig).
Þar með leggst innanlandsflug niður á
Íslandi.
Með yfirlýstri málshöfðun Reykja-
víkurborgar gegn öðrum sveit-
arfélögum landsins er mér, sem íbúa
Reykjavíkur, misboðið og svo mjög að
ég kýs að segja mitt álit sem raunar
rúmast í þessum hendingum:
Heldur finnst mér lotið lágt og langt til
seilst;
er oddvitinn og hjúin hans
hramsa sjóði almúgans.
Þannig er nú það.
Gleðilega aðventu og jólahátíð.
Er búið autt og búrið snautt?
Eftir Níels Árni
Lund
Níels Árni Lund
» Og vegna þessa hef-
ur Reykjavíkurborg
ósjaldan tekið á herðar
sínar stærri og þyngri
pakka en önnur sveit-
arfélög – og ekki minnst
á það einu orði.
Höfundur er eldri borgari, búsettur í
Reykjavík. lund@simnet.is
hugmyndirnar voru lagðar fram af
COWI og nánast engu hefur verið
breytt þótt umræða hafi verið nokkur
og tilefnin til aðlögunar séu ærin. Í
fyrsta lagi ganga menn og hjóla mun
meira nú en þá og svo hafa rafskutl-
urnar og rafhjól komið til og gert
upptökusvæði borgarlínunnar mun
stærra, jafnvel þrefaldað í sumum til-
fellum. Þessu til viðbótar hefur há-
vær gagnrýni á áætlanirnar engin
áhrif haft. Það eitt vekur athygli. Í
svona málum dugar engin óbilgirni.
Hagsmunirnir eru miklir og rökin
þung. Það verður að miðla málum og
ná víðtækri samstöðu um málið.
Þrátt fyrir að vera einlægur stuðn-
ingsmaður hugmyndanna að baki
borgarlínunni tek ég undir með dr.
Bjarna Reynarssyni skipulagsfræð-
ingi í nýlegri grein í Morgunblaðinu,
sem segir að „þar sem borgarlínu-
verkefnið er þegar komið af stað tel
ég rétt að klára fyrst legginn Kvos-
Ég var mjög
ánægður þegar ég sá
að hugmynd um mið-
borgarás með öflugum
almenningsflutn-
ingum hafði ratað inn í
aðalskipulag Reykja-
víkur AR2010-2030.
Ég sá strax fyrir mér
eina miðborgarlínu frá
Kvos að Keldum, með
vögnum sem færu í
sérrými og hefðu forgang á öllum um-
ferðarljósum og kæmu með sjö mín-
útna fresti fullir af fólki allan daginn í
iðandi línulegri miðborginni. Fólk
trúði því, að þetta yrði að veruleika
innan fárra ára. Og menn töldu að í
framhaldinu myndi svipuð lína fara
suður Kringlumýrarbraut til Hafnar-
fjarðar og tengja þannig fjóra miðbæi
höfuðborgarsvæðisins í eina starf-
ræna samgöngulega heild með borg-
arlínu.
Hugmyndin að þessu á rætur að
rekja til greinar eftir Pétur H. Ár-
mannsson arkitekt, sem birtist í Les-
bók Morgunblaðsins 17. september
2005, þar sem hann segir m.a.: „Sem
innlegg í umræðuna um skipulag
Reykjavíkur er vert að kynna til sög-
unnar hugmynd sem kalla mætti
Kvosin-Keldnaholt, línulegur miðbær
Reykjavíkur frá vestri til austurs.“
Og síðar: „Í reynd er hún aðeins
ábending um þróun, sem þegar hefur
átt sér stað og teikn eru á lofti um að
halda muni áfram, hvað sem öllum
skipulagsáætlunum líður. Að því leyti
er hún í samhljómi við þá skoðun að
eðlilegasta þróun borga
sé sú sem gerist hægt og
sígandi á löngum tíma.
Hugmyndin felst í því að
viðurkenna í hugsun og
verki línulegan vöxt mið-
borgarinnar til austurs,
frá Kvosinni í vestri að
Mörkinni í austri, og til
lengri tíma litið áfram yf-
ir á Ártúnshöfða allt að
Keldnalandi.“
Þessi texti Péturs um
miðborgarás er inni í
aðalskipulagi Reykjavík-
ur 2010-2030 sem lagði grunninn að
línulegum miðbæ milli Kvosar og
Keldna.
Í framhaldinu gerðist ekki mikið
þar til á fundi í nóvember 2016 þegar
ráðgjafar verkefnisins, danska fyrir-
tækið COWI, kynntu hugmyndirnar
á stórum fundi í gamla Iðnó. Þá var
þessi góða hugmynd orðin að heljar-
miklu kerfi sem átti að þjóna öllu höf-
uðborgarsvæðinu. Hugmyndin hafði
vaxið úr einfaldri línu í fullu samræmi
við sögulegan vöxt borgarinnar í eitt-
hvað annað. Hún hafði vaxið úr um 6
km á lengd upp í tæplega 60 km. Nú
er þessi einfalda hugmynd orðin að
stóru, óskýru og flóknu leiðakerfi.
Hana vantar þann skýrleika sem er
hornsteinn skilvirks samgöngukerfis.
Kerfið var ekki í neinum tengslum við
borgarvefinn og þróun hans eins og
Pétur lagði áherslu á í grein sinni.
Þetta var orðið svo stórt að efasemdir
voru strax uppi um hvort úr þessu
gæti orðið peningalega og/eða vegna
farþegagrunnsins. Var þetta orðið of
stórt fyrir of fáa? var spurt.
Nú eru liðin fjögur ár frá því að
Grafarholt og meta árangur af þeirri
aðgerð áður en farið verður í að
tengja borgarlínu út í öll úthverfi höf-
uðborgarsvæðisins“. Þetta er í sam-
ræmi við þá skoðun að eðlilegasta
þróun borga sé sú sem gerist hægt og
sígandi á löngum tíma. Núverandi
áætlanir um borgarlínu ganga þvert á
þessi sjónarmið. Hún fellur ekki inn í
sögulega borgarvefinn og virðist
stefna að því að skapa nýja borg.
Aðra Reykjavík á grunni borg-
arlínunnar. Viljum við það? Á
borgarlínan að móta Reykjavík?
Nú er borgarlínan „komin á fulla
ferð“ eins og sagt er, án þess að lyk-
ilmálin séu afgreidd. Það er eins og
verkefnið sé komið fram úr sér og
hafi öðlast sjálfstætt líf. Haldin var
samkeppni um stoppistöðvarnar og
útlit þeirra og fyrirhuguð er sam-
keppni um brú yfir Fossvog. Þetta er
komið af stað þrátt fyrir að margt sé
á huldu. Ég nefni að hvergi hefur ver-
ið sýnt götusnið á viðkvæmum stöð-
um. Í því sambandi má nefna Hverf-
isgötu, Lækjargötu, Skothúsveg og
Borgarholtsbraut. Er ekki ástæða til
þess að staldra við og vinna þetta allt
og kynna betur áður en lengra er
haldið?
Kannski væri skynsamlegt að end-
urskoða áætlanirnar og stefna að
fyrsta áfanga með línu frá Kvos að
Keldum, eins Pétur skrifaði um og
Bjarni leggur nú til. Og í framhaldinu
suður Kringlumýrarbraut til Hafn-
arfjarðar. Slík tenging mun binda
Reykjavík saman í starfræna línulega
borg og sveitarfélögin til suðurs í eina
samgöngulega heild fyrir líklega
nokkru minni fjárhæð en áætlað er að
verja í fyrsta áfanga einan, eins og nú
er stefnt að. Slíkur áfangi myndi ein-
mitt taka á helsta umferðarvand-
anum í dag, sem er umferð austur og
vestur í Reykjavík og suður í Hafn-
arfjörð.
Er umferðarvandinn á leiðinni frá
Landspítalanum yfir Fossvog um
Kársnes að Hamraborg svo mikill að
hann þurfi að leysa í fyrsta áfanga
borgarlínunnar?
Látum borgina móta borgarlínuna,
en ekki borgarlínuna borgina
Eftir Hilmar Þór
Björnsson »Nú er þessi einfalda
hugmynd orðin að
stóru, óskýru og flóknu
leiðakerfi. Hana vantar
þann skýrleika sem er
hornsteinn skilvirks
samgöngukerfis.
Hilmar Þór Björnsson
Höfundur er arkitekt FAÍ.
Mynd sem fylgdi grein Péturs H. Ármannssonar árið 2005. Þarna er línu-
legur miðbær Reykjavíkur dreginn upp og samgönguás í rauðum lit. Ör hef-
ur verið bætt á uppdráttinn sem sýnir hugsanlega tengingu suður til mið-
bæja Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Stórgóð grein eftir
Sigmund Davíð Gunn-
laugsson, formann
Miðflokksins, með
fyrirsögninni „Stjórn-
laust stórmál“ birtist
í Morgunblaðinu 7.
nóvember síðastlið-
inn. Hann kemur þar
inn á mál sem er í
slíku skötulíki hér á
landi í umsjón ungrar
dömu sem í dag er
dómsmálaráðherra, Áslaugar
Örnu, að til stórskammar er. Það
er svolítið erfitt að skrifa um mál
sem er í slíku rugli sem raun ber
vitni. Ef ég samt byrja á allra nýj-
ustu hneykslismálunum er það
þegar átti að vísa úr landi annars
vegar hjónum með mörg börn,
sem voru búin að bíða í á fjórða ár
í óvissu á milli vonar og ótta og
börnin byrjuð í skóla og orðin
nokkuð vel talandi á íslensku. Enn
verra dæmi kom upp með önnur
hjón með tvö börn, bæði fædd hér
og því íslenskir ríkisborgarar.
Þessi fjölskylda hafði beðið hér í
óreiðu eftir að verða vísað úr landi
en fyrir þau hafði biðin staðið í um
sex ár. Getur einhver ímyndað sér
hvernig sálarlíf þessara tveggja
fjölskyldna hefur gjörsamlega ver-
ið brotið niður? Skyldi dóms-
málaráðherra greiða þessu fólki
fyrir sálfræðiaðstoð eða aðra
læknisaðstoð? Þetta er ömurlegt.
Útlendingar flæða inn í landið,
mikið ungmenni í jafnvel hundr-
aðatali, miklu fleiri en annars stað-
ar á Norðurlöndunum og eru
miklu strangari reglur þar um inn-
flytjendur. Þetta fólk hrúgast inn í
landið á mjög misjöfnum for-
sendum og ekkert er jafnvel vitað
um forsögu þess og
getur þess vegna ver-
ið um hryðjuverka-
hópa að ræða. Það er
því ærin ástæða til að
taka alvarlega hrylli-
lega atburði frá
Frakklandi og Aust-
urríki þar sem
hryðjuverkaglæpa-
gengi hafa skilið eftir
sig dauða og limlest-
ingu. Er kannski
ástæða til að fara að
endurskoða Schen-
gen-samninginn? Það heyrir ekki
undir nein mannúðarmál að
hleypa fólki hundruðum saman inn
í landið í tómri óvissu um fortíð
þess og sumt er jafnvel frá lönd-
um þar sem fyrrgreindir hryðju-
verkaglæpamenn eru upprunnir.
Ólíkt er að farið þegar til þess
bært fólk er sent utan til að velja
úr t.d. úr flóttamannabúðum fjöl-
skyldur með blessuð börnin, sem
auðvitað er sjálfsagt að koma í
skjól hér á landi. Óhætt er að
segja að flest þetta fólk ef ekki
allt verður síðan góðir og gegnir
íslenskir þegnar.
Dómsmálaráðherra ætti að bera
gæfu til að hlusta á sér betur
hugsandi fólk í þessum málum, þó
ekki sé endilega úr hennar stjórn-
málaflokki, og þiggja aðstoð frá
formanni Miðflokksins.
Innflytjendamál
í skötulíki
Eftir Hjörleif
Hallgríms
» Innflytjendamál
eru hér í slíku rugli
að til vansa er og býður
jafnvel heim hryðju-
verkamönnum.
Hjörleifur
Hallgríms
Höfundur er eldri borgari
á Akureyri.