Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
30 ára Guðmundur
ólst upp á Hauks-
stöðum í Vopnafirði.
Guðmundur er ís-
lenskufræðingur og er
lögreglumaður á Húsa-
vík, þar sem hann býr.
Helstu áhugamál hans
eru skot- og stangveiði og íþróttir, eink-
um knattspyrna.
Maki: Guðrún Helga Ágúststdóttir, f.
1990, náms- og starfsráðgjafi.
Dætur: Anna Lísa, f. 2013, og Alma Þór-
unn, f. 2019.
Foreldrar: Þórunn Egilsdóttir, f. 1964, al-
þingismaður Framsóknarflokksins og
Friðbjörn Haukur Guðmundsson, f. 1946,
sauðfjárbóndi og tófuskytta. Þau búa á
Hauksstöðum og í Reykjavík.
Guðmundur
Friðbjarnarson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samræður við vini eða milli hópa
einkennast af hlýju og vinskap. Að næra
þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin
og ljær listaverkum þínum meiri dýpt.
20. apríl - 20. maí
Naut Bregstu vel við ef einhver þér ná-
kominn leitar aðstoðar þinnar. Nýttu hluta
orkunnar í að færa út kvíarnar. Gakktu þó
ekki of langt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gerðu eitthvað allt annað í dag
en þú átt vanda til enda mun það auka
skilning þinn á lífinu og tilverunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur með ákveðni og þol-
inmæði náð þeim áfanga sem þú hefur
lengi stefnt að. Spáðu í það að rómantíkin
þarfnast bæði svigrúms og umönnunar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að taka á honum stóra þín-
um í dag til að fá vinnufrið, því stöðugar
truflanir verða. Margir eru í sömu sporum
og þú í dag og hika.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er sjálfsagt að þú notfærir þér
það að vera miðpunktur athyglinnar í dag.
Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn; at-
hugasemdir þeirra eru mest öfund.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lát ekki metnaðinn leiða þig í gönur.
Hlutirnir taka óvænta stefnu og áætlanir
fara út í veður og vind.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gætir náð góðum árangri í
starfi á næstunni. Reyndu að eyða tíma úti
í náttúrunni, lestu bók eða farðu í göngu-
ferð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef ágreiningur rís meðal fjöl-
skyldumeðlima þarf að komast að mála-
miðlun. Sinntu því skyldum þínum af kost-
gæfni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú getur komið miklu í verk í
dag ef þú bara færð frið til þess. Reyndu
að temja þér ný vinnubrögð sem leiða til
ferskra lausna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er eins og þú sért á hlið-
arleið og upphafleg fyrirætlun þín sé minn-
ing ein. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef
eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að
ganga upp.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú geislar af gleði og það hefur já-
kvæð áhrif á flesta í kringum þig. Að
staðna er það versta.
F
riðjón Skúlason fæddist
28. nóvember 1950 og
ólst upp á Miðbæ í Norð-
firði. Hann gekk í barna-
skólann á Kirkjumel og
fór síðar í Alþýðuskólann á Eiðum.
„Þegar maður hugsar til baka þá var
alveg dásamlegt frjálsræði að alast
upp í Norðfirði. Maður fór út snemma
á morgnana og kom ekki inn fyrr en
seint á kvöldin.“
Friðjón bjó í sveitinni til 1969 en
flutti þá til Neskaupstaðar, kominn
með kærustu. „Ég kynntist konunni
minni, Petrúnu, árið 1968. Ég var í
reiðtúr í sveitinni þegar ég sá hana
fyrst og varð strax hrifinn. Við byrj-
uðum að búa í sveitinni á Neðri-
Miðbæ árið 1969, en flytjum svo í
kaupstaðinn og ég fer að læra smíðar
og við giftum okkur 1971.“ Friðjón fór
í Iðnskóla Austurlands og lauk sveins-
prófi í húsasmíði. „Það var mjög gott
smíðaverkstæði í skólanum á Eiðum
og þar fékk ég góðan grunn fyrir
framhaldið.“
Skóladvöl sem lengdist
Í lífi Friðjóns og Petrúnar eru
nokkrar tilviljanir sem hafa verið eins
og sendar til þeirra. „Í maí 1971 tók-
um við að okkur fimm ára dreng,
Björn Gunnar, og hann ólst upp hjá
okkur.“ Friðjón og Petrún eignuðust
annað barn 1973 og næstu tíu árin
bjuggu þau í Neskaupstað og ólu upp
fjölskyldu og Friðjón vann við smíðar.
Árið 1983 fluttu þau suður, en þá kom
önnur tilviljun, sem breytti lífi þeirra.
„Konan var að fara í sjúkraliðanám og
við ætluðum að vera í eitt ár, en um
haustið datt hún og handleggsbrotn-
aði svo hún gat ekki lokið prófinu fyrr
en um haustið 1984. Þá voru börnin
komin í skóla í bænum. Björn var í
Flensborg og krakkarnir voru ánægð
í skólanum og það var eiginlega hálf-
gert atvinnuleysi fyrir austan og ég
búinn að fá góða vinnu í bænum hjá
Byggðaverki.“ Þetta var ekki erfitt
reikningsdæmi; þótt Norðfjörður eigi
mikið í fjölskyldunni hefur fjölskyldan
búið fyrir sunnan frá þessum tíma.
Ein stór fjölskylda
„Allt í einu var ég orðinn verkstjóri
yfir því að byggja Kringluna og þetta
vatt upp á sig og verkefnin komu.“
Friðjón vann hjá fyrirtækinu til
1988 en fór þá að vinna sjálfstætt
sem verktaki, en með góðan hóp
manna með sér. „Ég tók með mér
bestu mennina,“ segir hann sposk-
ur, en hópurinn vann lengi saman
og var gífurlega skemmtilegur andi
og þeir unnu vel saman. „Við vorum
saman í ansi langan tíma, alveg frá
því að ég kom suður, og síðustu
tveir úr hópnum hættu ekki fyrr en
árið 2000. Svo fór sonur minn,
Andrés Viðar, að læra hjá mér og
við förum að vinna saman. Síðan
stofnar hann Byggingafélagið
Sakka, og tekur við keflinu og í dag
vinn ég með honum. Yngsti sonur
minn, Sveinn Ómar, er að læra hjá
mér núna og einn tengdasonur
minn vinnur með okkur líka. Þetta
er virkilega fínn hópur í fyrir-
tækinu.“
Friðjón er ekkert að setjast í
helgan stein þótt árin færist yfir og
er ennþá að vinna. Hann hefur alltaf
verið mikill hestamaður og má rekja
það til uppvaxtarins í Norðfirði. „Afi
minn gaf mér fyrsta hestinn og ég
man eftir mér að fara á hestbak
þegar ég var svo lítill að ég þurfti að
standa uppi á tunnu til að komast á
bak. Síðan var ég líka að temja og
ætli ég hafi ekki verið 11-12 ára
þegar ég tamdi fyrsta hestinn
minn.“
Harmleikur sem gleymist ekki
Friðjón hefur verið mjög virkur í
félagsmálum og var í Ungmenna-
félaginu Agli rauða og Lions fyrir
austan, hestamannafélaginu Blæ á
Norðfirði og Hjálparsveit skáta á
Norðfirði og í Hafnarfirði og í stjórn
Landsbjargar og Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar. „Þessi áhugi á
björgunstörfum kviknaði á Norð-
firði 1974 í kjölfar snjóflóðanna og
kom ekki til af góðu. Það var að
læra hjá okkur drengur sem lenti í
snjóflóði 1976 í fjallinu fyrir ofan
sveitina og dó. Þetta var gífurlega
sárt og erfitt. Það er bara þannig að
þetta situr alltaf í manni. Eftir þetta
stofnuðum við nokkur Hjálparsveit
skáta í Norðfirði, sem varð ekki
langlíf, en þjappaði mönnum saman
Friðjón Skúlason húsasmíðameistari – 70 ára
Hjónin Friðjón og Petrún að fagna skírn barnabarnabarns síns á góðum degi.
Tilviljanir sem breyta lífinu
Fjölskyldan Hér eru frá vinstri: Björn, Eva Björk, Eyrún Ósk, Andrés Við-
ar, Petrún, Friðjón og Sveinn Ómar sem er langyngsti sonur hjónanna.
Til hamingju með daginn
Borgarnes Úlfar Ingi
Jónsson fæddist 23. febrúar
2020 kl. 6.12. Hann vó 4.782
g og var 57 cm langur.
Foreldrar hans eru Unnur
Inga Karlsdóttir og Jón Ingi
Sigurðsson.
Nýr borgari
30 ára Fanndís Dóra
ólst upp á Húsavík
þar sem hún býr enn.
Fanndís Dóra vinnur
hjá Eimskip Flytjanda,
þar sem hún starfar
sem þjónustufulltrúi.
Helstu áhugamál
Fanndísar Dóru eru söngur, leiklist,
eldamennska, pole fitness og svo auð-
vitað skemmtileg samvera með vinum
og fjölskyldu.
Dóttir: Tinna Dís Kolbeinsdóttir, f.
2015.
Foreldrar: Þórir Stefánsson, f. 1956,
veghefilsstjóri hjá Vegagerðinni á Húsa-
vík, og Svanhvít Jóhannesdóttir, f. 1964,
félagsliði á sambýlinu Pálsgarði á Húsa-
vík. Þau eru búsett á Húsavík.
Fanndís Dóra
Þórisdóttir
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
BÖRN 5.990,- stkFULLORNIR 6.990,- stk TVÍBURAR 5.590,- stk
TÖFRAHLIÐ
5.590,-
JÓLAHÚS
14.990,-
JÓLATRÉ
lítið 2.690,-