Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 46
Morgunblaðið/Hari Barein Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn landsliðsþjálfari og er á leið á HM í janúar. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Halldór Jóhann Sigfússon er kominn til starfa í Barein en á dögunum var greint frá því að hann hefði verið ráðinn þjálfari karlaliðs Barein í handknattleik. Þótt ekki sé beinlínis um nágrannaríki að ræða er Halldór þriðji Íslendingurinn sem gegnir starfinu. Á undan hafa gengið Guð- mundur Þ. Guðmundsson og Aron Kristjánsson. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og mikill heiður fyrir íslenskan handbolta þegar við fáum landsliðs- þjálfarastarf. Ég nýt góðs af frá- bærri vinnu Gumma og Arons. Nú er mitt hlutverk að halda sama skipu- lagi og verið hefur síðustu ár. Það var gaman að koma hingað aftur og finna hlýjar móttökur. Það var mik- ilvægt en nú tekur við mikil vinna í tvo mánuði,“ sagði Halldór þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. Handknattleikssambandið í Barein tók þá ákvörðun að segja Þjóðverjanum Michael Roth upp störfum. Hann sinnti starfinu í skamman tíma eftir að Aron þurfti að gefa það frá sér vegna vinnu sinn- ar hjá Haukum. Selfyssingar skilningsríkir Barein verður með í lokakeppni HM í janúar og liðið verður einnig á Ólympíuleikunum í Japan í fyrsta skipti í sögunni. Til að byrja með réð Halldór Jóhann sig til skamms tíma og mun undirbúa liðið fyrir HM og stýra því á mótinu. Hann er sem kunnugt er þjálfari Selfoss hér heima. „Þetta var nú bara þannig að þeir voru ekki nógu ánægðir með þjálf- arann sem hafði verið hjá þeim í þennan stutta tíma. Þegar tekin var ákvörðun um að láta hann fara þá fór málið af stað. Þeir höfðu reyndar áhuga á að ráða þjálfara til lengri tíma sem yrði í Barein. En það var ekki möguleiki og var ein ástæða þess að Aron Kristjánsson afþakkaði starfið. Hann gat ekki verið í burtu í svo langan tíma og gat ekki heldur stokkið inn í verkefnið núna til að stjórna liðinu á HM. Þeir höfðu sam- band við mig og ég vissi svo sem að hér hefði verið óánægja í kringum landsliðið undanfarið.“ Þekkir vel til „Ég fékk fyrirspurn og á miðviku- daginn í síðustu viku var sam- komulagið nokkurn veginn tilbúið. Selfyssingar studdu mig bara í þessu og fannst þetta vera tækifæri sem ég gæti ekki neitað. Ég talaði strax við þá þegar málið kom upp og svo fór þetta bara sína leið. Ég var svo kom- inn hingað tæpri viku síðar.“ Halldór stjórnaði yngri lands- liðum Barein í fjóra mánuði í fyrra, þá einnig með Aroni Kristjánssyni hjá A-landsliðinu. Hann veit því vel út í hvað hann er að fara og þekkir bæði leikmennina sem og þá sem fara fyrir handknattleikssamband- inu í Barein. „Ég var með U20 ára og U18 ára landsliðin og fór tvívegis í loka- keppni HM með þau. Okkur gekk rosa vel. Við náðum til að mynda besta árangri sem náðst hefur hjá Barein á HM í handbolta þegar U21 árs liðið fór á HM. En vandamálið var að menn töldu sig ekki geta verið með tvo evrópska þjálfara á launum heilan vetur og til að fara á öll mótin. Þeir ráku mig í raun og veru út af því en ekki ágreiningi um handbolta eða eitthvað slíkt. Ég hef alltaf haldið sambandi við Ismael hjá samband- inu í Barein og hann hafði stundum orð á því að hann hefði áhuga á að fá mig aftur til starfa á einhverjum tímapunkti. Eitthvað hefur maður gert rétt þegar ég var þarna. Ég þekki nánast alla leikmennina í liðinu og hafði verið aðeins í kringum liðið hjá Aroni áður en ég var formlega ráðinn í fyrra skiptið. Ég þekki auð- vitað ungu leikmennina og þá sem starfa í kringum landsliðið og sam- bandið. Ég veit að hverju ég geng. Það er því auðvelt fyrir mig að koma hingað og taka að mér verkefni í stuttan tíma. Þeir hafa örugglega einnig tekið það með í reikninginn að ég þekki hvernig liðið hefur spilað og þarf ekki tíma til að setja mig inn í hlutina.“ Vel skipulagt lið Spurður um hvaða væntingar gerðar eru til liðsins á HM þá er markmiðið að komast í milliriðil. „Rétt eins og ég sjálfur eru þeir með væntingar um að fara upp úr riðlinum. Það fara þrjú lið upp úr riðlinum og það ætti að vera ágæt- ismöguleiki. Það býst svo sem eng- inn við miklu af okkar liði en margir okkar leikmanna eru á góðum aldri. Þeir hafa spilað lengi saman og svo eru ungir leikmenn að koma upp sem ég þekki. Þegar Barein vann for- keppni Ólympíuleikanna þá voru all- ir leikmennirnir heilir heilsu. Þegar allir geta verið með þá er þetta eitt af þremur bestu landsliðunum í Asíu. Þeir vonast eftir því að bæta besta árangur landsins til þessa á HM en einnig horfa þeir til þess að liðið sé taktískt og spili góðan handbolta. Hér hefur miklu verið breytt til hins betra af Gumma og Aroni. Liðið er orðið mjög skipulagt og ég þarf að leggja mig fram um að viðhalda því. Þessir leikmenn geta verið fljótir að fara út úr skipulagi en ég þarf að ná því besta út úr þeim á HM. Ef það gengur eftir þá gætum við komist í milliriðil og fengið að spila fleiri góða leiki. Við sjáum hverju þetta skilar og maður er alltaf dæmdur af sinni vinnu og árangrinum. Þannig er þessi bransi,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Er eitt þriggja bestu landsliða í Asíu  Halldór Jóhann mættur til Barein  Stýrir liðinu á HM í Egyptalandi 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Valencia vann góðan sigur gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Euroleague, sterkustu Evr- ópukeppni félagsliða í körfuknatt- leik karla, í Istanbúl í gærkvöldi. Hafði Valencia betur, 90:86, í hörkuleik. Martin Hermannsson skoraði 3 stig fyrir Valencia. Auk þess gaf hann 3 stoðsendingar á samherja sína og tók 4 fráköst. Valencia er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar og hefur unnið sjö leiki af 10. Fenerbahce er í 13. sæti og hefur unnið fjóra leiki af 11. Valencia með góðan sigur Ljósmynd/@YarisahaBasket Öflugur Martin Hermannsson í leik með Valencia í Euroleague. Newcastle United vann góðan 2:0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Callum Wilson og Jo- elinton skoruðu mörkin. Það virtist stefna í markalaust jafntefli á Selhurst Park eftir heldur bragðdaufan leik en fram- herjar Newcastle voru á öðru máli. Á 88. mínútu skoraði Wilson eft- ir frábæran undirbúning Joelinton. Tveimur mínútum síðar launaði Wilson greiðann þegar hann lagði upp mark fyrir Joelinton. AFP Markaskorari Callum Wilson og Joelinton fagna marki Wilson. Skoruðu tvö mörk í blálokinUndankeppni EM kvenna A-RIÐILL: Eistland – Tyrkland ................................. 0:4 Rússland – Kósóvó ................................... 3:0  Holland 27 stig, Rússland 21 stig, Slóven- ía 12 stig, Kósóvó 10 stig, Tyrkland 5 stig, Eistland 1 stig. C-RIÐILL: N-Írland – Hvíta-Rússland ..................... 3:2  Noregur 18 stig, Wales 11 stig, N-Írland 8 stig, Hvíta-Rússland 6 stig, Færeyjar 0 stig. D-RIÐILL: Spánn – Moldóva .................................... 10:0  Spánn 16 stig, Pólland 14 stig, Tékkland 13 stig, Moldóva 3 stig, Aserbaídsjan 0 stig. E-RIÐILL: Albanía – Kýpur ....................................... 4:0 Portúgal – Skotland ................................. 1:0  Finnland 13 stig, Portúgal 13 stig, Skot- land 9 stig, Albanía 6 stig, Kýpur 0 stig. G-RIÐILL: Kasakstan – N-Makedónía...................... 0:3 Frakkland – Austurríki ........................... 3:0  Frakkland 19 stig, Austurríki 16 stig, Serbía 12 stig, N-Makedónía 6 stig, Ka- sakstan 0 stig.. H-RIÐILL: Króatía – Litháen ..................................... 1:0  Sviss 19 stig, Belgía 18 stig, Rúmenía 9 stig, Króatía 7 stig, Litháen 0 stig. I-RIÐILL: Þýskaland – Grikkland ............................ 6:0  Þýskaland 21 stig, Írland 13 stig, Úkra- ína 12 stig, Grikkland 7 stig, Svartfjallaland 0 stig. Vináttulandsleikur kvenna Holland – Bandaríkin............................... 0:2 England Crystal Palace – Newcastle..................... 0:2 Þýskaland B-deild: Darmstadt – Braunschweig ................... 4:0  Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leik- mannahópi Darmstadt. Holland B-deild: Helmond Sport – Jong PSV.................... 1:0  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu hjá Jong PSV. Kasakstan Zhetysu Taldykorgan – Astana ............. 1:2  Rúnar Már Sigurjónsson var á vara- mannabekknum hjá Astana. Danmörk Randers – OB ........................................... 2:1  Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu hjá OB.  Frakkland B-deild: Saran – Nice ......................................... 29:23  Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í marki Nice. Danmörk Skjern – Mors....................................... 24:23  Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark og gaf 3 stoðsendingar fyrir Skjern. Svíþjóð Alingsås – Sävehof .............................. 29:27  Aron Dagur Pálsson skoraði 7 mörk og gaf 1 stoðsendingu fyrir Alingsås.   Evrópudeildin Fenerbahce – Valencia ....................... 86:90  Martin Hermannsson skoraði 3 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 4 fráköst hjá Val- encia.   Snorri Einarsson keppir í 15 kíló- metra göngu með hefðbundinni að- ferð í dag þegar heimsbikarinn í skíðagöngu fer af stað þennan vet- urinn. Fyrsta keppnishelgin er í Ruka í Finnlandi venju samkvæmt og á morgun verður keppt í sömu vegalengd en með frjálsri aðferð. Enginn Íslendingur hefur náð betri árangri en Snorri á heimsbikarmóti. Fyrsta mótið hjá Snorra Snorri Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.