Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 51

Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er alltaf til í að tala um nær- buxur,“ segir Arndís Þórarinsdóttir kát þegar blaðamaður falast eftir viðtali við hana um nýjustu bók hennar sem nefnist Nærbuxna- vélmennið. Um er að ræða lokahluta þríleiks sem hófst með Nærbuxna- verksmiðjunni en í kjölfarið fylgdu Nærbuxnanjósnararnir. Innt eftir því hvers vegna nær- buxur hafi orðið fyrir valinu sem þema rifjar Arndís upp að hún hafi einfaldlega spurt leikskólabarnið sitt um hvað mamma ætti að skrifa ef sagan væri ætluð barninu. „Við vorum þá búin að vera að lesa bæk- urnar um Kaftein Ofurbrók þar sem mikið fer fyrir nærbuxum. Hann langaði því í sögu um vélmenni sem gæti skotið nærbuxum. Þríleikurinn varð þannig til sem bein ósk frá les- anda,“ segir Arndís og rifjar upp að ritstjóri hennar beri mesta ábyrgð á því að bækurnar urðu þrjár. Flókið að eignast vini „Strax við vinnslu fyrstu bókar- innar nefndi Sigþrúður Gunnars- dóttir, ritstjóri minn, orðið brókar- flokkur sem fangaði mig umsvifa- laust. Þá var einfaldlega orðið of freistandi að skrifa fleiri,“ segir Arn- dís kímin. Vináttan er leiðarstefið í Nær- buxnavélmenninu, en í upphafi bók- ar er Ólína orðin aðalstjarnan í íþróttaliði bæjarins og hefur ekki lengur neinn tíma fyrir Gutta, sem þarf þar af leiðandi aleinn að glíma við það þegar vélmennið Blúndu- RASS 3000 gengur af göflunum um svipað leyti og von er á konung- bornum gesti til Brókarenda. „Ég held það standi okkur öllum nærri að velta vináttunni fyrir okk- ur, því samskiptin við annað fólk eru eitt það flóknasta í lífinu. Þetta snýst meðal annars um það að hversu miklu leyti maður getur sett sig í spor annarra og skilið annað fólk. Gutti og Ólína eru bæði gjörsamlega úti á þekju með tilfinningar hins, sem er svo sammannleg lífsreynsla. Það er bara mjög flókið að eignast vini og vera vinir, hvort sem er í skóla, á frístundaheimili eða í lífinu yfirleitt þegar við eldumst. Það er svo oft sem samskipti fara úrskeiðis þrátt fyrir að báðir aðilar vilji hinum allt það besta.“ Skemmtileg hvatning Sem fyrr myndlýsir Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson brókarbæk- urnar. „Við Simmi þekktumst ekki neitt þegar Forlagið paraði okkur saman, en höfum náð góðri listrænni tengingu. Áður en hann byrjar að teikna ræðum við yfirleitt um hvaða atriði í hverjum kafla séu myndræn- ust, en svo hefur hann auðvitað frjálsar hendur. Stundum stýra myndirnar því sem gerist síðar,“ segir Arndís og nefnir sem dæmi að strax í fyrstu bók hafi Sigmundur teiknað kanínurnar í nærbuxum þótt þess hafi hvergi verið getið í text- anum. „Þetta varð mér skemmtileg hvatning til að nota kanínurnar enn meira í bók tvö og þrjú.“ Næsta bók kemur í apríl Nærbuxnavélmennið er þriðja bókin sem Arndís sendir frá sér á árinu, en hinar eru ljóðabókin Inn- ræti og verðlaunabókin Blokkin á heimsenda sem Arndís skrifaði í samvinnu við Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. „Næsta bók er síðan væntanleg snemma á næsta ári,“ segir Arndís og upplýsir að Sig- mundur muni einnig myndlýsa hana. „Þar er um er að ræða „ævisögu“ Möðruvallabókar. Ég fylgi handrit- inu frá því það var skrifað og til dagsins í dag, þar sem það fer í gegnum hendurnar á Árna Magnús- syni, Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni,“ segir Arndís, en bókin, sem skrifuð er að frumkvæði Árnastofnunar, verður gefin út 21. apríl þegar 50 ár eru liðin frá því að fyrstu handritin komu til baka frá Danmörku. Finnst hún ekki gera neitt „Þar með lýkur þessari brjálæðis- legu törn hjá mér í bili,“ segir Arn- dís og tekur fram að í raun hafi það verið tilviljun að fjórar bækur eftir hana komi á svona stuttum tíma. „Ég er alltaf með nokkur skjöl í vinnslu í tölvunni hverju sinni, þann- ig að það var bara tilviljun að þetta kemur allt út á svona stuttum tíma og ekki endilega til marks um af- köstin á einu ári,“ segir Arndís og upplýsir að sér finnist hún reyndar aldrei vera að gera neitt þar sem hún sé oft að skrifa fyrir skúffuna þar sem sum skrifin fá að meltast í mánuði og jafnvel ár. „En svo mjatlast þetta stöðugt hjá mér nánast án þess að ég taki eftir því, þar sem ég er að garfa í ýmsu. Þannig getur ein stílæfing allt í einu orðið grunnurinn að einhverju öðru seinna,“ segir Arndís og tekur fram að enn sé of snemmt að svara því hvort Möðruvallabókin verði hennar eina bók á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Tortryggni Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsir brókarbækurnar. Gutti er tortrygginn þegar Ársæll kynnir hann fyrir nýjum krökkum. „Alltaf til í að tala um nærbuxur  Arndís Þórarinsdóttir fjallar um vanda vináttunnar í þriðju og síðustu bókinni í brókarflokki sínum  Sendir frá sér fjórar bækur á rétt rúmu ári  Næsta bók er „ævisaga“ Möðruvallabókar Freistandi „Það var einfald- lega of freistandi að skrifa slíkan flokk,“ segir Arndís Þórarinsdóttir og vísar þar til brókarflokksins. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag, laugardag, kl. 14. Um er að ræða árlegan viðburð hjá Aðalheiði sem ávallt sýnir það nýj- asta sem hún er að fást við í list sinni og hefur um leið opið í and- dyrinu þar sem sjá má ýmis smá- verk sem ratað gætu í jólapakka. „Aðalheiður er athafnasamur myndlistarmaður sem einnig miðl- ar list annarra listamanna og menningu ýmiskonar í Alþýðuhús- inu. Hún hefur vakið athygli fyrir tréskúlptúra sína á undanförnum 20 árum, en einnig lágmyndir, inn- setningar og gjörninga. Nú eftir að hafa starfað að myndlist síðan 1993 hafa aðferðir og hugmyndir náð heilum hring, og má nú merkja samsvörun við fyrri tíma í verkum hennar. Á sýningunni í Kompunni leggur Aðalheiður áherslu á flæði lita og samtal við efnið sem málað er á,“ segir í tilkynningu. Þar kem- ur fram að Aðalheiður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir eigið liststarf, meðal annars menningarverðlaun DV og viður- kenningar frá Eyrarrósinni fyrir starfið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin verður opin til jóla dag- lega milli kl. 14 og 17. Vegna aðstæðna í samfélaginu eru gestir beðnir að vera með grímu og spritta hendur. Jafnframt er minnt á að í mesta lagi fimm gestir geta verið inni í sýningarrýminu í einu. Aðalheiður opnar sýningu í Kompunni Hrafnar Eitt verkanna á sýningunni. Þriðju og síðustu tónleikar Önnu Jónsdóttur í svokall- aðri þjóðlagaþrennu fara fram í streymi á morgun, sunnudag, kl. 15. Drykkja, dauði og trú er þema tón- leikanna á morgun. „Þjóðlögin lýsa tilfinningum, ástinni, náttúru, lífi, dauða, vonum og væntingum. Tímaflakk til mannlífsins eins og það kemur fram í sögum, ljóðum og lögum. Fáein erlend þjóðlög, sem hæfa hverju þema, verða á boðstólum í boðinu og krydda tilveruna og gefa okkur örlitla innsýn í hvernig aðrar þjóðir tjáðu sig með þjóðlögunum. Sumt er kunnuglegt, annað er nýtt, allt eins og það á að vera,“ segir í tilkynningu. Tónleikunum er streymt á facebooksíðu Önnu sem heitir Anna Jónsdóttir, soprano. Syngur þjóðlög í beinu streymi Anna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.