Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 2

Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn var heitur reitur nú um helgina. Þangað mæta fjölskyldurnar saman og fara svo út á breiður Heiðmerkur og leita uppi jólatré sem hæfir og hentar. Það var svo Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir sem er fyrir miðju á þessari mynd sem mældi tréð og afhenti þessum viðskiptavin- um sem völdu sér fallega vaxna furu sem prýdd verður ljósum í stofunni heima. Undirbúningur jólanna í algleymingi og gleði á markaði við Elliðavatn Morgunblaðið/Íris Völdu fallega furu úr Heiðmerkurskógi Nokkur fjöldi fólks kom saman utan við skemmtistaðinn Prikið í Banka- stræti í Reykjavík í fyrradag til að fylgjast með útitónleikum tónlistar- mannsins Auðar. Sjálfur var Auður í glugganum á Prikinu en hátölur- um hafði verið komið fyrir utan við staðinn. Margir báru grímu, en þó ekki allir. Fleiri útisamkomur voru í miðborginni um helgina, til að mynda jólaleiksýning fyrir börn á tröppum Þjóðleikhússins og jóla- markaður í Hafnarfirði. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að engin lög hafi verið brotin með gjörningnum. „Það reynir á sótt- varnir og skynsemi hvers og eins á staðnum, að fólk reyni að dreifa sér og nýta plássið,“ segir Ásgeir Þór sem hefði viljað sjá passað betur upp á persónubundnar sóttvarnir. „Þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á að setja upp grímu. Ég hefði viljað sjá öll sem þarna voru með grímu,“ bætti Ásgeir við. Lofar betra eftirliti næst Gluggatónleikarnir voru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun, sem ætlað er að glæða menningarlíf miðborgarinnar á þessum erfiðu tímum. Verkefnið er hugarfóstur Priks-manna en í samstarfi við tón- listarborgina Reykjavík. Þetta eru ekki fyrstu „gluggatón- leikarnir“ á Prikinu, en í síðustu viku tróð rapparinn Birnir þar upp. Geoffrey Þór Huntington-Willi- ams, framkvæmdastjóri Priksins, segir í samtali við Morgunblaðið að viðburðirnir hafi hingað til gengið vel fyrir sig. Þegar hæst stóð á tón- leikunum hafi hins vegar myndast nokkur hópur á gatnamótunum enda margt um manninn í bænum og margir sem staldra við til að fylgjast með. Geoffrey segir að huga þurfi betur að sóttvörnum á næstu gluggatónleikum sem verða á miðvikudag þegar Bríet stígur á svið. „Við ætlum að passa betur upp á að hólfaskipta svæðinu fyrir fram- an hjá okkur, vera með verði á svæðinu og dreifa grímum,“ segir hann. Staðurinn sé í góðu samstarfi við lögregluna og hann eigi ekki von á öðru en að þannig verði það áfram. Þá minnir hann á að tónleikunum sé streymt og því einnig hægt að fylgjast með heima. Fjölmenni á útitónleikum í bænum  Hópur fólks fylgdist með tónleikum Auðar úr glugganum á Prikinu  Yfirlögregluþjónn segir að betur hefði mátt huga að sóttvörnum  Hólfaskipting og gæsla næst, segir framkvæmdastjóri Priksins Ásgeir Þór Ásgeirsson Morgunblaðið/Íris Jól Margt var um manninn í miðbænum um helgina og tónleikar trekktu að. Geoffrey Hunt- ington-Williams Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Neðri skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 8%, samkvæmt breytingartillögu meirihluta efna- hags- og viðskiptanefndar á frum- varpi um skatta og gjöld, svoköll- uðum bandormi. Skerðingarmörkin eru í dag 3,9 milljónir króna hjá einstæðum for- eldrum en 7,8 milljónir hjá sam- búðarfólki. Fari tekjur yfir þau mörk skerðast þær í hlutfalli við tekjur umfram mörkin, mismikið eftir fjölda barna. Verði breytingin samþykkt verða mörkin 4,21 millj- ón króna hjá einstaklingum og 8,42 milljónir króna hjá sambúð- arfólki. Breyting getur skilað allt að 18.600 króna hækkun á ársgrund- velli hjá sambúðarfólki með tvö börn, en 9.300 hjá einstæðingi með tvö börn svo tekin séu dæmi af handahófi. Aukningin er meiri eftir því sem börnum fjölgar. Engin breyting er þó gerð á efra skerðingarhlutfallinu, 5,5 milljónir króna hjá einstæðingum og 11 milljónir hjá sambúðarfólki, en fari tekjur umfram þau mörk er skerð- ingin enn skarpari. Mörkin eru ekki uppfærð í samræmi við launaþróun, ólíkt t.d. mörkum skattþrepa. Því fær vísitölufjöl- skyldan, hjón á meðallaunum með tvö börn, eftir sem áður engar barnabætur. Útgjöld ríkisins til barnabóta verða tæpir 14,2 milljarðar króna á næsta ári, en þar af koma um 865 milljónir til vegna breytinganna. Barnabætur munu hækka Skerðingarmörk hækkuð um 8%  Allt að 18.600 krónur á ári fyrir hjón með tvö börn Kostnaður 865 milljónir Morgunblaðið/Hari Barnabætur Greiddir verða um 14 milljarðar í barnabætur á næsta ári. Afkastageta sýkla- og veiru- fræðideildar Landspítalans eykst til muna með nýju grein- ingartæki sem komið var með til landsins í gær. Tækisins hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu, sér í lagi þar sem afhendingu þess seinkaði talsvert. Þess var upphaflega vænst í nóvember og átti að gangsetja það fyrir jólin. „Við erum í skýjunum með að hafa fengið þetta tæki,“ sagði Karl G. Kristinsson yfirlæknir í samtali við mbl.is í gær. Tækið mun geta greint á fjórða þúsund veirusýni í einu og verður þessi deild LSH að þessu fengnu nú ekki lengur háð aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar sem aðstoðað hef- ur við greiningu kórónuveirusýna. Undirbúningur fyrir komu tæk- isins hefur staðið yfir lengi og segir Karl það fylla heilt herbergi í húsa- kynnum sýkla- og veirufræðideild- ar sem er við Barónsstíg í Reykja- vík. Þannig hafi upphaflega staðið til að flytja tækið í fraktflugvél Ice- landair en hún ekki verið nógu stór. Því ákvað framleiðandinn að leigja Antonov, sem er af gerð rússneskra herflugvéla. Nýtt tæki marg- faldar afköst við greiningu sýkla Karl G. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.