Morgunblaðið - 14.12.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.12.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Vegna umfjöllunar Alþingis umfrumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld sendi Samband íslenskra sveitar- félaga þinginu um- sögn sína og fór fram á að fá auk- inn aðgang að álagningarskrám almennings. Í nefndaráliti meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar er þessu hafnað og þar segir: „Álagningarskrár og skattskrár hafa að geyma per- sónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga og lögaðila og fjár- hagsmálefni þeirra … Meiri hlut- inn telur þarft að sveitarfélög geti fylgst með tekjustofnum sín- um. Þó verður að gæta að hags- munum skattaðila og að miðlunin gangi ekki lengra en nauðsyn krefur. Telur meiri hlutinn vand- séð að hagsmunir sveitarfélaga af varanlegri miðlun persónugrein- anlegra upplýsinga um fjárhags- málefni skattaðila til sveitarfé- laga geti vegið þyngra en hagsmunir þeirra sem gögnin fjalla um.“    Þetta er áhugavert nefndarálitog vissulega er það svo að upplýsingar um álagningu skatta á einstaklinga eru viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir þetta eru slíkar upplýsingar birtar opin- berlega á hverju ári og verða þá að umfjöllunarefni fjölmiðla, sem von er enda vekur skráargatið jafnan áhuga þó að fáir mundu vilja kannast við að gægjast þar inn.    Hlýtur næsta skref ekki aðvera að verja almenning fyrir þessari árlegu og óhóflegu miðlun persónuupplýsinga með því að afnema heimild skattsins til að opna upp á gátt inn í einka- líf almennings? Óli Björn Kárason Áhugavert álit um persónuvernd STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi 2m Velkomin aftur Nútími og klassík eru, að mati dóm- nefndar, einkennandi í nýju byggð- armerki Múlaþings sem sveitar- stjórn samþykkti á fundi sínum í sl. viku. Alls 70 tillögur bárust um merkið í samkeppni sem auglýst var í lok október. Vinningstillagan er eft- ir Grétu V. Guðmundsdóttur hönnuð. Byggðarmerkið nýja er í fjórskipt- um skildi með sterkum, einföldum, táknrænum línum. Einn fjórðungur merkisins er útlínur Múlakolls, sem er fremsti hluti Þingmúla sem var einn helsti samkomustaður Austfirð- inga til forna og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Annar fjórð- ungur er framtíðartákn hringrásar. Horft er til dagsbrúnar frá Héraðs- flóa og Borgarfirði eystri, þar sem sólin rís. Þriðji fjórðungurinn er horn hreindýrsins og á þeim fjórða eru tindar og útverðir fjalla. „Þrátt fyrir skiptar skoðanir sem vörðuðu meira tilfinningar og smekk var nefndin ásátt um að hið útvalda merki gætum við öll staðið á bak við, og að það þjónaði tilgangi sínum á sterkan hátt,“ segir á vef Múlaþings. Sveitarfélagið, sem er afar víð- feðmt, varð til í haust með samein- ingu Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarð- arhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps. Íbúar eru lið- lega 5.000. sbs@mbl.is Hreindýrshorn og útlínur fjalla  Byggðarmerki Múlaþings er nú kom- ið fram  Nútíminn og sígildu táknin Múlaþing Merkið góða er eftir Grétu V. Guðmundsdóttur hönnuð. „Þefvísi blóðhunda er einstök og þeir eru flestum lagnari að leita uppi það sem fyrir þá er lagt. Við bindum því miklar vonir við Pílu,“ segir Þór- ir Sigurhansson, hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Þann 10. janúar fær sveitin frá Alicante á Spáni nýjan leitarhund af tegund- inni Blood-hound. Upp á íslensku heita þeir blóðhundar en fyrir er sveitin með tvær tíkur af þeim stofni. Tíkurnar Urta og Perla hafa reynst vel í starfi björgunarsveit- arinnar, sem taldi nauðsynlegt að fá nýjan hund í stað Perlu sem farin er að eldast og því ekki jafn spræk og hún var á yngri árum. Boð voru látin út ganga á samfélagsmiðlum og víð- ar og þannig leitað að farþega á heimleið með flugi Icelendair frá Alicante umræddan dag í janúar. Fleiri en einn gáfu sig fram. Verður hundurinn í fylgd með viðkomandi, en þannig sparast björgunarsveit- inni talsvert fé því ella hefði þurft að senda mann út til að nálgast dýrið og fylgja því heim. „Nýr hundur kostar okkar 1,2-1,4 milljónir króna og fyrst eftir heim- komuna er hann í tveggja vikna sóttkví. Svo tekur við þjálfun í að minnsta kosti eitt og hálft ár og fyrst að því loknu kemst Píla í útkallsliðið okkar,“ segir Þórir Sigurhansson. sbs@mbl.is Píla blóðhundur er væntanleg senn í Hafnarfjörðinn  Tík frá Alicante þjálfuð til leitar- og björgunarstarfa Ljósmynd/Aðsend Björgunarsveit Þórir Sigurhansson þjálfari með tíkurnar Urtu og Perlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.