Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Það væri vanvirðing og Bretum
„ósæmandi“ að senda varðskip
hennar hátignar til gæslu í bresku
efnahagslögsögunni hverfi þeir úr
Evrópusambandinu án samninga
um framtíðarsamskipti Evrópusam-
bandsins (ESB) og Bretlands.
Þetta er mat Íhaldsþingmannsins
Tobias Ellwood sem sagði yfirlýs-
ingar um slíkt bera vott um
„ábyrgðarleysi“ eftir að varn-
armálaráðuneytið í London sagði
að fjögur varðskip væru sjóklár og
tilbúin til „kröftugs eftirlits“ þegar
líður að lokum aðlögunartíma út-
göngu Breta úr ESB.
Ráðuneytið sagði skipin und-
irbúin undir „margskonar atburða-
rásir“ eftir gamlársdag, 31. desem-
ber. Skip úr breska flotanum sinna
nú þegar veiðieftirliti mestan part
ársins fyrir ESB og Bretland í lög-
sögu ESB.
Fiskveiðimál hafa verið erfiðasti
þröskuldurinn í viðræðunum yfir að
stíga en samningatilraunum var
enn haldið áfram þegar Morg-
unblaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Bretum þótti kröfur ESB um kvóta
alltof háar en lokist lögsagan hótaði
ESB að svipta breskan sjávarútveg
sérstöku aðgengi að mörkuðum
fyrir fisk.
Ellwood, sem er formaður
varnarmálanefndar neðri deildar
breska þingsins, sagði við Rás 4
hjá BBC að hótanir í fyrirsögnum
fjölmiðla um að beita skipum væru
til þess fallnar að afvegaleiða
samningamenn og því „algjörlega
óábyrgar“.
Humza Yousaf, dómsmálaráð-
herra skosku heimastjórnarinnar,
sagðist ekki vilja sjá „byssubáta-
stefnu“ stjórnar Boris Johnsons í
skoskri lögsögu. Skotar myndu
sinna eftirliti sjálfir ef þörf krefði.
agas@mbl.is
Fjögur varðskip
tilbúin til eftirlits
Þingmaður ósáttur við yfirlýsingu
Umdeild Bresk varðskip eru klár til
eftirlits og gæslu með veiðum.
Umfangsmikil
bólusetning við
kórónuveirunni
hefst í Bandaríkj-
unum í dag, en
bandaríska lyfja-
eftirlitið gaf í
vikulok út bráða-
birgðaleyfi til
notkunar Pfizer/
BioNTech-
bóluefnisins.
Fyrstu þremur milljónum
skammtanna verður flogið til 145
áfangastaða víðs vegar um Banda-
ríkin í dag. Á morgun og miðvikudag
stendur til að klára dreifinguna með
því að færa 636 bólusetningar-
stöðum bóluefni. Yfirumsjón með
flutningunum hefur Gustave Perna,
hershöfðingi í landher Bandaríkj-
anna.
Bóluefni Pfizer/BioNTech veitir
95% vörn gegn kórónuveirusmiti og
hefur hlotið öryggisstimpil Mat-
væla- og lyfjaeftirlits (FDA) Banda-
ríkjanna.
Ekkert lát er á veirunni og sókn
hennar hefur verið stíf allan nóv-
ember og það sem af er jólamán-
uðinum. Sl. laugardag dró hún 3.309
manns til dauða í Bandaríkjunum.
Að sögn Johns Hopkins-háskólans
er það mesta manntjón á einum degi
í heiminum.
Er FDA veitti leyfi fyrir bólusetn-
ingunni á föstudag sagði stofnunin
að um tímamót væri að ræða í bar-
áttunni við kórónuveirufaraldurinn.
Hafði hún sætt hörðum kröfum Do-
nalds Trumps um að bóluefnið yrði
leyft. Bólusetning er hafin með sama
bóluefni á landsvísu í Bretlandi.
Nú þegar hefur verið veitt leyfi til
bólusetninga með Pfizer/BioNTech
Covid-19-efninu í Bretlandi, Kan-
ada, Barein og Sádi-Arabíu. Eins og
annars staðar er búist við að starfs-
fólk heilbrigðisþjónustunnar og vist-
menn öldrunarheimila gangi fyrir í
fyrstu. Áætlað er að í janúar verði
byrjað að bólusetja fólk sem ekki
telst í hópi mest þurfandi í Banda-
ríkjunum, þ.e.a.s. þorra lands-
manna. agas@mbl.is
Loftbrú
með bólu-
efnið
Tímamót Bólu-
efninu dreift.
Bretar annars vegar og Evrópusam-
bandið (ESB) hins vegar samþykktu
síðdegis í gær að stíga lengra fram á
veginn og þrautreyna enn frekar að
ná samningum fyrir áramót, þegar úr-
sögn Breta úr ESB kemur að fullu til
framkvæmda. Þetta tilkynntu þau
Boris Johnson, forsætisráðherra
Breta, og Ursula von der Leyen, for-
seti framkvæmdastjórnar ESB, í gær.
Leiðtogarnir tveir áttu símasamtal
um stöðuna í samningaviðræðunum
og sögðu þar að á þessu stigi hvíldi sú
ábyrgð á herðum þeirra að „þrauka
frekar“. Í samtalinu skiptust þau á
skoðunum varðandi óleyst viðræðu-
efni. Áður sömdu þau um að reyna
samninga til sunnudags, í gær. Það
hefði þýtt að Bretar færu samnings-
lausir úr sambandinu.
Johnson og Von der Leyen gáfu
viðræðunefndum sínum fyrirmæli um
að funda áfram í Brussel þar sem þær
höfðu setið stíft við samninga síðustu
daga. Þau sögðust vilja sjá hvort ein-
hver möguleiki væri enn fyrir hendi á
að semja svo seint. Ekki fylgdi sög-
unni hvenær nýr lokafrestur rynni út
en í síðasta lagi verður að semja 31.
desember og þing Breta og ESB-
landanna þurfa að fá tíma til að stað-
festa samning sem næðist.
Von der Leyen lýsti samtali þeirra
Johnsons sem „uppbyggjandi og
gagnlegu“. Breski forsætisráð-
herrann endurtók viðvaranir frá því
fyrr í vikunni og sagði að „líklegasta“
niðurstaðan væri að Bretar yfirgæfu
ESB án samkomulags.
Bretar og ESB hafa frá í mars sl.
átt í viðræðum um samninga um sam-
skiptin eftir útgöngu þeirra fyrr-
nefndu úr sambandinu, Brexit. Ljúki
þeim ekki farsællega á gamlársdag
gilda reglur Heimsviðskiptastofnun-
arinnar (WTO) um viðskipti Bret-
lands og ESB.
Án gagnkvæms samnings viðræðu-
aðila gætu tollar og gjöld lagst á vörur
sem verslað verður með milli aðila.
Gæti það þýtt verðhækkanir á ein-
stökum vörum.
Er hún kynnti sameiginlega yfir-
lýsingu þeirra Johnsons sagði Von
der Leyen að þrátt fyrir „lúa eftir nær
árslangar samningatilraunir og þrátt
fyrir að hver lokafresturinn á fætur
öðrum hafi ekki leitt til niðurstöðu
teljum við okkur sýna ábyrgð að halda
lengur áfram“. agas@mbl.is
Þrauka meðan einhver von er
Samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskilnað halda áfram
Þrátt fyrir lúa segjast samningsaðilar ætla að sýna ábyrgð og reyna til þrautar
Rekstur farþegaflugfélaga sem og annarra fyr-
irtækja hefur verið einstaklega erfiður á tímum
kórónuveirufaraldursins. Hafa þau meðal ann-
ars brugðist við minni umsvifum og fækkun flug-
ferða með aðhaldsaðgerðum. Hefur það þó ekki
dugað í mörgum tilfellum og er frekari björg-
unaraðgerða þörf, eigi að halda í þeim lífi.
Starfsmenn portúgalska félagsins TAP mót-
mæltu hremmingum félagsins í Lissabon í fyrra-
dag. Portúgalska ríkið leggur senn fyrir ESB
áætlun um uppstokkun á starfsemi TAP sem
fékk 1,2 milljarða evra björgunarlán í júlí sl.
AFP
„Munum fljúga aftur“