Morgunblaðið - 14.12.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 14.12.2020, Síða 32
Dúettinn Ylja verður með streymistónleika í beinni frá Röntgen fimmtudagskvöldið 17. desember kl. 20 og eru miðar seldir á tix.is. Ylja hefur verið starfandi frá árinu 2008 og á þeim tíma sent frá sér þrjár breiðskífur og hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Dúettinn skipa þær Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. Segjast þær vita fátt skemmtilegra en að vekja jólaandann á aðventunni. Á dagskrá tónleikanna verða lög úr íslenska þjóðararfinum í bland við popp- aða smelli. Ylja með aðventustreymistónleika Noregur mun leika um verðlaun á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Danmörku undir stjórn Þóris Hergeirs- sonar. Liðið hefur unnið alla leiki sína í keppninni til þessa og stórsigur gegn Króatíu á laugardaginn, 36:25, þýddi að norska liðið er öruggt um sæti í undan- úrslitum. Þórir hefur því unnið enn eitt afrekið sem landsliðs- þjálfari Noregs og verður þetta í tólfta sinn sem liðið leikur til verðlauna á stórmóti undir stjórn Þóris en hann tók við liðinu árið 2009. »27 Þórir Hergeirsson keppir um verðlaun á stórmóti í tólfta sinn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hallbera Fríður Jóhannesdóttir sendi nýlega frá sér barnabókina Á ferð og flugi með ömmu: í Akrafjalli, sem er sjálfstætt framhald bók- arinnar Á ferð og flugi með ömmu. „Bækurnar eru hugsaðar til að fræða börn og fullorðna um Akranes með hæfilegri blöndu af skáldskap og ævintýrum,“ segir Hallbera, sem starfaði við grunnskólana á Akra- nesi í 32 ár og síðustu 19 árin sem skólasafnskennari við Brekkubæjar- skóla. Fyrri bókin kom út 2012. Hallbera segir að þá hafi vantað efni um heimabyggð barnanna í yngsta bekk Brekkubæjarskóla, hún hafi skrifað söguna, fengið Bjarna Þór Bjarna- son listamann til þess að mynd- skreyta hana og gefið sjálf út hjá HFJ forlaginu. „Bókin seldist upp, ég gaf hana aftur út í fyrra ásamt út- gáfu á ensku en fannst það ekki nóg, því mig langaði til þess að skrifa um Akrafjallið og það varð úr.“ Nýja bókin skiptist í tvo megin- kafla, ferð að Guðfinnuþúfu og göngu á Háahnúk. „Ég rifja upp ör- nefni á leiðinni enda er Akrafjallið það sem það er þeirra vegna,“ segir Hallbera. Munnmælasögur og þjóð- sögur ber á góma, sagt er frá Arnesi útilegumanni og Jóni Hreggviðs- syni, sem bjó við rætur fjallsins. „Hann fær heldur fegurri mynd hjá mér en hjá Halldóri Laxness, en þess ber að geta að hann var mjög öflugur bóndi hér í sveit þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum.“ Tvö flugslys hafa orðið í Akrafjalli og þau koma við sögu. Frásagnir af ferðalöngum verða höfundi yrkis- efni, gerð er grein fyrir Geirmundi og Guðfinni, skessur, Grýla og jóla- sveinarnir fá sitt rými og í lokin er heimildaskrá. Þekking mikilvæg Foreldrar Hallberu voru Bjarn- fríður Leósdóttir og Jóhannes Finnsson. Hún segist hafa alist upp við sögur og bækur en aldrei hugsað um að skrifa sjálf fyrr, en varla hafi verið hjá því komist. „Mamma var mjög mikill náttúruunnandi og pabbi var líka sérlegur sagnamaður. Þegar við fórum eitthvað var stöð- ugt verið að segja manni frá þessu og hinu, því maður átti að þekkja sína heimabyggð og sitt land. Ég hef haft þetta í huga við samningu bók- anna.“ Í fyrri bókinni fer amma með Frey, sex ára, um Akranes og fræðir hann um ýmislegt á leiðinni, en í seinni bókinni er Smári, átta ára bróðir hans, á ferð með ömmu. „Ég varð að skipta um sögupersónu,“ segir Hallbera. Hún hafi haft Gísla Frey, elsta barnabarnið, í huga við skrif fyrri bókarinnar og tileinkað honum hana sem og öllum börnum á Akranesi, en komist að því síðar að Theódóri Smára, yngri bróður hans, hafi ekki þótt bókin skemmtileg, því hans væri ekki getið. Seinni bókin sé því með hann sem fyrirmynd og til- einkuð honum ásamt öllum börnum á Akranesi. „Ég á sjö barnabörn og er því í smá klemmu, en bæti bara úr því og held áfram að skrifa.“ Á ferð og flugi Hallbera Fríður Jóhannesdóttir og Bjarni Þór Bjarnason listamaður með bókina. Örnefni og leyndardómar  Hallbera Jóhannesdóttir varðveitir sögurnar í barnabókum MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.