Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 4
4 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18
EVA HALLDÓRSDÓTTIR LÖGMAÐUR
RITSTJÓRI
RÍKIÐ SEM AÐILI
AÐ DÓMSMÁLI
Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag í tengslum við
skipan dómara í Landsrétt sl. sumar hefur undanfarið verið
til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Á
fundi nefndarinnar 6. febrúar sl. var hins vegar samþykkt
að gera hlé á umfjöllun þar til þess að gefa umboðsmanni
Alþingis rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hygðist
hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Þann 2. mars sl. sendi umboðsmaður Alþingis nefndinni
svo bréf vegna framangreinds. Var það niðurstaða hans
að í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis
um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra í
tengslum við tillögur um skipun dómara í Landsrétt teldi
umboðsmaður ekki tilefni til að taka einstök atriði þess
máls til athugunar að eigin frumkvæði. Hið sama gilti um
framkomnar upplýsingar um hvernig staðið hefði verið að
ráðgjafarskyldu samkvæmt 20. gr. stjórnarráðslaga.
Í erindinu kom hins vegar fram að umboðsmaður hefði
hugað að því að hefja frumkvæðisathugun á stigagjöf við
mat á umsækjendum um opinber störf, þar sem dregin yrðu
fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og því hvernig hún
horfi við með tilliti til stjórnsýsluréttarins, dómsúrlausna
og vandaðra stjórnsýsluhátta, eins og þar segir, með það
í huga sérstaklega hvernig þyrfti að vanda betur til verka
í þessum málum.
Framangreind niðurstaða umboðsmanns hefur vakið
athygli og fengið nokkra umfjöllun á opinberum vettvangi.
Minna hefur hins vegar farið fyrir umfjöllun umboðsmanns
um stöðu ríkisins sem aðila í dómsmáli, en hana er að
finna í kafla III.3 í bréfinu. Þetta verður að teljast einkar
áhugavert fyrir lögmenn en umræður um efnið hafa lengi
verið í deiglunni þeirra á meðal.
Í umfjöllun umboðsmanns í kafla III.3 kemur fram að
embættið hafi sent dómsmálaráðherra fyrirspurnar-
bréf í janúar mánuði 2018. Í bréfinu hafi umboðsmaður
m.a. beint þeirri spurningu til ráðherra hvernig hann,
eða ráðuneyti hans, hefði farið yfir og tekið afstöðu
til kröfugerðar, máls ástæðna og lagaraka sem sett hafi
verið fram af hálfu lög manns ríkisins í dómsmálum sem
höfðuð voru á hendur ríkinu af tveimur aðilum úr hópi
umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt, en dómar
féllu í málunum 19. desember sl.
Umboðsmaður rekur að tilefni framangreindrar spurn-
ingar hafi verið að hann hafi í auknum mæli orðið þess
var að í dómsmálum, og að einhverju marki í málum fyrir
úrskurðarnefndum, sem rekin séu af borgurunum gegn
stjórnvöldum sé það tilhneiging hinna síðarnefndu að gæta
ekki nægilega að sérstöðu sinni og skyldu til hlutlægni.
Stjórnvöld séu bundin af lögmætisreglunni og að á því hafi
verið byggt í stjórnsýsluréttinum að lögmætisreglan geti
skipt máli við framgöngu stjórnvalds, sem hafi stöðu aðila
í dómsmáli, við framsetningu á kröfum stjórnvaldsins og
málsástæðum. Um þetta segir umboðsmaður síðan:
„Stjórnvald hafi [...] ekki sama frelsi og einkaaðili til að setja
fram kröfur og málsástæður heldur verði það að gæta þess
við mótun þeirra að virða gildandi rétt, eins og honum er
framfylgt af stjórnvöldum, og leitast við að framfylgja vilja
1 Bréfið má nálgast á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, http://www.umbodsmadur.is
Bæjarflöt 7
112 Reykjavík
Sími: 568 9095
www.gagnaeyding.is
Varðveislu
persónuupplýsinga
lýkur með eyðingu þeirra
Örugg eyðing gagna
Við vinnum eftir vottuðu gæðakerfi
framhald á bls. 34