Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 9 Fækkun félagsmanna Þeirri miklu og hröðu fjölgun félagsmanna í Lögmannafélagi Íslands, sem staðið hefur undanfarna tvo áratugi, virðist nú lokið og hefur félagsmönnum reyndar fækkað nokkuð á síðustu misserum. Fjöldi félagsmanna náði hámarki í ágúst 2016, þegar þeir voru 1101 talsins. Fækkun félagsmanna frá þessu hæsta gildi nemur því 2,6% en viðbúið er að þessi þróun haldi áfram á árinu 2018. Ýmsar skýringar eru á fækkun lögmanna en vinna tengd uppbyggingu íslensks efnahagslífs eftir hrun hefur ekki nema að litlu leyti náð að vega á móti minnkandi verkefnum tengdum afleiðingum hrunsins. Þá hefur nokkur fjöldi lögmanna tekið sæti í dómstólum landsins að undanförnu, fyrst með tilkomu Landsréttar um síðustu áramót og einnig í héraðsdómstólunum. Þar sem dómarastörf eru ósamrýmanleg handhöfn málflutningsréttinda þurfa lögmenn sem taka við embætti dómara að leggja inn réttindi sín. Loks hefur hægt umtalsvert á fjölda þeirra sem sótt hafa námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum sem að einhverju leyti má svo rekja til fækkunar nemenda sem leggja stund á laganám. Þannig eru aðeins 17 þátttakendur nýskráðir á yfirstandandi réttindanámskeiði samanborið við 54 þátttakendur þegar mest lét haustið 2013. Helmingur lögmanna sjálfstætt starfandi Sjálfstætt starfandi lögmenn eru 526 talsins eða 49% félagsmanna og hefur þeim fækkað lítillega á milli ára, þó svo hlutfall þeirra haldist óbreytt. Fulltrúum sjálfstætt starfandi lögmanna hefur einnig fækkað á sama tíma og eru þeir nú 185 talsins eða 17% félagsmanna. Innanhússlögmönnum fjölgaði hins vegar á milli ára og voru þeir 309 í lok febrúar sem svarar til 29% af heildarfjölda félagsmanna. Af 309 innanhússlögmönnum störfuðu 85 hjá ríki eða sveitarfélögum og 224 hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Fjöldi lögmanna sem ekki stunda lögmannsstörf sökum aldurs eða sjúkleika var 52 sem svarar til 5% félagsmanna. Sjálfstætt starfandi 34% Fulltrúar lögmanna 24% Ríki og sveitarfélög 11% Fyrirtæki og félagasamtök 30% Hættar störfum 1% Fjöldi nýskráðra á haust- og vornámskeið til öflunar réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómstólum 2013-2018. Sjálfstætt starfandi 49% Fulltrúar lögmanna 17% Ríki og sveitarfélög 8% Fyrirtæki og félagasamtök 21% Hættir störfum 5% Hlutfallsleg skipting félagsmanna Lögmannafélags Íslands eftir því hvar þeir starfa. Hlutfallsleg skipting kvenna í Lögmannafélagi Íslands eftir því hvar þær starfa.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.