Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 Konur 31% félagsmanna Konur í Lögmannafélagi Íslands eru 331 talsins eða 30,9% félagsmanna. Þar af eru 282 með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og 49 með réttindi til málflutnings fyrir öllum þremur dómstigum. Sjálfstætt starfandi konur eru 111 talsins og 79 konur starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum starfa 139 konur sem innanhússlögmenn, þar af 38 hjá ríki eða sveitarfélögum og 101 hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Þá eru 2 konur hættar störfum sökum aldurs. Frá aldamótum hefur konum fjölgað hlutfallslega úr því að vera 15,1% félagsmanna í 30,9% og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Frá því núverandi fyrirkomulag réttindaöflunar tók gildi árið 2000 hafa konur verið 46,6% þeirra sem sótt hafa námskeið til öflunar málflutningsréttinda. Þá er hlutfall kvenna yngri en 50 ára 80,4% á sama tíma og hlutfall karla á þessu aldursbili er 58,6%. Til samanburðar má svo nefna að hlutfall kvenna í lögmannafélögum hinna Norðurlandanna er á bilinu 31% til 37%. Karlar 69% félagsmanna Karlar í LMFÍ eru 741 talsins. Þar af er 461 með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, 2 eru með réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti og 278 með réttindi fyrir öllum þremur dómstigum. Sjálfstætt starfandi karlar eru 415 talsins og 106 karlar eru fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Sem innanhússlögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum starfa 170 karlar, þar af 47 hjá ríki eða sveitarfélögum og 123 hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum. Þá eru 50 karlar hættir störfum. Ólíkur starfsvettvangur karla og kvenna Sé aldurshlutfall kynjanna skoðað eftir því hvaða starfsvettvang lögmenn hafa valið sér kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Þannig eru 53% karla yngri en 50 ára sjálfstætt starfandi lögmenn en aðeins 27% kvenna. Hlutfall karla í félaginu yngri er 50 ára, sem starfa sem fulltrúar á lögmannstofum, er 22% en hlutfall kvenna í sömu stöðu og á sama aldursbili er 29%. Þá er hlutfall innanhússlögmanna miðað við sömu aldursforsendur 25% 0 10 20 30 40 50 60 70 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 Fjöldi Aldur Sjálfstætt starfandi Fulltrúar Fyrirtæki og stofnanir Hættar störfum 0 10 20 30 40 50 60 70 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 Fjöldi Aldur Sjálfstætt starfandi Fulltrúar Fyrirtæki og stofnanir Hættar störfum Aldurdreifing kvenna í Lögmannafélagi Íslands eftir því hvar þær starfa. Aldurdreifing karla í Lögmannafélagi Íslands eftir því hvar þeir starfa. Sjálfstætt starfandi 56% Fulltrúar lögmanna 14% Ríki og sveitarfélög 6% Fyrirtæki og félagasamtök 17% Hættir störfum 7% Hlutfallsleg skipting karla í Lögmannafélagi Íslands eftir því hvar þeir starfa.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.