Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 27
endranær; þær yrðu ávallt að stefna að lögmætu markmiði
og fullnægja meðalhófskröfum.
Ljóst er að kröfur 6. gr. MSE eru ólíkar eftir því hvort
um er að ræða málskot til æðri dóms sem hefur fullar
endurskoðunarheimildir á málsatvikum og lagaatriðum
eða æðri dóms sem hefur takmarkaðar heimildir til
endurskoðunar.
Grundvallardómar
Það var áhugavert að heyra umfjöllun Róberts um dóma sem
skipta máli við túlkun á 6. gr. MSE. Rakti hann sérstaklega
dóm MDE í máli Hansen gegn Noregi frá árinu 2014,
sem hann telur mikilvægan í norrænu samhengi um þau
sjónarmið sem horfa ber til við mat á hvort gætt hafi verið
réttlátrar málsmeðferðar á málskotsstigi. Málið varðaði
deilur á milli fyrrum maka um fjárskipti við lok hjúskapar.
Áfrýjunardómstóll hafnaði beiðni um áfrýjunarleyfi með
þeirri athugasemd einni að vísa til viðeigandi lagaákvæða
og taka fram að engar líkur væru á því að fallist yrði á
kröfur aðila. Hæstiréttur hafnaði jafnframt beiðni hans
um áfrýjunarleyfi. Kærandi hélt því fram fyrir MDE að
skortur á rökstuðningi fyrir synjun á áfrýjunarleyfi af
hálfu áfrýjunardómstólsins hefði brotið í bága við 6. gr.
MSE. Þau sjónarmið sem MDE beitti við matið voru eðli
málskotskerfis, áhrif málskots í heildarmati á málsmeðferð í
einkamáli, eðli og umfang valdheimilda æðra dómsstigs og
hvernig gætt var að hagsmunum kæranda fyrir æðri dómi.
Þá telur Róbert mál Jussila gegn Finnandi frá árinu 2006
grundvallardóm hvað varðar kröfuna til munnlegrar
málsmeðferðar á málskotsstigi en munnleg og opinber
málsmeðferð er grundvallarregla skv. 6. gr. MSE og gildir
bæði í einkamálum og sakamálum. Áréttaði Róbert að ef
ágreiningur á málskotsstigi beindist að sönnunaratriðum
eða atvik væru að öðru leyti umdeild yrði málsmeðferð að
jafnaði að vera munnleg en við matið væri heimilt að líta
til hagræðis- og kostnaðarsjónarmiða.
Sönnun, gagnaöflun og jafnræði
Róbert sagði að áfrýjun efnisdóms í sakamálum áskildi
jafnan fulla endurskoðun á atvikum og lagaatriðum á
(fyrsta) málskotsstigi. MDE færi jafnan afar varlega í að
gagnrýna sönnunarmatið sjálft. Hins vegar væri það liður
í réttlátri málsmeðferð að aðferðir við sönnunarmatið séu
til þess fallnar að varpa ljósi á málsatvik og nefndi Róbert
í því sambandi sérstaklega dóm MDE í máli Sigurþórs
Arnarssonar gegn Íslandi frá árinu 2003. Tók hann fram að
ekki væri útilokað að sambærilegar kröfur yrðu gerðar til
Fundurinn hófst á því að Benedikt Bogason,hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar, fór stuttlega yfir hina nýju dómstólaskipan
og verkefni dómstólasýslunnar sem væri til þess fallin að efla sjálfstæði dómstólanna og samræma og bæta stjórnsýslu þeirra.