Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18
karlar. Á sama tíma skortir þær trúverðugleika vegna þess
að þær hafa veikt tengslanet.
Valdahlutfallið skiptir máli
Viltu senda lögmönnum einhver skilaboð?
Það er mikilvægt að átta sig á því að kynjamisrétti væri
löngu úr sögunni ef vandamálið væru nokkrir leiðinlegir
karlar með ekkert álit á konum. Gamaldags hugmyndir
og viðhorf eru lífsseig, lúmsk og gegnsýrandi. Vandinn er
því kerfislægur.
Tungumál skiptir miklu máli og orð eru til alls fyrst. Tölum
um fólk frekar en menn þegar átt er við bæði konur og
karla. Til dæmis starfsfólk en ekki starfsmenn. Þótt orðið
„maður“ eigi að vera regnhlífaheiti yfir bæði karla og konur
er staðreyndin sú að venjulega talar fólk um konur og menn
– því er augljóst að þegar talað er um „mann“ þá er átt
við karl en ekki konu. Allt tal um „...menn þetta og menn
hitt...“ er því útilokandi fyrir konur og stuðlar að óbreyttu
ástandi frekar en að stuðla að jafnrétti. Haldið reglulega
fundi á lögmannsstofunum ykkar. Þetta er enn mikilvægara
á lögmannsstofum þar sem kynjahlutfallið/valdahlutfallið
er mjög ójafnt. Upplifi starfsfólk að rödd þess og skoðanir
heyrist, og það skipti máli, styrkir það stöðu þeirra, stuðlar
að meiri ánægju í starfi og betra starfsumhverfi – betri
vinnustaðamenningu. Reglulegir fundir skipta máli þar
sem það er talsvert auðveldara að tjá skoðanir sínar, láta
rödd sína heyrast, þegar fólki býðst vettvangur til þess.
Athugið að það þarf meira en hausatalningu á vinnustað
til ná raunverulegu kynjajafnvægi, valdið þarf að skiptast
jafnt á konur og karla. Þetta virðist frekar algengt vandamál
í lögmennsku á Íslandi, jafnvel þótt konum í lögmennsku
hafi fjölgað gríðarlega þá fara karlar almennt frekar með
valdið. Það er öllum til góðs, konum og körlum, að fullt
jafnrétti náist í lögmennsku, sem og annars staðar.
Anna Lilja Hallgrímsdóttir
Andri Árnason, hrl.
Edda Andradóttir, hrl., LL.M.
Finnur Magnússon, hrl., LL.M.
Halldór Jónsson, hrl.
Lárus L. Blöndal, hrl.
Sigurbjörn Magnússon, hrl.
Simon David Knight, solicitor
Stefán A. Svensson, hrl., LL.M.
Vífill Harðarson, hrl., LL.M.
Borgartúni 26
105 Reykjavík
580 4400
www.juris.is
Efstaleiti 5 · 103 Reykjavík · Iceland · +354 540 0300 · logos.is · logos@logos.is
Í fremstu röð í hundrað og ellefu ár.
LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt
og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú
lögmannsstofa á Íslandi sem á sér lengsta
sögu. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður
er sá grunnur sem velgengni LOGOS byggir á.