Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 25 Sonja Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB hélt erindi um jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaðinum og hvað hefur verið gert á Íslandi í gegnum árin til að stuðla að jafnrétti kynja. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands fjallaði um evrópskt lagaumhverfi og jafnrétti í víðara samhengi, s.s. beina og óbeina mismunun vegna uppruna, kynþáttar, fötlunar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði frá því hvernig lögreglan nálgast mál sem þjónustustofnun frekar en valdastofnun. Einnig var fjallað um stöðu kvenna innan lögreglunnar og um mikilvægi þess að fjölga konum innan stéttarinnar. Þá kynntu þau Grímur Sigurðsson lögmaður og Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir lögfræðingur skýrslu vinnuhóps LMFÍ um starfsumhverfi lögmanna og áhrif fjölskylduábyrgðar. Nokkrar stjórnarkonur WBASNY fjölluðu um aðdraganda þess að félag kvenna í lögmennsku í New York var stofnað og sögðu frá sinni persónulegri reynslu og upplifun af jafnréttisbaráttu kvenna í Bandaríkjunum. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu sem var afar skemmtilegt en því lauk svo með samantekt og lokaorðum frá formanni FKL, Kolbrúnu Garðarsdóttur. Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl og stjórnarmaður FKL sá um fundarstjórn. JAFNRÉTTISPARADÍSIN ÍSLAND? Mánudaginn 5. mars sl. var haldið málþing á vegum Félags kvenna í lögmennsku á Hallveigarstöðum undir yfirskriftinni „Jafn réttis paradísin Ísland?”. Tilefnið var heimsókn systurfélags frá New York „Women´s Bar Association in the State of New York” (WBASNY). MÁLÞING FKL

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.