Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 14
starfsvettvang. Það þarf hins vegar að koma í veg fyrir að stofur missi fólk út að óþörfu. Fæðingarorlof Daníel: Í skýrslunni segir ljóst að löng fjarvera frá vinnu vegna fæðingarorlofs kunni að hafa áhrif á starfshorfur lögmanna, bæði fulltrúa og þeirra sem eru sjálfstætt starfandi. Hvað segið þið um þetta? Marta Margrét: Eins og við getum um í skýrslunni eru konur almennt lengur frá vinnumarkaði en karlar í fæðingarorlofi. Karlar skipta sínu orlofi oftar upp í styttri tímabil svo það er ekki jafn mikil samfelld fjarvera. Mörgum finnst erfitt, tímabundið, að koma aftur inn í lögmennsku eftir langa fjarveru. Í rannsóknum á Norðurlöndum hefur verið reynt að benda á lausnir, m.a. tímabundinn stuðning við komu aftur til starfa eftir orlof með tíðari starfsmannasamtölum. Reimar: Karlar eru í ákveðinni aðstöðu þegar kemur að fæðingarorlofi. Þeir þurfa ekki að fara nema í stuttan tíma ef þeir búa við þannig samkomulag á heimilinu. Kona sem fæðir barn, og er með mikinn stuðning á heimilinu, gæti hugsanlega verið frá í skemmri tíma en margar fara í fullt fæðingarorlof. Þegar þær fara taka starfsfélagarnir við verkefnunum, hugsanlega líka samskipti við kúnnana, og þegar konan kemur til baka kemur hún að breyttum vinnustað þar sem hún er með autt skrifborð og gegnir ekki sama hlutverki og þegar hún fór. Mín tilfinning er sú að þarna liggi ákveðið vandamál sem þurfi að kljást við. Ég veit ekki hver lausnin er en það má skoða hvað er unnt að gera til að konur geti tekið upp þráðinn og fái verkefni við hæfi þegar þær koma til baka og hvort sveigjanlegur vinnutími geti komið að gagni til að halda einhvers konar lífi í starfsferlinum þó þær hverfi frá í nokkra mánuði. Daníel: Pör þurfa auðvitað að vera samtaka í því að vera sanngjörn í þessum efnum. Ég held að eldri kynslóðin á lögmannsstofunum þurfi að líta í eigin barm. Það er fullur skilningur fyrir því að konur fari í fæðingarorlof en það er ekki alltaf skilningur fyrir því að karlar fari líka. Þótt karl sé allur að vilja gerður þarf hann að mæta yfirmanni sem er ekki tilbúinn til að skilja það að hann þurfi að sinna barni sínu, komi jafnvel með athugasemdir eins og „varst þú að eiga þetta barn eða...“ og sendir jafnvel tvo til þrjá tölvupósta á dag. Það er ekki viðurkennt hjá mörgum eigendum eða stjórnendum lögmannsstofa að karlar fari í fæðingarorlof. Það liggur við að það sé litið svo á að þeir séu bara að biðja um þriggja mánaða frí. Reimar: Það er áhugavert að karlar í fæðingarorlofi fái alla tölvupóstana en gerist það líka hjá konum? Marta Margrét: Ég held að það sé mjög misjafnt. Fer e.t.v. eftir því hvort þær eru í sjálfstæðum rekstri eða fulltrúar og þá eftir stærð stofa. Kolbrún: Konur með ung börn eru ekki margar sjálfstætt starfandi lögmenn. Reimar: í Noregi var verið að tala um að þegar konur kæmu úr fæðingarorlofi á stærri stofurnar þá upplifðu þær kalt viðmót. Ungur keppinautur tekur yfir verkefnin og ef að stofan er ekki að vaxa, verkefnum að fjölga, þá er henni ofaukið þegar hún kemur til baka. Þetta finnst manni hljóma þannig að á litlum stofum er það blóðtaka að missa út starfsmann í t.d. sex mánuði svo þeir verða að fá einhvern annan í staðinn. Svo kemur konan aftur og þá eru menn kannski ekki með nein verkefni. Hér þarf að finna einhverja nothæfa lausn því það virðist ekki sérstaklega raunhæft að þvinga karla til að taka fæðingarorlof, þetta er náttúrulega samkeppni og svona. Marta Margrét: Áherslan ætti líklega að vera á það hvernig er hægt að auka stuðning við komu aftur til vinnu frekar en að viðkomandi vinni í fæðingarorlofinu eða stytti það. Við hljótum að vilja að lögmenn, karlar og konur, geti eignast börn og haldið áfram í lögmennsku. Þetta er hins vegar áskorun, bæði þegar um er að ræða fulltrúa og ekki síður þá sem eru í sjálfstæðum rekstri. Reimar: Ég er að velta fyrir mér hvernig hægt er að koma málum þannig fyrir að þegar konur koma til baka þá sé ekki eins og þær séu á byrjunarreit. Auðvitað viljum við frekar að jarðvegurinn fyrir bæði konur og karla sé þannig að það sé eftirsóknarvert að fara í fæðingarorlof. Að karlar sem gera það hætti ekki neinu í sínum starfsframa frekar en konurnar. Kolbrún: Ég hef meiri áhyggjur af því þegar fæðingar- orlofinu sleppir. Hvernig foreldrum með ung börn gengur að samrýma lögmannsstarfið og fjölskylduábyrgð. Ég þekki þess dæmi að konur hafi dottið út fljótlega eftir að þær komu úr fæðingarorlofi. Þær gátu ekki verið sjálfstætt starfandi lögmenn með börn á leik- og grunnskólaaldri. Þurfandi að fara heim klukkan fjögur á daginn með tímafresti tikkandi. Þær buguðust undan þessu og rekstrargrundvöllurinn var líka erfiður. Aðstæður voru þannig hjá þessum konum að fjölskylduábyrgðin var á þeim. Ég veit ekki hvað við getum Records Mála- og skjalakerfi Heldur öuga málaskrá - gott yrlit. Málaskrá, ‘Mín mál’ og tímamörk mála. Mitt One: Síðustu skjöl sem ég hef lesið, breytt eða skráð. 10 síðustu vistunarstaðir (mál) þar sem ég hef vistað skjöl. Öug leitarvél. - Leitar í innihaldi skjala, og viðhengjum. Vista Outlook tölvupósta inn á mál. Öug samhæng við Microsoft Oce, Word, Excel og Outlook. Hægt að ytja inn mörg skjöl í einni aðgerð inn á mál. Hægt að ytja öll skjöl úr einni möppu inn á mál með einni aðgerð. Hægt að fá IPAD lesaðgang. (spjaldtölvulesaðgangur að kernu) OneHýsing: ISO vottað umhver. Dagleg afritunartaka gagna. Vottað af KPMG. ÖFLUGT mála- og skjalaker sem hentar vel fyrir LÖGMANNSSTOFUR Logos lögmenn, Lex lögmenn, Draupnir lögmenn, Jónatansson lögmenn, Patice lögmenn Meðal viðskiptamanna: Drag’nDrop Draga og sleppa Draga tölvupóst yr í málakerð á rétt mál með einni aðgerð. Draga skjöl á sameiginlega drinu yr í málakerð með einni aðgerð. OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. 14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.