Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18
Reimar: Við þurfum að búa til eitthvert verkfærabox sem
við getum notað til að vinna á móti þessu.
Daníel: Það vantar ekki lög og reglur, þau eru öll til staðar.
Reimar: Kannski vantar upp á að þeim sé framfylgt.
Marta Margrét: Ég hef heyrt að það sé meiri samkeppni nú
en oft áður og að þeir sem eru nýútskrifaðir séu til í að leggja
ýmis legt á sig til að fá reynslu. Þá er spurningin hvort að
allir sitji þar við sama borð, þeir sem bera fjölskylduábyrgð
og þeir sem ekki bera slíka ábyrgð. Karlar og konur.
Daníel: Það er glatað umhverfi fyrir viðhorfsbreytingu. Í
svona umhverfi fer ekki nýráðinn fulltrúi, valinn úr 50
umsækjendum, heim kl. 16.00 til að sækja krakkann og
slekkur á símanum.
Marta Margrét: Lögmennskan er erilsamt starf, á því er
enginn vafi. Við eigum það sammerkt með mörgum
öðrum fagstéttum. Ég held að allir sem ætli sér að vera í
lögmennsku átti sig á því. Það sem við verðum kannski að
skoða líka er að á ákveðnu tímabili í lífinu eru konur og
karlar með lítil börn og þurfa meira svigrúm. Síðan kemur
sá tími aftur að viðkomandi getur gefið meira af sér í vinnu.
Hvað er til ráða?
Marta Margrét: Mér finnst flott hjá Lögmannafélaginu að
skipa þennan starfshóp. En hvað á nú að gera? Komin með
þessa fínu skýrslu.
Reimar: Það þarf að gera ítarlegri könnun með þeim
atriðum sem fram koma í skýrslunni. Svo er stefnan að
taka þessa umræðu á Lagadaginn í örmálstofu. Ég vildi
gjarnan að það yrði gert út frá því hvað er hægt að gera.
Það er eitthvað að. Á einhverju tímamarki hætta menn að
rannsaka og fara að gera.
Kolbrún: Inntakið í skýrslunni er að það þarf að framkvæma
meiri kannanir.
Marta Margrét: Já, það vantar ýmis gögn sem þarf að afla,
eins og bent er á í skýrslunni. Það er þó ólíklegt að við
skerum okkur mjög úr miðað við hin Norðurlöndin. Við
vitum líkast til í aðalatriðum hvar áskoranirnar liggja.
Reimar: Niðurstaðan er að hlutskipti kvenna og karla í
lögmennsku er ekki það sama og ég auglýsi eftir hug-
myndum. Ég lít á það sem hagsmuni réttarríkisins að það
séu konur jafnt sem karlar í stétt lögmanna.
Marta Margrét: Í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir sem
skoðaðar hafa verið á Norðurlöndunum og bent á aðgerðir.
Við þurfum ekki að finna upp hjólið.
Daníel: Viðhorf stjórnenda lögmannsstofa þarf að breytast,
þeir stjórna álaginu.
Kolbrún: Fjölskylduábyrgðin þarf að komast í umræðuna.
Skýrslu starfshópsins er hægt að nálgast á heimasíðu LMFÍ
NÝ HEIMASÍÐA LMFÍ
Ný heimasíða Lögmannafélags Íslands fór í loftið í lok janúar en gamla
heimasíðan hafði þjónað félagsmönnum og öðrum notendum í heil 16 ár.
Vinna við nýju síðuna hófst fyrir alvöru á síðasta ári en vegna leitarmöguleika
í félagatali og tengingar við dómstóla var hún talsvert flókin í úrvinnslu.
Notendur heimasíðunnar eru annars vegar lögmenn og hins vegar
almenningur sem getur, eins og áður, leitað að lögmönnum eftir
málaflokkum. Upplýsingar fyrir lögmenn er gert talsvert hærra undir
höfði en áður og ætti því síðan að vera notendavænni. Nýja útlitið hefur
vakið ánægju en ennþá er verið að sníða agnúa af henni. Allar ábendingar
eru vel þegnar.
EI