Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 17
Kolbrún: Það er öðruvísi streita, þú stjórnar hlutunum meira. Það er ætlast til þess að fulltrúar vinni ákveðin verkefni og þeir eru með skilafrest. Svo er hlaðið á þá verkefnum. Daníel: Er það menning í lögmennsku að eðli starfsins sé þannig að það sé unnið myrkranna á milli? Mér finnst margir lenda í því að vera að vinna um kvöld og helgar. Ef það er málflutningur á mánudagsmorgni þá þarf að nota helgina til að undirbúa sig. Ég velti fyrir mér hvort lögmennska á Íslandi þurfi að vera meira en fullt starf? Þetta eru óskrifaðar reglur. Allir hinir fulltrúarnir vinna frameftir þegar þú ferð heim klukkan fjögur. Enginn segir að þú þurfir að gera það líka en þetta verður innprentað. Kolbrún: Já, mér finnst menningin vera þannig. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að lögmennska sé eingöngu frá 8:00-16:00. Reimar: Ég held að þetta sé mjög mismunandi. Marta Margrét: Já, ég held að þetta sé rétt. Fall bankanna leiddi af sér mikla vinnu hjá mörgum lögmönnum og það er spurning hvernig þetta verður á næstu árum. Svo verður að hafa í huga að það er grundvallarmunur á hlutverki og aðstöðu á milli eigenda stofa eða þeirra sem eru í sjálfstæðum rekstri og fulltrúa, sem eru bara starfsmenn. Reimar: Af tveimur valkostum, að hafa of mikið að gera eða of lítið, þá held ég að flesti lögmenn velji fyrr kostinn. Þetta er lífsviðurværi fólks. Kolbrún: Fulltrúarnir lenda í því að þurfa uppfylla einhvern ákveðinn fjölda útseldra tíma til að fá bónusgreiðslu. Það þarf að gera miklu ítarlegri greiningar á þessu. Marta Margrét: Það hefur verið skrifað talsvert um þessa áherslu sem lögð er á útselda tíma. Útseldur tími segir ekki alltaf allt. Útseldur tími hjá reyndum starfsmanni getur skilað meiru heldur en hjá óreyndum. Þessi kerfi geta svo verið ýmiss konar og eftir því sem starfshópurinn heyrði af virðast þau leggja mismunandi forsendur til grundvallar. En óháð þessu þá hlýtur það að vera keppikefli fyrir lögmannsstofur að halda í sitt starfsfólk sem hefur áhuga á að vera í lögmennsku. Eins og ég nefndi hafa einstaka stærri stofur reynt að greina hvar vandamálin liggja og gripið til aðgerða, svo sem í Noregi og Danmörku. Daníel: Hvað er til ráða? Marta Margrét: Það vantar ef til vill almennt samtal við stjórnendur lögmannsstofa á Íslandi. Eins og við nefnum í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu í rannsókn norska lögfræðingafélagsins frá 2011 að það þurfi viðhorfsbreytingu og það náist meðal annars með stjórnendum lögmannsstofa. LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 17

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.