Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 13
Breytingar á lögmannastétt
Daníel: Það er komin út skýrsla sem er góður upphafs-
punktur til að greina störf lögmanna. Er ekki rétt skilið
að konum er að fjölga í lögmennsku en aftur á móti eru
þær með lægri laun?
Marta Margrét: Konum hefur fjölgað hlutfallslega í stéttinni,
kannski eðlilega, enda hafa þær verið í meirihluta þeirra
sem útskrifast úr laganámi og eru helmingur þeirra sem
sækja námskeið til að afla lögmannsréttinda. Í skýrslunni
byggðum við á gögnum frá Lögmannafélaginu og könnun
sem Lögmannablaðið gerði 2016 á meðal fulltrúa á
lögmannsstofum. Þar kom fram að konur sem fulltrúar
voru með 8% lægri laun en karlar. Af svörunum virtist ekki
hægt að rekja það til minna vinnuframlags. Það er tilefni
til þess að skoða þetta nánar.
Reimar: Nú er það að gerast að lögmönnum með réttindi
fækkar á milli ára og það er ástæða til að skoða þá sem
leggja inn réttindin og velta fyrir sér ástæðum þess að þeir
gera það.
Marta Margrét: Samsetning stéttarinnar er almennt að
breytast mjög mikið, bæði hvað varðar aldurshlutföll,
kynjahlutfall og fjölda. Fleiri vinna sem fulltrúar og
innanhússlögmenn á kostnað sjálfstætt starfandi. Það þyrfti
að fylgjast vel með þessu.
Eigendur lögmannsstofa
Daníel: Það er athyglisvert að þrátt fyrir að konum hafi
fjölgað í stéttinni þá hefur þeim ekki fjölgað hlutfallslega
sem sjálfstætt starfandi lögmenn eða sem eigendur
lögmannsstofa síðastliðin 15 ár. Af hverju er það?
Marta Margrét: Já, það er athyglisverður munur á starfs-
vali innan lögmannastéttar á milli kynja. Konur eru
hlutfallslega fleiri í hópi fulltrúa og innanhússlögmanna
en einungis 35% þeirra eru sjálfstætt starfandi. Sama
hlutfall er 56% hjá körlum og þessi hlutföll hafa ekkert
breyst í áratug. Við erum auðvitað lítill markaður og hér
eru fáar lögmannsstofur með mismunandi rekstrarform.
Við sjáum það hins vegar á Norðurlöndum að þrátt fyrir
að konur hafi verið meirihluti fulltrúa þar í yfir áratug þá
fækkar þeim mjög eftir því sem farið er ofar í stiganum,
eru einungis milli 10-20% eigenda. Í fyrrnefndri könnun
Lögmannablaðsins kom fram sú athyglisverða staðreynd
að konur sem eru fulltrúar á Íslandi telja sig síður eiga
möguleika á að verða eigendur en karlar sem eru fulltrúar.
Reimar: Það virðist vera sama munstrið hér og á Norður-
löndum og það er mikið áhyggjuefni. Konur eiga einhvern
veginn erfiðara uppdráttar við að verða meðeigendur á
lögmannsstofum. Það er mikil samkeppni á stofunum
og mig grunar reyndar að sá tími sem lögmenn þurfa að
starfa sem fulltrúar áður en þeir eiga þess kost að verða
eigendur hafi lengst.
Marta Margrét: Ég rakst á frétt nú um daginn um að tvær
stórar stofur í Noregi ætli sér að grípa til markvissra aðgerða
til að reyna auka fjölda kvenna í hópi eigenda. Í skýrslu
starfshópsins eru dæmi nefnd um tvær stórar danskar
stofur sem hafa gert það sama. Á Norðurlöndum er það
álitið vandamál lögmannsstofa að þær séu að missa frá sér
starfsfólk sem er búið að þjálfa upp, e.t.v. í tvö til fjögur
ár. Auðvitað eru mjög margar mismunandi og eðlilegar
ástæður fyrir því að fólk, konur og karlar, breytir um
Daníel Isebarn Ágústsson
Marta
Margrét Ö. Rúnarsdóttir
Kolbrún Garðarsdóttir
Reimar Pétursson